Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Segir í einhverju kvæði eftir einhvern kall. Er manni sagt.
Tilvera Jarlaskáldsins hefur ekki verið upp á marga fiska síðan spurðist til þess síðast. Stærstur hluti vikunnar fór í að snúa sólarhringnum á réttan kjöl eftir ævintýri síðustu helgar. Sem var meira en að segja það.
Fyrst að ekkert hefur gerst er kannski ekki úr vegi að segja lesendum hvað er í vændum. Magnús nokkur Blöndudals hafði samband við Skáldið fyrir skömmu, kvaðst hafa komist yfir sumarbústað annað kvöld og bauð þar til veislu. Mun bústaður þessi vera staddur í Brekkuskógi, og þar eð Jarlaskáldið er ekki þekkt fyrir annað en að mæta á alla viðburði sem það hefur heilsu til (og rúmlega það) verður að teljast líklegt að um svipað leyti annað kvöld verði það hið hressasta í ofanverðri Árnessýslu. Eitthvað mun á reiki hverjir verða Skáldinu til selskaps, auk Magnúsar munu þau Stefán frá Logafoldum og Alda vera líkleg auk Hauks sálfræðinema, hvort aðrir munu mæta kemur bara í ljós. Eins og spakur maður sagði eitt sinn: „Við erum hérna til að skemmta okkur, ekki öðrum!“ Ef maður lítur þannig á málið skiptir engu máli hverjir mæta. Oseiseijú.
Óskaplega virðast 32 dagar vera lengi að líða þessa stundina.
Afi gamli er víst 75 ára í dag. Til hamingju með það!
(Þessi mynd er alltaf jafnfyndin)
Segir í einhverju kvæði eftir einhvern kall. Er manni sagt.
Tilvera Jarlaskáldsins hefur ekki verið upp á marga fiska síðan spurðist til þess síðast. Stærstur hluti vikunnar fór í að snúa sólarhringnum á réttan kjöl eftir ævintýri síðustu helgar. Sem var meira en að segja það.
Fyrst að ekkert hefur gerst er kannski ekki úr vegi að segja lesendum hvað er í vændum. Magnús nokkur Blöndudals hafði samband við Skáldið fyrir skömmu, kvaðst hafa komist yfir sumarbústað annað kvöld og bauð þar til veislu. Mun bústaður þessi vera staddur í Brekkuskógi, og þar eð Jarlaskáldið er ekki þekkt fyrir annað en að mæta á alla viðburði sem það hefur heilsu til (og rúmlega það) verður að teljast líklegt að um svipað leyti annað kvöld verði það hið hressasta í ofanverðri Árnessýslu. Eitthvað mun á reiki hverjir verða Skáldinu til selskaps, auk Magnúsar munu þau Stefán frá Logafoldum og Alda vera líkleg auk Hauks sálfræðinema, hvort aðrir munu mæta kemur bara í ljós. Eins og spakur maður sagði eitt sinn: „Við erum hérna til að skemmta okkur, ekki öðrum!“ Ef maður lítur þannig á málið skiptir engu máli hverjir mæta. Oseiseijú.
Óskaplega virðast 32 dagar vera lengi að líða þessa stundina.
Afi gamli er víst 75 ára í dag. Til hamingju með það!
(Þessi mynd er alltaf jafnfyndin)