« Home | Breytingar Stelpan segist vera hætt að blogga eft... » | Heimtur úr helju Já, lesendur góðir, Jarlaskáldið... » | Ó vei mig auman! Það er ekki gott hljóðið í Jarla... » | Jarlaskáldið snýr blaðinu við Það er ekki laust v... » | Af kappleikjum og öðru Þessi vinnuvika hefur nú a... » | Sumarið var tíminn Það hefur nú eitt og annað ver... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogáttunda Síðustu þrír ... » | Atvinnuleysi, jeppaferðir og djamm Það er orðið n... » | Grill og menning Það dró til tíðinda þessa helgin... » | Einn í kotinu Jarlaskáldið ber sig aumlega þessa ... » 

föstudagur, september 19, 2003 

Vinur minn hann Björgólfur

Björgólfur Guðmundsson er víst aðalgæjinn í dag, búinn að kaupa hálft Ísland og ríflega það og gleypa eins og eitt stykki kolkrabba í leiðinni. Eflaust eru skiptar skoðanir um ágæti þessa manns, en Jarlaskáldið hefur gott eitt um manninn að segja eftir daginn í dag (leiðr: eitt slæmt reyndar - maðurinn ku vera kr-ingur). Þrátt fyrir annir sínar við að eyða peningum gleymdi hann ekki sínum minnsta bróður, Jarlaskáldinu, því í dag lét hann Skáldið hafa fullt af peningum svo að það geti keypt sér jeppaling. Að vísu minntist hann eitthvað á að Skáldið þyrfti e.t.v. að borga þetta til baka í fyllingu tímans en það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Björgólf munar nú ekkert um þennan pening. Núna er s.s. næsta mál á dagskrá að finna jeppaling sem hæfir Skáldinu og byrja svo að æða um óbyggðir Íslands. Jarlaskáldið mun láta lesendur vita hvernig það gengur ef það gengur.

Jarlaskáldið brá sér í fótbolta í kvöld og komst að merkilegum hlut þegar hann var búinn. Síðast þegar Skáldið fór klæddist það landsliðsbúning Brasílíu frá HM 1994 með nafni markakóngsins Romario á bakinu, skoraði í gríð og erg og merkilegt nokk voru öll mörkin „Romarioleg“, pot úr vítateignum eftir klafs og barning. Í kvöld var Skáldið aftur á móti í sinni ágætu A.C Milan treyju, sem var einmitt keypt á Guiseppe Meazza leikvanginum í frægri Ítalíuför, og er nafn varnarsnillingsins Alessandro Nesta á baki hennar. Hvort sem það var treyjunni að kenna/þakka eða ekki þá voru Skáldinu afar mislagðir fætur fyrir framan mark andstæðinganna og kom tuðrunni aldrei inn fyrir línuna, en þótti aftur á móti sýna ágætis varnartilþrif á köflum. Það er þá spurning hvort maður reddi sér ekki bara Zidane treyju fyrir næsta bolta og sóli alla upp úr skóm og sokkum. Já, eða ekki...

Hvað á svo að gera um helgina? Jarlaskáldið er að spá í að gera barasta sem allra minnst, og allra síst að fara á djammið, því ef Skáldið færi á djammið með þær fúlgur fjár sem Björgólfur var að „lána“ því væri voðinn vís. Sennilega gáfulegast að halda sig heima. Ekki það að Skáldið gefi sig út fyrir að gera alltaf það gáfulegasta, en það er kannski kominn tími á að prófa það. Sjáum til...

117 eftir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates