« Home | Sumarið var tíminn Það hefur nú eitt og annað ver... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogáttunda Síðustu þrír ... » | Atvinnuleysi, jeppaferðir og djamm Það er orðið n... » | Grill og menning Það dró til tíðinda þessa helgin... » | Einn í kotinu Jarlaskáldið ber sig aumlega þessa ... » | Af pervertinum Snorra Bergþórssyni Það fór líkt o... » | Ha, bara heima? Mikið rétt, Jarlaskáldið er baras... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogsjöunda Það byrjaði u... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogsjötta „Ég er að fara... » | Landmannalaugar og Þjórsárdalur Það fór eins og J... » 

föstudagur, september 05, 2003 

Af kappleikjum og öðru

Þessi vinnuvika hefur nú aldeilis verið viðburðarík, en þó jafnvel ekki...

Helst ber til tíðinda að Jarlaskáldinu fannst orðið nóg um sitt bágborna líkamlega ástand og hefur hafið tuðruspark tvisvar í viku með þeim dáðadrengjum Vigni og Gústa ásamt nokkrum fjölda annarra pilta sem Skáldið þekkir enn sem komið er lítil deili á. Er annars vegar um að ræða innahúsfótbolta í Hafnarfirði á mánudagskvöldum og hins vegar gervigrasbolta í Fífunni á fimmtudagskvöldum. Lætur Skáldið hæfileikaleysi á sviði tuðrusparks ekki stöðva sig enda er það Ólympíuandinn sem ræður för, það er ekki spurning um að vinna heldur vera með. Að vísu gerðust þau undur og stórmerki í boltanum í kvöld að Skáldið skoraði öll mörk síns liðs, ein fjögur talsins, en það dugði ekki til þar eð leikar fóru 5-4. Þess ber að geta að öll mörkin voru skoruð af 0,5-3 metra færi eftir klafs og djöfulgang í teignum í flestum tilfellum. Þau telja líka. Að öðru leyti sökkaði Skáldið feitt.

Fátt annað markvert hefur átt sér stað í lífi Skáldsins undanfarna daga, það er líka mun meiri helgarmanneskja en nokkurn tímann hinna virku daga og því vart von á öðru. En nú ber svo við að það er barasta ekkert planað fyrir næstu helgi og er Skáldið jafnvel að spá í að gera ekkert til að bæta úr því. Batnandi mönnum er best að lifa, þó það sé eflaust lygi....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates