Ó vei mig auman!
Það er ekki gott hljóðið í Jarlaskáldinu þessa stundina. Einhver illvæg sótt (líklega bráðalungnabólgan (SARS-HABL eða hvað hún nú heitir), hún er víst komin á kreik aftur) hefur lagt Skáldið í bælið hvar það kveinkar sér sem mest það má eins og sönnum karlmanni sæmir og bíður endaloka sinna. Eins og það sé ekki nóg er Skáldið líka á annarri löppinni þá sjaldan það fer fram úr rúminu eftir tuðruspark mánudagsins þar sem Skáldinu tókst að teygja á hinum og þessum liðböndum sem himnafaðirinn gerði aldrei ráð fyrir að teygt væri á, með tilheyrandi eymslum og strengjum. Sjaldan er ein báran stök. Jæja, fátt er svo með öllu illt, frí í vinnunni!
Annars hefur Jarlaskáldið eytt frítíma sínum undanfarið einkum í það að skoða bíla á netinu, nánar tiltekið torfærutröll, og hefur jafnvel í hyggju að fjárfesta í einu slíku ef eitthvað finnst sem rúmast innan fjárhags Skáldsins. Ekki leyfir fjárhagurinn margar tommur undir tröllið þannig að líkast til verður einhver slyddujeppi keyptur ef af verður, það má nú alltaf fá far með Willa ef torfærurnar bera hann ofurliði. Einnig ættu þessi kaup að tryggja það endanlega að lífi Skáldsins eins og lesendur þekkja það verður endanlega lokið, ekkert meira fyllerí og vitleysa hverja helgi, bara vinna eins og berserkur og í mesta lagi vídjó um helgar. Jájá, sjáum til hvernig það gengur.
Kominn er tími á að geta úrslita í könnun þeirri er staðir hefur yfir undanfarna daga um þá ákvörðun Magnúsar frá Þverbrekku að mæta eigi til Ítalíu á vetri komanda. 24 greiddu atkvæði, og úrslit urðu sem hér segir:
Maðurinn er gunga: 6 atkvæði (25%)
Maðurinn er nirfill: 3 atkvæði (13%)
Maðurinn er frábær: 7 atkvæði (29%)
Maðurinn er hagsýnn: 4 atkvæði (17%)
Hver er maðurinn?: 4 atkvæði (17%)
Þetta eru sannarlega athyglisverðar niðurstöður. Alls 9 manns finna pilti allt til foráttu og kalla hann gungu og nirfil, en enn fleiri eða 11 manns finnst ákvörðun hans vel ígrunduð og 7 ganga svo langt að finnast maðurinn frábær. Loks voru 4 lesenda sem ekki höfðu hugmynd um hver Magnús frá Þverbrekku er og var hann að sögn sjálfur einn þeirra. Það virðist því sem ákvörðunin sé í meira lagi umdeild. En þetta er ekki eina mögulega túlkunin á tölunum. 7 manns finnst maðurinn frábær fyrir þessa ákvörðun, en svo merkilega vill til að það verða einmitt 7 ferðalangar sem halda í téða för um miðjan janúar. Einhver kynni að draga þá ályktun að Magnús sé maður eigi vinsæll og ferðalöngum þyki blessun að fjarveru hans, en slíka ályktun myndi Jarlaskáldið að sjálfsögðu aldrei draga, til þess þyrfti barasta skítlegt eðli. Eflaust má rýna í þessar tölur um ókomna tíð og túlka í hinar og þessar áttir, en látum þetta duga að sinni.
Og að lokum má geta þess að nú eru aðeins 23 dagar í le Grand Buffet. Og 126 í eitthvað annað....
Það er ekki gott hljóðið í Jarlaskáldinu þessa stundina. Einhver illvæg sótt (líklega bráðalungnabólgan (SARS-HABL eða hvað hún nú heitir), hún er víst komin á kreik aftur) hefur lagt Skáldið í bælið hvar það kveinkar sér sem mest það má eins og sönnum karlmanni sæmir og bíður endaloka sinna. Eins og það sé ekki nóg er Skáldið líka á annarri löppinni þá sjaldan það fer fram úr rúminu eftir tuðruspark mánudagsins þar sem Skáldinu tókst að teygja á hinum og þessum liðböndum sem himnafaðirinn gerði aldrei ráð fyrir að teygt væri á, með tilheyrandi eymslum og strengjum. Sjaldan er ein báran stök. Jæja, fátt er svo með öllu illt, frí í vinnunni!
Annars hefur Jarlaskáldið eytt frítíma sínum undanfarið einkum í það að skoða bíla á netinu, nánar tiltekið torfærutröll, og hefur jafnvel í hyggju að fjárfesta í einu slíku ef eitthvað finnst sem rúmast innan fjárhags Skáldsins. Ekki leyfir fjárhagurinn margar tommur undir tröllið þannig að líkast til verður einhver slyddujeppi keyptur ef af verður, það má nú alltaf fá far með Willa ef torfærurnar bera hann ofurliði. Einnig ættu þessi kaup að tryggja það endanlega að lífi Skáldsins eins og lesendur þekkja það verður endanlega lokið, ekkert meira fyllerí og vitleysa hverja helgi, bara vinna eins og berserkur og í mesta lagi vídjó um helgar. Jájá, sjáum til hvernig það gengur.
Kominn er tími á að geta úrslita í könnun þeirri er staðir hefur yfir undanfarna daga um þá ákvörðun Magnúsar frá Þverbrekku að mæta eigi til Ítalíu á vetri komanda. 24 greiddu atkvæði, og úrslit urðu sem hér segir:
Maðurinn er gunga: 6 atkvæði (25%)
Maðurinn er nirfill: 3 atkvæði (13%)
Maðurinn er frábær: 7 atkvæði (29%)
Maðurinn er hagsýnn: 4 atkvæði (17%)
Hver er maðurinn?: 4 atkvæði (17%)
Þetta eru sannarlega athyglisverðar niðurstöður. Alls 9 manns finna pilti allt til foráttu og kalla hann gungu og nirfil, en enn fleiri eða 11 manns finnst ákvörðun hans vel ígrunduð og 7 ganga svo langt að finnast maðurinn frábær. Loks voru 4 lesenda sem ekki höfðu hugmynd um hver Magnús frá Þverbrekku er og var hann að sögn sjálfur einn þeirra. Það virðist því sem ákvörðunin sé í meira lagi umdeild. En þetta er ekki eina mögulega túlkunin á tölunum. 7 manns finnst maðurinn frábær fyrir þessa ákvörðun, en svo merkilega vill til að það verða einmitt 7 ferðalangar sem halda í téða för um miðjan janúar. Einhver kynni að draga þá ályktun að Magnús sé maður eigi vinsæll og ferðalöngum þyki blessun að fjarveru hans, en slíka ályktun myndi Jarlaskáldið að sjálfsögðu aldrei draga, til þess þyrfti barasta skítlegt eðli. Eflaust má rýna í þessar tölur um ókomna tíð og túlka í hinar og þessar áttir, en látum þetta duga að sinni.
Og að lokum má geta þess að nú eru aðeins 23 dagar í le Grand Buffet. Og 126 í eitthvað annað....