« Home | Miðvikublogg ið tuttugastaogáttunda Síðustu þrír ... » | Atvinnuleysi, jeppaferðir og djamm Það er orðið n... » | Grill og menning Það dró til tíðinda þessa helgin... » | Einn í kotinu Jarlaskáldið ber sig aumlega þessa ... » | Af pervertinum Snorra Bergþórssyni Það fór líkt o... » | Ha, bara heima? Mikið rétt, Jarlaskáldið er baras... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogsjöunda Það byrjaði u... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogsjötta „Ég er að fara... » | Landmannalaugar og Þjórsárdalur Það fór eins og J... » | Skorinn, marinn og blár Jarlaskáldið varð fyrir l... » 

þriðjudagur, september 02, 2003 

Sumarið var tíminn

Það hefur nú eitt og annað verið brallað síðan síðast, látum oss nú sjá:

Fyrsta mál á dagskrá, Jarlaskáldið er komið með vinnu. Ekki góða vinnu, né vel borgaða, en vinnu altént. En þetta er ekkert vinnublogg, nenni ekki að skrifa meira um það.

Skáldið er búið að staðfesta Ítalíuferð 14.-24. janúar og borga 16.000 kall af þeim sökum. Money well spent.

Á föstudaginn þóttist Jarlaskáldið ekki til stórræðanna og úr varð að það fór í félagi við Twistinn í kvikmyndahús á þá ágætu mynd American Pie: The Wedding, eða Stiflerinn, eins og okkur er nú tamara að segja. Stóðst myndin allar okkar væntingar og jafnvel rúmlega það, enda er Stiflerinn í stóru hlutverki og fer á kostum. Alveg óhætt að henda heilum 73 stjörnum af 100 mögulegum á hana þessa.

Á laugardaginn skellti Skáldið sér svo austur fyrir fjall og alla leið í Úthlíð ásamt öðrum fyllibyttum í bústað flugumferðarstjóra, sem félagi vor Dengsi hafði leigt. Fór þessi sumarbústaðarferð fram eftir öllum kúnstarinnar reglum, grill, pottur, spil, bjór og annað tilheyrandi, auk þess sem aumingjabloggarinn var ótæmandi uppspretta brandara einkum fyrir þær sakir að hafa skrópað. Það var síðan þónokkur þokumugga í gangi á sunnudaginn, svo slæm reyndar að Skáldið hafði ekki sinni lyst á KFC. Er þá fokið í flest...

Þess má reyndar geta að Skáldið fór á KFC í kvöld til að bæta fyrir misgjörðir sínar.

Enn einu sinni er kominn tími á að hreinsa til í bloggaralistanum. Sjonni hefur verið dæmdur sekur um aumingjablogg og verður því hent út í ystu myrkur. Svo eru nokkrir sem þyrftu að fara að vara sig. Í stað Sjonnans kynnir Skáldið til sögunnar þau sæmdarhjónaleysi Ármann og Ásu sem hafið hafa blogg, eða a.m.k. vísi að bloggi. Vonandi standa þau sig vel og forðast allt aumingjablogg. Einnig hefur Skáldsins gamli magister, bloggari dauðans, fengið sinn gamla sess að nýju.

Í kvöld tók Jarlaskáldið einnig afdrifaríka ákvörðun sem gæti reynst allt annað en hægðarleikur að standa við. En það má alltaf reyna, sérstaklega þar sem enginn veit hver ákvörðunin var, þá tekur enginn eftir því þegar maður klikkar. Úbbs, það er víst einn sem veit af þessu. Ekki segja neinum!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates