Atvinnuleysi, jeppaferðir og djamm
Það er orðið nokkuð síðan Jarlaskáldið ritaði hér frásagnir af sjálfu sér og tími til kominn að gera þar bragarbót á. Þessi pistill gæti orðið langur, sjáum hvað setur.
Það verður seint hægt að saka Jarlaskáldið um of mikla framleiðni í vinnunni í síðustu viku. Var Skáldið þá eitt orðið eftir ásamt Meistaranum á Nesjavöllunum og gerði í sem stystu máli ekki neitt, a.m.k. ekkert af viti, nema á miðvikudaginn þegar Skáldið fór við sjötta mann í ógurlegan rollurekstur. Föstudagurinn var líka helvíti góður, því þá át Skáldið væna böku á Pizza 67 í Hveragerði á kostnað Don Alfredo. Doninn sér um sína. Um fimmleytið stimplaði svo Skáldið sig út og varð med det samme atvinnulaus aumingi. Sem er bara ágætt, a.m.k. um stundarsakir, en líklega neyðist Skáldið til þess að fara að svipast um eftir vinnu fljótlega, ástandið í peningamálunum er ekki beint til fyrirmyndar. Þannig að ef þú, lesandi góður, veist um hressandi, skemmtilega, vel borgaða og umfram allt auðvelda vinnu mættir þú endilega hafa samband. Ekki fyrir hádegi samt.
Föstudagskvöldinu eyddi Skáldið í ýmsa iðju, og merkilegt nokk kom áfengi þar hvergi við sögu. Mestur tíminn fór í að grúska í nýja ferðageislaspilaranum sem móðir Skáldsins færði því við heimkomu frá útlöndum, er það mikil græja og merkileg, en mestu skiptir að henni fylgdi hugbúnaður sem gerir manni kleift að koma ca. 300 lögum fyrir á einum geisladiski. Sæmilegt það. Var Skáldið svo komið í bælið um hálftvöleytið en gekk illa að festa svefn, bæði sakir jarðhræringa, sms-sendinga og símtala frá drukknu fólki. Sofnaði líklega um fimm, og ekki varð svefninn langur...
...því Skáldið vaknaði strax um áttaleytið. Var ástæðan líkt og oft áður sú að fyrir dyrum stóð jeppaferð, var meiningin að aka vítt og breitt um Fjallabak og enda förina á því að hjóla í Strútslaug og liggja þar ofan í um stund. Á tíunda tímanum mættu þeir Vignir og herra Andrésson á sínum fjallabílum í Kleifarselið og ásamt þeim frú Andrésson, Snorri pervert og Stefán Twist. Skáldið kom sér fyrir aftur í hjá Vigni ásamt Twistinum og var síðan ekið sem leið lá í pestarbæli það er Selfoss nefnist hvar bílum var gefið að drekka og nesti keypt auk þess komið var við í mjólkurbúðinni. Lá svo leiðin áfram austur og norður Landveginn uns komið var að Landmannaleið. Þar var hleypt úr dekkjum og fljótlega eftir það tók alvaran við. Fyrsta fjörið fólst í því að aka eins hátt upp í Heklu og mögulegt var, sem er alllangt. Því næst ókum við svokallaða Krakatindsleið, sem reyndist hinn mesti krákustígur á köflum. Á miðri leið þótti ráðlegt að bjarga hjólunum sem voru aftan í Súkkunni og börðust utan í grjót og steina, kom þá í ljós að annað dekkið á hjólinu hans Vignis var brætt í sundur út af pústinu. Gaman. Var því bætt hjóli á pallinn hjá Andréssyni og síðan ekið áfram. Næsti viðkomustaður var við Álftavatn, þar var nær mannlaust og fátt annað gert en að rita í gestabókina. Áfram lá leiðin í austurátt, framhjá Hvanngili og yfir Mælifellssand uns komið var að Mælifelli en þar beygðum við inn að Skófluklifi. Þar voru hjólin svo loks brúkuð, nema náttúrulega hjólið hans Vignis, hann labbaði. Hjólatúrinn inn í Strútslaug tók ca. hálftíma og tókst flestum að detta a.m.k. einu sinni á leiðinni, með mismiklum tilþrifum þó. Líklega átti frú Andrésson flottustu tilþrifin, en af þeim missti Skáldið því miður. Þeir sem þau sáu segja að stúlkan hafi sýnt góða takta.
Það var síðan ansi ljúft að komast ofan í laugina á leiðarenda. Eftir nokkra stund byrjaði síðan að rigna og það hressilega svo við komum okkur upp úr og hjóluðum til baka, nema frú Andrésson, hún lánaði Vigni hjólið sitt en gekk sjálf, minnug ófaranna á leiðinni. Leiðin til baka var keimlík þeirri fyrri og fátt meira um það að segja. Þegar við komum svo aftur að bílunum tók Snorri pervert af skarið, náði sér í öl og hóf að teyga. Það hefði að sjálfsögðu verið argasta ókurteisi að láta manninn drekka einan svo Skáldið og Stefán fylgdu fljótlega í kjölfarið. Því fylgja oft kostir að vera farþegi.
