« Home | Af eyðslusemi og aumingjaskap Djamm um helgina: e... » | Meiri snjó! Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfjórða Stundum þegar ... » | Sic transit gloria mundi Nú hefur sunnudagurinn 1... » | Milljón myglaðar marglyttur frá Melrakkasléttu! Þ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogþriðja Hvað er um að ... » | Af Jarlaskáldsins ríjúnjon og Óminnishegrans afski... » | Skírn Eftir ríflega mánaðarlanga íhugun, oftar en... » | „Hann var dáleiddur af allan vodkann“ Svo segir í... » | Gaman er... ...að fara í gott bíó. Í kvöld fór S... » 

þriðjudagur, desember 02, 2003 

Af eyðslusemi og aumingjaskap - part deaux

Hann Lilli varð fyrir fólskulegri árás í nótt! Hann slapp sem betur fer ómeiddur, og er það mikil guðs mildi. Málsatvik voru þau að þegar Jarlaskáldið rölti út á bílastæði í morgun blasti við því furðuleg sjón, stór og ljótur grútarbrennari stóð eins og álfur út úr hól beint fyrir aftan Lilla, sennilega svona 1,5 metra fyrir aftan hann, og varnaði honum útgöngu. Furðaði Jarlaskáldið sig nokkuð á þessari staðsetningu en fljótlega rann upp fyrir því ljós, grútarbrennarinn hafði greinilega gert tilraun til að keyra á Lilla um nóttina! Þannig er mál með vexti að bílastæði þetta hallar eilítið og virðist Skáldinu augljóst að grútarbrennarinn hafi með einhverju móti tekist að láta sig renna niður hallann í þeim tilgangi að klessa utan í aumingja Lilla. Sem betur fer varð honum ekki kápa úr því klæðinu, staðnæmdist sem fyrr segir ca. 1,5 metra frá Lilla. Ekki er ljóst hvað lýsislampanum gekk til með þessu athæfi, líklegt þykir að öfund eigi stóran þátt í þessari grófu atlögu, enda ber Lilli af flestum öðrum jeppum og þá allra helst þeim er brenna lýsi. Var nokkur höfuðverkur að koma Lilla úr stæðinu en með lipurð bæði bíls og bílstjóra og glæsilegum Austin Powers-töktum tókst okkur Lilla að komast úr þessari prísund. Eftir stendur aumingjaskapur grútarbrennarans.

Fleira bar til tíðinda í dag í annars tíðindasnauðu lífi Jarlaskáldsins. Að vinnu lokinni (ef vinnu skyldi kalla) hélt það niður í Lágmúla, setti sig í sínar öflugustu samningastellingar, og hóf að semja um greiðslu á títt nefndri Ítalíuferð við gjaldkera Úrvals-Útsýnar. Eftir stutta og snarpa samningalotu hélt Skáldið heimleiðis glatt í bragði, enda fátt annað en limlestingar og dauði sem gætu komið í veg fyrir brottför 14. janúar næstkomandi. Á móti kemur að næsta hálfa árið mun hr. kredit rukka Skáldið um væna summu hver mánaðamót, en það er í besta lagi, því það er seinna. Jarlaskáldið hefur alltaf talið skammsýni einn sinna bestu kosta. Þetta var eyðslusemin.

43 dagar.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates