Jarlaskáldið snýr blaðinu við
Það er ekki laust við að Jarlaskáldið hafi fengið undarlegt augnaráð frá ýmsum samferðamanna sinna um helgina. Er nokkur saga að útskýra tilurð þess.
Föstudagurinn og sérstaklega kvöldið munu seint rata í sögubækurnar hvað Skáldið varðar. Í vinnunni var reyndar nóg að gera og í ofanálag fékk Skáldið nokkra launahækkun og rætt um að það fengi jafnvel eilitla stöðuhækkun á næstunni. Ekki svo illa af sér vikið eftir aðeins vikutíma "on the job". Kvöldið fór síðan ágætlega af stað enda Simpsons í sjónvarpinu, Skáldið tók að sjálfsögðu þáttinn upp enda eru þeir bráðnauðsynlegir seint á næturna og stundum snemma á morgnana þegar Skáldið mætir heim af djamminu með Hlölla ellegar Nonna í hönd. Leiðin lá síðan niður á við eftir Simpsons. Skáldið hafði planað að glápa á myndina um Elling sem auglýst var á dagskrá Stöðvar 2 en í stað hennar var einhverra hluta vegna sýnd sú annars ágæta mynd Naked Gun. Á hana glápti Skáldið s.s. og það EKKI í fyrsta skipti. Þegar hr. Nielsen hafði lokið sér af ætlaði Skáldið að gera eitthvað en hætti svo við. Svo ætlaði það að gera eitthvað annað en úr því varð ekkert. Því næst datt því eitthvað annað í hug að gera en varð svo ekkert úr verki. Eftir allt þetta maus var Skáldið svo orðið dauðsyfjað og skellti sér því bara í háttinn. Að vísu hringdi frk. Védís eilítið slompuð í Skáldið um svipað leyti af Hverfisbarnum og kvartaði sáran undan fjarveru þess en annars varð ferðin inn í draumalandið hnökralaus.
Skáldið vaknaði svo bara hresst í bragði (sem er ágætis tilbreyting) um hádegisbil á laugardeginum og dreif sig strax í verkefni dagsins, sem var að kaupa sér fótboltaskó. Skáldið hefur sem kunnugt er ekki snefil af verslunarmótstöðu þegar kræfir sölumenn eiga í hlut og gekk því tólfþúsund krónum fátækara með silfurlitaða og rauða Adidasskó í farteskinu út úr Útilífi stuttu síðar. Þeir eiga víst nánast að sjá um að skora fyrir mann, eða ættu a.m.k. að gera það fyrir þennan pening. Fyrst Skáldið var statt í Skeifunni gat það síðan ekki annað en komið við á rómuðum veitingastað er þar er til húsa og ekki ætti að þurfa að nafngreina.
Ekki bar svo fleira til tíðinda fyrr en um hálfsexleytið en þá var Skáldið mætt í nýju skónum upp í Kópavog hvar Eyjólfur bauð til fótboltagláps, en þar voru auk hans staddir þeir Stefán, Gústi og hr. Níels (sem ekki skyldi rugla við hr. Nielsen). Höfðu þeir félagar áfengi um hönd en Skáldið ekki og var gys gert að Skáldinu af þeim sökum. Var svo næstu tveimur tímum eytt í að koma með gáfulegar athugasemdir um knattspyrnu auk sjálfs glápsins en að leik loknum hélt Skáldið heimleiðis og skildi drengina eftir við drykkjuna.
