Af eyðslusemi (þetta fer nú að hætta að vera fyndið)
Í dag keypti Jarlaskáldið sér skó. Fékk þá reyndar á ansi góðum díl, en eyðslusemi verður nú samt að kalla þetta. Veskið grætur þessa dagana.
Jarlaskáldið sýndi einnig áður óþekkta hæfileika í dag og tókst upp á eigin spýtur að koma inn á síðuna niðurtalningu fyrir Ítalíuför. Nú þarf enginn lengur að velkjast í vafa um hve langt er í brottför, bara að kíkja hingað og það sést svart á hvítu. Handhægt og notadrjúgt.
Í dag keypti Jarlaskáldið sér skó. Fékk þá reyndar á ansi góðum díl, en eyðslusemi verður nú samt að kalla þetta. Veskið grætur þessa dagana.
Jarlaskáldið sýndi einnig áður óþekkta hæfileika í dag og tókst upp á eigin spýtur að koma inn á síðuna niðurtalningu fyrir Ítalíuför. Nú þarf enginn lengur að velkjast í vafa um hve langt er í brottför, bara að kíkja hingað og það sést svart á hvítu. Handhægt og notadrjúgt.