Heimtur úr helju
Já, lesendur góðir, Jarlaskáldið hafði betur í baráttu sinni við pestir og sóttir, þó tæpt hafi staðið um tíma. Það var ekki fyrr en á föstudagskvöldið sem Skáldið tók að hressast og hafði þá misst þrjá daga úr vinnu, vinnuveitendum eflaust til mikillar sorgar. Reyndar tókst Skáldinu að afreka ýmislegt þessa daga, tók t.d. til í herberginu sínu og fundust margir dýrgripir við moksturinn sem höfðu fyrir löngu verið taldir glataðir að eilífu. Auk þess hefur geisladiskabrennarinn aldeilis fengið að vinna fyrir kaupinu sínu, svo ekki sé talað um blessað sjónvarpstækið.
Á föstudagskvöldið var Skáldinu svo boðið í innflutningspartý hjá Dengsgrími og frú hans, en þau eru einmitt nýflutt inn í gamla mjólkurbúð. Hinn ágætasti kofi, og var boðið upp á góðar veitingar, bæði votar og þurrar, en sakir undangenginna veikinda hélt Jarlaskáldið sig bara við Mixið. Í teiti þessari var fjöldi fólks og þekkti Skáldið m.a.s. suma og átti við þá gagnlegar samræður í bland við gamanmál. Heim var Skáldið svo komið um miðnætti og fer ekki meiri sögum af því kvöldinu.
Laugardagur fór venju samkvæmt í leti fram eftir degi, og var það bara prýðilegt. Jarlaskáldið fagnaði endurkomu Popppunkts um kvöldið og ekki síður tapi Hnakkanna. Lengi vel leit allt út fyrir að þetta yrði önnur helgin í röð sem Skáldið léti lendur skemmtanalífsins í friði, en það fór víst á annan veg. Um ellefuleytið hafði Stefán Twist samband og var þá staddur í nálægu húsi við Skáldið. Kvað hann nokkra gleði vera í gangi og varð niðurstaða samtalsins sú að Skáldið hélt til fundar við pilt. Hafi Skáldið gert sér vonir um að hitta þar fyrir íðilfagrar yngismeyjar hurfu þær eins og dögg fyrir sólu þegar á staðinn var komið, því að Stefáni frátöldum voru gestir allir karlkyns á aldrinum 40-70 ára, þar að auki flestir á sundskýlu einni fata drekkandi öl í heitum potti. Skáldið lét það lítið á sig fá enda er stundum barasta fínt að hafa ekkert kvenkyns á svæðinu, samræður eiga það til að verða heldur berorðari við þær aðstæður, en þær snerust vitaskuld að mestum hluta um bíla og fótbolta. Ekki sakaði heldur að hafa Súkkat á fóninum, karlmannleg tónlist það.
Þegar komið var þónokkuð yfir miðnætti var svo ákveðið að halda niður á láglendið og á lendur skemmtanalífsins. Var fyrsti viðkomustaður Thorvaldsen, því miður var engin röð þar því Stebbi þekkti einhvern í dyrunum sem hefði getað reddað okkur fram fyrir. Inni var hin ágætasta síldartunnustemmning en ekki þekkti Skáldið deili á mörgum svo stoppið varð eigi langt. Ákveðið var að leita næst fanga á heimavellinum og var röðin bara bærilega löng, en því miður lítil stemmning fyrir Hillsborofíling þrátt fyrir viðleitni okkar Stefáns í þá átt. Innan dyra var svo fjölmennt og jafnvel góðmennt, t.d. var allt kvennalandsliðið í fótbolta á svæðinu, en þær virtu okkur Stefán ekki viðlits. Kunna greinilega ekki gott að meta þessar stelpur, þ.e.a.s. þær sem ekki eru haldnar kynvillu.
Heim var svo haldið í fyrra fallinu en að sjálfsögðu ekki fyrr en Nonninn hafði verið heimsóttur. Skáldið gerði sér lítið fyrir og keypti tvo Nonnabita, einn kjúklinga og einn pepperoni, og hélt sælt og glatt heimleiðis með þá. Pepperonibáturinn gerði góða hluti þegar heim var komið og Simpsons fór að rúlla í tækinu, og kjúklingabáturinn gerði ekki síðri hluti þegar Skáldið skreið á lappir í dag. Dagurinn í dag fór líka í leti.
Mikið verður gaman að vakna á morgun....