Ekki var lengi dvalið á heimaslóðum heldur haldið að nýju í Kópavoginn upp úr níu þar sem þeir piltar sátu enn að drykkju. Reyndar hafði heldur fjölgað í kotinu og átti eftir að fjölga en sá galli var á gjöf Njarðar að sumra mati að enginn hinna viðbættu var undir áhrifum né hafði hug á því. Jarlaskáldið meðtalið, sem þótti einna skrýtnast, og útskýrast hin undarlegu augnaráð hér með. Fór þessi samkoma því prúðmannlega fram þar eð ríflega helmingur var í eðlilegu ástandi (þó sumir hafi lýst efasemdum um að ástand Jarlaskáldsins hafi verið því eðlilegt). Reyndar þóttu þeir Eyjólfur, Gústi og hr. Níels eyða grunsamlega löngum tíma saman inni í svefnherbergi en Skáldið vill ekki einu sinni ímynda sér hvað þar fór fram. Svo fór að lokum að Skáldið lét sig hverfa heim á leið á tólfta tímanum og gerði þar heiðarlega tilraun til sjónvarpsgláps án teljandi árangurs svo það var fljótlega lagst í flet sitt. Reyndar hringdi í það drukkin manneskja af hinu kyninu um svipað leyti og saknaði Skálds síns, en það virðist ekki bregðast að þá sjaldan Skáldið heldur sig heima við um helgar að í það hringja ólíklegustu aðilar, jafnan vel drukknir, og heimta að Skáldið sýni sig í bænum. Það væri nú gaman ef eftirspurnin væri jafnmikil þegar maður sýnir sig þar, segi ekki meira...
Sunnudagurinn hefur að mestu farið í leti og ómennsku enda til þess gerður, en Skáldinu bárust þó þær góðar fréttir um miðjan dag að fröken Hrafnhildi hafði þá nýlega tekist að fjölga mannkyninu með 17 marka og 51 sentimetra langri stúlku, sendir Jarlaskáldið þeim hjónaleysum Hrafnhildi og Elvari hamingjuóskir sínar af því tilefni. Einnig þykir Skáldinu ástæða til að hrósa Hrafnhildi fyrir að fresta fæðingunni um einn dag (átti víst að fæða í gær samkvæmt vísindalegum rannsóknum) svo að Elvar gæti horft á leikinn, hann er sko lukkunnar pamfíll með slíka konu sér við hlið.
Þess má til gamans geta að nú eru aðeins 129 dagar þangað til Skáldið fer til Ítalíu við sjöunda mann. Þess má einnig geta að Magnús Blöndahl verður ekki í þeim hópi. Óheppinn.
Það er ekki laust við að Jarlaskáldið hafi fengið undarlegt augnaráð frá ýmsum samferðamanna sinna um helgina. Er nokkur saga að útskýra tilurð þess.
Föstudagurinn og sérstaklega kvöldið munu seint rata í sögubækurnar hvað Skáldið varðar. Í vinnunni var reyndar nóg að gera og í ofanálag fékk Skáldið nokkra launahækkun og rætt um að það fengi jafnvel eilitla stöðuhækkun á næstunni. Ekki svo illa af sér vikið eftir aðeins vikutíma "on the job". Kvöldið fór síðan ágætlega af stað enda Simpsons í sjónvarpinu, Skáldið tók að sjálfsögðu þáttinn upp enda eru þeir bráðnauðsynlegir seint á næturna og stundum snemma á morgnana þegar Skáldið mætir heim af djamminu með Hlölla ellegar Nonna í hönd. Leiðin lá síðan niður á við eftir Simpsons. Skáldið hafði planað að glápa á myndina um Elling sem auglýst var á dagskrá Stöðvar 2 en í stað hennar var einhverra hluta vegna sýnd sú annars ágæta mynd Naked Gun. Á hana glápti Skáldið s.s. og það EKKI í fyrsta skipti. Þegar hr. Nielsen hafði lokið sér af ætlaði Skáldið að gera eitthvað en hætti svo við. Svo ætlaði það að gera eitthvað annað en úr því varð ekkert. Því næst datt því eitthvað annað í hug að gera en varð svo ekkert úr verki. Eftir allt þetta maus var Skáldið svo orðið dauðsyfjað og skellti sér því bara í háttinn. Að vísu hringdi frk. Védís eilítið slompuð í Skáldið um svipað leyti af Hverfisbarnum og kvartaði sáran undan fjarveru þess en annars varð ferðin inn í draumalandið hnökralaus.
