« Home | Svarthvíta hetjan mín Jarlaskáldið brá sér einu s... » | Lucifer Jújú, það voru víst áramót fyrir ekki svo... » | Auld Lang Syne Kalkúnn er afbragðsmatur. Að venj... » | My Shining Hour Nú er sko gaman að vera jeppakall... » | Ruglumbull Jamm, þá er þetta Ésúmömbódjömbó að ve... » | Hannes Hólmsteinn er snilli! Það var nú eitt og a... » | Hvað þá? Jamm, Jarlaskáldið er barasta heima. Á f... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfimmta Jarlaskáldið h... » | Kortabók Íslands Eitt og annað hefur gengið á í l... » | Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Segir í einhv... » 

miðvikudagur, janúar 07, 2004 

Banalega, Britney og breyting

Jamm, Jarlaskáldið hefur tekið sótt eina mikla, bévítans bráðalungnabólgan var ekki lengi að ná til landsins og leggja Skáldið að velli. Að vísu ber Skáldið sig nokkuð vel miðað við aðstæður, Íslandsmet í snýtubréfanotkun hlýtur þó að vera í hættu. Mitt í þessu svartnætti reynir Skáldið að líta á björtu hliðarnar, frí í vinnunni t.d., og svo hefði verið allmiklu verra ef pestin hefði verið viku seinna á ferðinni. Eins gott að Skáldið verði við góða heilsu þá, eða a.m.k. einhverja.

Það þótti Jarlaskáldinu gleðifregnir að heyra að söngspíran Britney Spears hefði gift sig og það ekki ómerkari manni en sjálfum Jason Alexander. Illu heilli virðist sem hjónasælan hafi varað stutt og allt bara búið. Það er að vísu gott að Stefán á þá enn séns.

Hér er komið nýtt útlit. Ekki það fyrsta og örugglega ekki það síðasta. Skárra en það sem var á undan samt, er það ekki?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates