7-0
Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að ljúka. Smá recap:
Á föstudaginn var bókstaflega ekkert gert enda Skáldið þreytt eftir tvo ellefu tíma vinnudaga í röð. Ætlunin hafði líka hvort sem er verið sú að gera ekkert um helgina og það plan gekk því vel upp í fyrstu. Síðan tók að halla undan fæti...
Laugardagurinn byrjaði að vísu með svipuðum hætti, um tvöleytið hófust fjölmargir knattspyrnuleikir sem Skáldið fylgdist með í sjónvarpi og víðar og voru úrslit í þeim öllum afar ánægjuleg. Einkum voru það þó sigrar Liverpool, Frammara og Fimleikafélags Hafnarfjarðar sem glöddu Skáldið. Ekki það að Skáldinu sé sérstaklega hlýtt til Hafnfirðinga, en þegar þeir gera svona hluti hljóta allir góðir menn að fagna.
Um kvöldið var síðan fátt í spilunum, Skáldið horfði á sinn Popppunkt og gerði sig síður en svo líklegt til skemmtanaiðju, en ákvað þó að PPP loknum að heyra í Twistinum og athuga hvort eitthvað væri planað. Kvaðst hann vænta komu Magnúsar Blöndahl og væri meiningin síðar að kíkja í bæinn í bjór eða tvo. Þótti Skáldinu sem það hlyti að vera saklaus skemmtun og slóst því með í för. Var fyrsti viðkomustaður Blái barinn þar sem hver og einn gerði tveim ölkollum skil og allt enn með rólegasta móti. Vissum við svo af samkomu á Laugaveginum þar skammt frá og var ákveðið að líta þar við, svona aðallega fyrir kurteisissakir, enda vorum við Magnús nestislausir og birgðastaða Stefáns döpur. En það fór á annan veg en ætlað var.
Sem hefði svo sem ekki þurft að koma á óvart ef gestalisti þessarar samkomu hefði verið kannaður, hann skipuðu vínþyrstir menn og konur með afbrigðum sem létu okkur ekki komast upp með neitt múður heldur helltu í okkur brennivíninu eins og þau fengju borgað fyrir það. Varð því snemma ljóst að fögur fyrirheit um heilbrigði og ráðdeild þessa helgina væru fokin út í veður og vind, og því fátt annað að gera en að taka rækilega á því fyrst maður var fallinn. Fékk Skáldið einkar ógeðfellt SMS af þeim sökum frá ákveðnum aðila. Þú veist hver þú ert!
Einhverju síðar var búið að tæma síðustu bokkuna í húsinu og því ákveðið að leita út á lendur skemmtanalífsins. Fyrst var gerð tilraun við Ölstofuna en þar var röð svo Vegamót urðu ofan á. Þar var hið ágætasta stuð. Fyrir einhverra hluta sakir þótti Dúllaranum, sem var orðinn nokkuð rakur er hér var komið sögu, sem Jarlaskáldið væri heldur vanbúið til frekara skemmtanahalds og sá engin ráð önnur en að rífa sig úr skyrtunni og klæða Skáldið í hana. Enn skrýtnara var þó að Skáldið var hið sáttasta með þetta inngrip og spókaði sig glatt um í skyrtunni, sem var nota bene vel við vöxt enda stærðarmunur nokkur á umræddum aðilum.
Einhverju síðar ákvað stór hluti hópsins að gera aðra tilraun við Ölstofuna en við félagarnir töldum ráðlegra að halda á kunnuglegri slóðir. Ef minnið svíkur ekki tókst Magnúsi að notfæra sér ímyndaðan celebstatus sinn og troðast fram fyrir röð en við Stefán tókum slíkt að sjálfsögu ekki í mál, Hillsbororöðin er helmingurinn af ástæðunni fyrir því að maður endar alltaf þarna. Inni var síðan gleði að vanda, og eitthvað þekkti maður af fólki, en suma hefði kannski verið betra að þekkja ekki. Þannig er það stundum. Entumst við félagarnir mislengi, Magnús mun hafa týnst fyrstur, en við Stefán þraukuðum fram yfir fimm. Hélt þá Skáldið venju samkvæmt á Nonnann þar sem Nonni sjálfur sá um að brasa þennan líka gómsæta pepperonibátinn fyrir það. Hélt Skáldið þannig vopnað heimleiðis með leigara og átti á leiðinni heim í hrókasamræðum við dræverinn um byggðastefnu, einkum samgöngumál og línuívilnun. Það var aldeilis stuð. Heima var svo Ocean's Eleven skellt í tækið og sofnað yfir henni. Ganz prima!
Skyrtan bíður eiganda síns.
Dagurinn í dag hefur verið hefðbundinn, KFC upp úr hádegi, leti og ómennska þess utan. Horfði á villimennina og skíthælana eigast við í knattspyrnu, þeir stóðu undir nafni líkt og venjulega. Þegar maður horfir á svona leiki vonar maður nánast bara að einhver meiðist. Ljótt að segja það, en satt. Þessa stundina er Skáldið að spá hvort það eigi að horfa á Emmy verðlaunin, það hefur einhvern undarlegan áhuga á svona verðlaunahátíðum, þær eru alltaf langar og leiðinlegar en samt horfir Skáldið alltaf á þær, sefur svo í tvo tíma og vaknar í vinnuna. Ætli það endi ekki þannig. Svei...
Enn enginn bíll.
Það er ekki fallegt sem maður er lesa um sumt fólk. Hvað er nú þetta? Já, eða þetta!