Já, lesendur góðir, Jarlaskáldið hafði betur í baráttu sinni við pestir og sóttir, þó tæpt hafi staðið um tíma. Það var ekki fyrr en á föstudagskvöldið sem Skáldið tók að hressast og hafði þá misst þrjá daga úr vinnu, vinnuveitendum eflaust til mikillar sorgar. Reyndar tókst Skáldinu að afreka ýmislegt þessa daga, tók t.d. til í herberginu sínu og fundust margir dýrgripir við moksturinn sem höfðu fyrir löngu verið taldir glataðir að eilífu. Auk þess hefur geisladiskabrennarinn aldeilis fengið að vinna fyrir kaupinu sínu, svo ekki sé talað um blessað sjónvarpstækið.
Á föstudagskvöldið var Skáldinu svo boðið í innflutningspartý hjá Dengsgrími og frú hans, en þau eru einmitt nýflutt inn í gamla mjólkurbúð. Hinn ágætasti kofi, og var boðið upp á góðar veitingar, bæði votar og þurrar, en sakir undangenginna veikinda hélt Jarlaskáldið sig bara við Mixið. Í teiti þessari var fjöldi fólks og þekkti Skáldið m.a.s. suma og átti við þá gagnlegar samræður í bland við gamanmál. Heim var Skáldið svo komið um miðnætti og fer ekki meiri sögum af því kvöldinu.
Laugardagur fór venju samkvæmt í leti fram eftir degi, og var það bara prýðilegt. Jarlaskáldið fagnaði endurkomu Popppunkts um kvöldið og ekki síður tapi Hnakkanna. Lengi vel leit allt út fyrir að þetta yrði önnur helgin í röð sem Skáldið léti lendur skemmtanalífsins í friði, en það fór víst á annan veg. Um ellefuleytið hafði Stefán Twist samband og var þá staddur í nálægu húsi við Skáldið. Kvað hann nokkra gleði vera í gangi og varð niðurstaða samtalsins sú að Skáldið hélt til fundar við pilt. Hafi Skáldið gert sér vonir um að hitta þar fyrir íðilfagrar yngismeyjar hurfu þær eins og dögg fyrir sólu þegar á staðinn var komið, því að Stefáni frátöldum voru gestir allir karlkyns á aldrinum 40-70 ára, þar að auki flestir á sundskýlu einni fata drekkandi öl í heitum potti. Skáldið lét það lítið á sig fá enda er stundum barasta fínt að hafa ekkert kvenkyns á svæðinu, samræður eiga það til að verða heldur berorðari við þær aðstæður, en þær snerust vitaskuld að mestum hluta um bíla og fótbolta. Ekki sakaði heldur að hafa Súkkat á fóninum, karlmannleg tónlist það.
Þegar komið var þónokkuð yfir miðnætti var svo ákveðið að halda niður á láglendið og á lendur skemmtanalífsins. Var fyrsti viðkomustaður Thorvaldsen, því miður var engin röð þar því Stebbi þekkti einhvern í dyrunum sem hefði getað reddað okkur fram fyrir. Inni var hin ágætasta síldartunnustemmning en ekki þekkti Skáldið deili á mörgum svo stoppið varð eigi langt. Ákveðið var að leita næst fanga á heimavellinum og var röðin bara bærilega löng, en því miður lítil stemmning fyrir Hillsborofíling þrátt fyrir viðleitni okkar Stefáns í þá átt. Innan dyra var svo fjölmennt og jafnvel góðmennt, t.d. var allt kvennalandsliðið í fótbolta á svæðinu, en þær virtu okkur Stefán ekki viðlits. Kunna greinilega ekki gott að meta þessar stelpur, þ.e.a.s. þær sem ekki eru haldnar kynvillu.
Heim var svo haldið í fyrra fallinu en að sjálfsögðu ekki fyrr en Nonninn hafði verið heimsóttur. Skáldið gerði sér lítið fyrir og keypti tvo Nonnabita, einn kjúklinga og einn pepperoni, og hélt sælt og glatt heimleiðis með þá. Pepperonibáturinn gerði góða hluti þegar heim var komið og Simpsons fór að rúlla í tækinu, og kjúklingabáturinn gerði ekki síðri hluti þegar Skáldið skreið á lappir í dag. Dagurinn í dag fór líka í leti.
Mikið verður gaman að vakna á morgun....