Af eyðslusemi og aumingjaskap
Djamm um helgina: ekkert. Aumingjaskapur.
Eyðsla um helgina: talsverð.
Já, Jarlaskáldið var hið rólegasta í skemmtanamálum um helgina, sjónvarpsdagskráin var líka með nokkrum ágætum, t.d. Austin Powers in Goldmember og fleira gott, og líka allt í lagi að gefa sér frí öðru hvoru. Samt ekki næstu helgi, meira um það síðar.
Þrátt fyrir þennan aumingjaskap tókst Jarlaskáldinu að eyða eitthvað á þriðja tug þúsunda króna. Flest af því var hefðbundið, maður þarf jú að næra sig og svona, en lunganum af peningunum var eytt um þrjúleytið á laugardaginn. Leit Skáldið þá við í þeirri ágætu verslun Útilíf og var tilgangurinn sá að kanna úrval og verð á snjóbrettum, Ítalíuferð stendur jú fyrir dyrum eins og flestum lesenda ætti að vera fullkunnugt um, og gamla brettið heldur farið að láta á sjá þó það hafi lengi staðið fyrir sínu. Ekki virtist úrvalið ríkulegt við fyrstu sýn, einhver tuttugu snjóbretti stóðu í rekkanum og virtust flest ætluð börnum. Þó leyndust þarna nokkur bretti sem virtust bærileg og þegar Skáldið leit á verðið á einu álitlegu kom það ánægjulega á óvart, búið að strika yfir töluna 43.990 og líma á brettið töluna 19.990. Þetta þótti Skáldinu vera góður díll og eftir að hafa ráðfært sig aðeins við afgreiðslumann og sannfærst um að vera ekki að kaupa köttinn í sekknum hélt það þessum 19.990 krónum fátækara út úr búðinni en brettinu ríkara.
Eitt hafði Skáldið alveg gleymt að athuga við kaupin, og það var hverrar tegundar brettið væri. Á því var flennistór mynd í draugalegum stíl af kvenmannshöfði og hauskúpum en hvergi neitt sem gaf tegundina upp. Að lokum fann Skáldið stafina HR Giger ritaða á brettið og með hjálp Google fann það heimasíðu svissnesks súrreallista sem gegnir þessu nafni. Var síðan öll hin drungalegasta á að líta og eftir litla leit fann Skáldið brettið sitt og söguna á bak við þessa myndskreytingu. Heitir brettið víst Li II, og mun konan á myndinni vera látin eiginkona listamannsins. Afar sorglegt. Má sjá myndina og um leið brettið efst til hægri hér. Eflaust er þessi maður mikill listamaður, a.m.k. á hann heiður skilinn fyrir hönnun Alien-skrýmslisins, svo ekki sé talað um listræna stjórn þeirrar stórkostlegu myndar Killer Condom, en ekki skiptir það Skáldið miklu máli, bara að brettið komi því heilu og höldnu niður snævi þaktar hlíðar Dólómítafjallana og jafnvel eitthvað rúmlega það. Eftir 45 daga.
Næsta helgi? Ekki alveg komið á hreint, en líkur benda til þess að Skáldið fari í jöklarannsóknir ásamt fríðum flokki sveina. Meira um það síðar.
Djamm um helgina: ekkert. Aumingjaskapur.
Eyðsla um helgina: talsverð.
Já, Jarlaskáldið var hið rólegasta í skemmtanamálum um helgina, sjónvarpsdagskráin var líka með nokkrum ágætum, t.d. Austin Powers in Goldmember og fleira gott, og líka allt í lagi að gefa sér frí öðru hvoru. Samt ekki næstu helgi, meira um það síðar.
Þrátt fyrir þennan aumingjaskap tókst Jarlaskáldinu að eyða eitthvað á þriðja tug þúsunda króna. Flest af því var hefðbundið, maður þarf jú að næra sig og svona, en lunganum af peningunum var eytt um þrjúleytið á laugardaginn. Leit Skáldið þá við í þeirri ágætu verslun Útilíf og var tilgangurinn sá að kanna úrval og verð á snjóbrettum, Ítalíuferð stendur jú fyrir dyrum eins og flestum lesenda ætti að vera fullkunnugt um, og gamla brettið heldur farið að láta á sjá þó það hafi lengi staðið fyrir sínu. Ekki virtist úrvalið ríkulegt við fyrstu sýn, einhver tuttugu snjóbretti stóðu í rekkanum og virtust flest ætluð börnum. Þó leyndust þarna nokkur bretti sem virtust bærileg og þegar Skáldið leit á verðið á einu álitlegu kom það ánægjulega á óvart, búið að strika yfir töluna 43.990 og líma á brettið töluna 19.990. Þetta þótti Skáldinu vera góður díll og eftir að hafa ráðfært sig aðeins við afgreiðslumann og sannfærst um að vera ekki að kaupa köttinn í sekknum hélt það þessum 19.990 krónum fátækara út úr búðinni en brettinu ríkara.
Eitt hafði Skáldið alveg gleymt að athuga við kaupin, og það var hverrar tegundar brettið væri. Á því var flennistór mynd í draugalegum stíl af kvenmannshöfði og hauskúpum en hvergi neitt sem gaf tegundina upp. Að lokum fann Skáldið stafina HR Giger ritaða á brettið og með hjálp Google fann það heimasíðu svissnesks súrreallista sem gegnir þessu nafni. Var síðan öll hin drungalegasta á að líta og eftir litla leit fann Skáldið brettið sitt og söguna á bak við þessa myndskreytingu. Heitir brettið víst Li II, og mun konan á myndinni vera látin eiginkona listamannsins. Afar sorglegt. Má sjá myndina og um leið brettið efst til hægri hér. Eflaust er þessi maður mikill listamaður, a.m.k. á hann heiður skilinn fyrir hönnun Alien-skrýmslisins, svo ekki sé talað um listræna stjórn þeirrar stórkostlegu myndar Killer Condom, en ekki skiptir það Skáldið miklu máli, bara að brettið komi því heilu og höldnu niður snævi þaktar hlíðar Dólómítafjallana og jafnvel eitthvað rúmlega það. Eftir 45 daga.
Næsta helgi? Ekki alveg komið á hreint, en líkur benda til þess að Skáldið fari í jöklarannsóknir ásamt fríðum flokki sveina. Meira um það síðar.