Einn í kotinu
Jarlaskáldið ber sig aumlega þessa dagana. Ekki eru það sóttir, hvort heldur geðrænar né líkamlegar sem herja á Skáldið, heldur er það einveran. Jú, Skáldið er eitt á báti nú um stundir, bæði gömlu hjónin og litla systir hafa flúið land og skilið aumingja Skáldið eitt og eftirlitslaust eftir heima. Reyndar ekki alveg rétt, hér eru bæði páfagaukur og kanína, en telst það með? Ekki elda þau matinn, hvað þá vaska upp, hvort tveggja listir sem vart eru á færi Skáldsins! Það má því búast við að gömlu hjónin komi að skítugum kofanum fullum af pizzakössum eftir rúma viku, þar eð Dominos voru einir um að sjá aumur á Skáldinu, ekki bara megavika, heldur GÍGAvika! Að vísu ber Skáldið enn þá von í brjósti að einhver góðhjörtuð stúlka taki Skáldið að sér þessa daga með eldamennsku og þrifum en er að verða úrkula vonar eftir ítrekaðar neitanir. Hvar er samhjálpin í þessum heimi?
Í öðrum fréttum er, ja, fátt merkilegt. Jarlaskáldið stundar enn vinnu sína (Hvar er Jarlaskáldið?) á Nesjavöllunum ásamt fimm vitleysingum, en eftir næstu viku stefnir í að Skáldið verði enn einu sinni atvinnulaus aumingi. Það er reyndar hlutverk sem Skáldið kann vel og líkar vel en eftir að hafa ráðfært sig við fjármálaráðgjafa hefur Skáldið komist að því að líklega væri heppilegt að fara að svipast um eftir annarri vinnu. Sumsé, ef einhver lesenda veit af vinnu fyrir eins og eitt lítið Jarlaskáld er honum velkomið að benda Skáldinu á það. Ekkert leiðinlegt samt, né illa borgað. Fékk nóg af því síðasta vetur.
Skáldið lætur þetta duga í bili, bara meira bull á morgun. Jú, eitt. Skáldið býður stelpuna velkomna aftur í hóp lifenda í bloggheimum, og hlakkar mjög til að lesa þar sögur af klósettferðum í framtíðinni. Lifið heil!
Jarlaskáldið ber sig aumlega þessa dagana. Ekki eru það sóttir, hvort heldur geðrænar né líkamlegar sem herja á Skáldið, heldur er það einveran. Jú, Skáldið er eitt á báti nú um stundir, bæði gömlu hjónin og litla systir hafa flúið land og skilið aumingja Skáldið eitt og eftirlitslaust eftir heima. Reyndar ekki alveg rétt, hér eru bæði páfagaukur og kanína, en telst það með? Ekki elda þau matinn, hvað þá vaska upp, hvort tveggja listir sem vart eru á færi Skáldsins! Það má því búast við að gömlu hjónin komi að skítugum kofanum fullum af pizzakössum eftir rúma viku, þar eð Dominos voru einir um að sjá aumur á Skáldinu, ekki bara megavika, heldur GÍGAvika! Að vísu ber Skáldið enn þá von í brjósti að einhver góðhjörtuð stúlka taki Skáldið að sér þessa daga með eldamennsku og þrifum en er að verða úrkula vonar eftir ítrekaðar neitanir. Hvar er samhjálpin í þessum heimi?
Í öðrum fréttum er, ja, fátt merkilegt. Jarlaskáldið stundar enn vinnu sína (Hvar er Jarlaskáldið?) á Nesjavöllunum ásamt fimm vitleysingum, en eftir næstu viku stefnir í að Skáldið verði enn einu sinni atvinnulaus aumingi. Það er reyndar hlutverk sem Skáldið kann vel og líkar vel en eftir að hafa ráðfært sig við fjármálaráðgjafa hefur Skáldið komist að því að líklega væri heppilegt að fara að svipast um eftir annarri vinnu. Sumsé, ef einhver lesenda veit af vinnu fyrir eins og eitt lítið Jarlaskáld er honum velkomið að benda Skáldinu á það. Ekkert leiðinlegt samt, né illa borgað. Fékk nóg af því síðasta vetur.
Skáldið lætur þetta duga í bili, bara meira bull á morgun. Jú, eitt. Skáldið býður stelpuna velkomna aftur í hóp lifenda í bloggheimum, og hlakkar mjög til að lesa þar sögur af klósettferðum í framtíðinni. Lifið heil!