114
Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að ljúka. Smá recap:
Á föstudaginn var bókstaflega ekkert gert enda Skáldið þreytt eftir tvo ellefu tíma vinnudaga í röð. Ætlunin hafði líka hvort sem er verið sú að gera ekkert um helgina og það plan gekk því vel upp í fyrstu. Síðan tók að halla undan fæti...
Laugardagurinn byrjaði að vísu með svipuðum hætti, um tvöleytið hófust fjölmargir knattspyrnuleikir sem Skáldið fylgdist með í sjónvarpi og víðar og voru úrslit í þeim öllum afar ánægjuleg. Einkum voru það þó sigrar Liverpool, Frammara og Fimleikafélags Hafnarfjarðar sem glöddu Skáldið. Ekki það að Skáldinu sé sérstaklega hlýtt til Hafnfirðinga, en þegar þeir gera svona hluti hljóta allir góðir menn að fagna.
Um kvöldið var síðan fátt í spilunum, Skáldið horfði á sinn Popppunkt og gerði sig síður en svo líklegt til skemmtanaiðju, en ákvað þó að PPP loknum að heyra í Twistinum og athuga hvort eitthvað væri planað. Kvaðst hann vænta komu Magnúsar Blöndahl og væri meiningin síðar að kíkja í bæinn í bjór eða tvo. Þótti Skáldinu sem það hlyti að vera saklaus skemmtun og slóst því með í för. Var fyrsti viðkomustaður Blái barinn þar sem hver og einn gerði tveim ölkollum skil og allt enn með rólegasta móti. Vissum við svo af samkomu á Laugaveginum þar skammt frá og var ákveðið að líta þar við, svona aðallega fyrir kurteisissakir, enda vorum við Magnús nestislausir og birgðastaða Stefáns döpur. En það fór á annan veg en ætlað var.
Sem hefði svo sem ekki þurft að koma á óvart ef gestalisti þessarar samkomu hefði verið kannaður, hann skipuðu vínþyrstir menn og konur með afbrigðum sem létu okkur ekki komast upp með neitt múður heldur helltu í okkur brennivíninu eins og þau fengju borgað fyrir það. Varð því snemma ljóst að fögur fyrirheit um heilbrigði og ráðdeild þessa helgina væru fokin út í veður og vind, og því fátt annað að gera en að taka rækilega á því fyrst maður var fallinn. Fékk Skáldið einkar ógeðfellt SMS af þeim sökum frá ákveðnum aðila. Þú veist hver þú ert!
Einhverju síðar var búið að tæma síðustu bokkuna í húsinu og því ákveðið að leita út á lendur skemmtanalífsins. Fyrst var gerð tilraun við Ölstofuna en þar var röð svo Vegamót urðu ofan á. Þar var hið ágætasta stuð. Fyrir einhverra hluta sakir þótti Dúllaranum, sem var orðinn nokkuð rakur er hér var komið sögu, sem Jarlaskáldið væri heldur vanbúið til frekara skemmtanahalds og sá engin ráð önnur en að rífa sig úr skyrtunni og klæða Skáldið í hana. Enn skrýtnara var þó að Skáldið var hið sáttasta með þetta inngrip og spókaði sig glatt um í skyrtunni, sem var nota bene vel við vöxt enda stærðarmunur nokkur á umræddum aðilum.
Einhverju síðar ákvað stór hluti hópsins að gera aðra tilraun við Ölstofuna en við félagarnir töldum ráðlegra að halda á kunnuglegri slóðir. Ef minnið svíkur ekki tókst Magnúsi að notfæra sér ímyndaðan celebstatus sinn og troðast fram fyrir röð en við Stefán tókum slíkt að sjálfsögu ekki í mál, Hillsbororöðin er helmingurinn af ástæðunni fyrir því að maður endar alltaf þarna. Inni var síðan gleði að vanda, og eitthvað þekkti maður af fólki, en suma hefði kannski verið betra að þekkja ekki. Þannig er það stundum. Entumst við félagarnir mislengi, Magnús mun hafa týnst fyrstur, en við Stefán þraukuðum fram yfir fimm. Hélt þá Skáldið venju samkvæmt á Nonnann þar sem Nonni sjálfur sá um að brasa þennan líka gómsæta pepperonibátinn fyrir það. Hélt Skáldið þannig vopnað heimleiðis með leigara og átti á leiðinni heim í hrókasamræðum við dræverinn um byggðastefnu, einkum samgöngumál og línuívilnun. Það var aldeilis stuð. Heima var svo Ocean's Eleven skellt í tækið og sofnað yfir henni. Ganz prima!
Skyrtan bíður eiganda síns.
Dagurinn í dag hefur verið hefðbundinn, KFC upp úr hádegi, leti og ómennska þess utan. Horfði á villimennina og skíthælana eigast við í knattspyrnu, þeir stóðu undir nafni líkt og venjulega. Þegar maður horfir á svona leiki vonar maður nánast bara að einhver meiðist. Ljótt að segja það, en satt. Þessa stundina er Skáldið að spá hvort það eigi að horfa á Emmy verðlaunin, það hefur einhvern undarlegan áhuga á svona verðlaunahátíðum, þær eru alltaf langar og leiðinlegar en samt horfir Skáldið alltaf á þær, sefur svo í tvo tíma og vaknar í vinnuna. Ætli það endi ekki þannig. Svei...
Enn enginn bíll.
Það er ekki fallegt sem maður er lesa um sumt fólk. Hvað er nú þetta? Já, eða þetta!
114