Skáldið vaknaði svo bara hresst í bragði (sem er ágætis tilbreyting) um hádegisbil á laugardeginum og dreif sig strax í verkefni dagsins, sem var að kaupa sér fótboltaskó. Skáldið hefur sem kunnugt er ekki snefil af verslunarmótstöðu þegar kræfir sölumenn eiga í hlut og gekk því tólfþúsund krónum fátækara með silfurlitaða og rauða Adidasskó í farteskinu út úr Útilífi stuttu síðar. Þeir eiga víst nánast að sjá um að skora fyrir mann, eða ættu a.m.k. að gera það fyrir þennan pening. Fyrst Skáldið var statt í Skeifunni gat það síðan ekki annað en komið við á rómuðum veitingastað er þar er til húsa og ekki ætti að þurfa að nafngreina.
Ekki bar svo fleira til tíðinda fyrr en um hálfsexleytið en þá var Skáldið mætt í nýju skónum upp í Kópavog hvar Eyjólfur bauð til fótboltagláps, en þar voru auk hans staddir þeir Stefán, Gústi og hr. Níels (sem ekki skyldi rugla við hr. Nielsen). Höfðu þeir félagar áfengi um hönd en Skáldið ekki og var gys gert að Skáldinu af þeim sökum. Var svo næstu tveimur tímum eytt í að koma með gáfulegar athugasemdir um knattspyrnu auk sjálfs glápsins en að leik loknum hélt Skáldið heimleiðis og skildi drengina eftir við drykkjuna.
Ekki var lengi dvalið á heimaslóðum heldur haldið að nýju í Kópavoginn upp úr níu þar sem þeir piltar sátu enn að drykkju. Reyndar hafði heldur fjölgað í kotinu og átti eftir að fjölga en sá galli var á gjöf Njarðar að sumra mati að enginn hinna viðbættu var undir áhrifum né hafði hug á því. Jarlaskáldið meðtalið, sem þótti einna skrýtnast, og útskýrast hin undarlegu augnaráð hér með. Fór þessi samkoma því prúðmannlega fram þar eð ríflega helmingur var í eðlilegu ástandi (þó sumir hafi lýst efasemdum um að ástand Jarlaskáldsins hafi verið því eðlilegt). Reyndar þóttu þeir Eyjólfur, Gústi og hr. Níels eyða grunsamlega löngum tíma saman inni í svefnherbergi en Skáldið vill ekki einu sinni ímynda sér hvað þar fór fram. Svo fór að lokum að Skáldið lét sig hverfa heim á leið á tólfta tímanum og gerði þar heiðarlega tilraun til sjónvarpsgláps án teljandi árangurs svo það var fljótlega lagst í flet sitt. Reyndar hringdi í það drukkin manneskja af hinu kyninu um svipað leyti og saknaði Skálds síns, en það virðist ekki bregðast að þá sjaldan Skáldið heldur sig heima við um helgar að í það hringja ólíklegustu aðilar, jafnan vel drukknir, og heimta að Skáldið sýni sig í bænum. Það væri nú gaman ef eftirspurnin væri jafnmikil þegar maður sýnir sig þar, segi ekki meira...
Sunnudagurinn hefur að mestu farið í leti og ómennsku enda til þess gerður, en Skáldinu bárust þó þær góðar fréttir um miðjan dag að fröken Hrafnhildi hafði þá nýlega tekist að fjölga mannkyninu með 17 marka og 51 sentimetra langri stúlku, sendir Jarlaskáldið þeim hjónaleysum Hrafnhildi og Elvari hamingjuóskir sínar af því tilefni. Einnig þykir Skáldinu ástæða til að hrósa Hrafnhildi fyrir að fresta fæðingunni um einn dag (átti víst að fæða í gær samkvæmt vísindalegum rannsóknum) svo að Elvar gæti horft á leikinn, hann er sko lukkunnar pamfíll með slíka konu sér við hlið.
Þess má til gamans geta að nú eru aðeins 129 dagar þangað til Skáldið fer til Ítalíu við sjöunda mann. Þess má einnig geta að Magnús Blöndahl verður ekki í þeim hópi. Óheppinn.