Næsta mál á dagskrá var að grilla, var það gjört við skálann sem var harðlæstur. Brögðuðust pylsurnar prýðilega. Að áti loknu var svo kominn tími á heimferð. Ókum við Mælifellssandinn til baka og hittum þar fyrir gamlan kall að prófa nýja fína jeppann sinn, rammvilltur að sjálfsögðu svo við leyfðum honum að verða okkur samferða í siðmenninguna, var farin leiðin niður í Emstrur og þaðan Fljótshlíð í því skyni. Á heimleiðinni grynnkaði nokkuð á birgðunum úr mjólkurbúðinni og fór Snorri pervert þar fremstur í flokki, leikinn var hinn ágæti partýdiskur „Þórsmörk 2003“ og vel tekið undir. Var sú ákvörðun að lokum tekin að halda skralli þessu áfram á heimaslóðum og bauðst pervertinn til að halda teiti í því skyni í Kópavoginum, og það sem meira var, að koma okkur í teiti hjá vinkonu litlu systur sinnar þar sem von var á að hitta fjöldann allan af gjafvaxta stúlkum. Fyrst fóru menn til heimila sinna og komu sér í gleðskapargallann og um ellefuleytið mætti frk. Alda á svæðið, hafði fengið Hildi litlu systur, a.k.a. Phil Neville, til þess að skutla sér og öðrum fyllibyttum upp í Kópavoginn. Greinilega dagur litlu systranna.
Í Kópavoginum var hin ágætasta stemmning, en stutt varð stoppið þar þar eð stúlkurnar biðu óðar og uppvægar í Bústaðahverfinu. Þjálfinn mætti á svæðið og það edrú svo hann var fenginn til að skutla liðinu. Í Bústaðahverfinu var okkur svo tekið með kostum og kynjum, enda skemmtilegt fólk með afbrigðum, en því miður var bjórinn í dælunni búinn. Engu að síður varð skemmtun talsverð, ef undan er skilinn þáttur Fitubollu Frussdal Samfylkingarmanns, sem reyndi af veikum mætti að sannfæra kommúnistann Jarlaskáldið og frjálshyggjuvarginn Stefán um ágæti síns flokks. Án árangurs. Þurfti litla systir pervertsins að skerast í leikinn þegar stefndi í handalögmál, sem var líklega best fyrir Fitubollu Frussdal, hún var tæplega í ástandi til slíks.
Þegar nokkuð var á nótt liðið og sýnt þótti að engin þessara stúlkna myndi verma hvílu VÍN-liða var ákveðið að halda í bæinn og reyna fyrir sér þar. Fyrsti viðkomustaður var sá er eitt sinn hét Mannsbar og hýsti kynvillinga en að þessu sinni villing þann er kallaður er Dúllarinn. Var hann þar á sólófylleríi og hinn hressasti. Einnig hitti Skáldið þar Mumma sem fagnaði þeim fundum ákaft. Næst lá leiðin á heimavöllinn þar sem við komumst í VIP-röðina fyrir einhverra hluta sakir. Sem var gott, því það rigndi hressilega. Innan dyra var svo aðalfundarstörfum sinnt af krafti og þurftu sumir frá að hverfa af þeim sökum uns eftir stóðu Skáldið, Stefán og Alda. Entumst við fram að lokun um sexleytið og endaði gleðin vitaskuld á Hlöllanum. Sýndi Alda síðan einkar glæsileg tilþrif í leigubílaröðinni þegar einhver stúlkukind reyndi að troðast fram fyrir og taka bílinn okkar, skellti á hana vænum mjaðmahnykk svo hún hrökklaðist burt, „svona eiga að menn að gera þetta“ var það eina sem leigubílstjórinn hafði um tilþrifin að segja. Heim var Skáldið svo komið um hálfsjö og við tóku fastir liðir, Hlölli og Simpsons þangað til Óli lokbrá tók völdin. Asskoti gott.
Þegar Skáldið vaknaði í dag var fyrsta hugsunin sú að kíkja á Liverpoolleikinn. Lítið varð úr þeim áætlunum þegar litið var á klukkuna, 16:24 sagði hún. Ojæja, þetta var nú hvort sem er 0:0 leikur. Annars var lítið afrekað fram til klukkan níu, þá mætti frk. Alda á svæðið og fór með Skáldið upp í Naustabryggju þar sem fyrirhugaður var úrslitafundur um skíðaferð. Hafði Skáldið búið sig undir hatrammar deilur, hurðaskelli og og fleira í þeim dúr en annað kom á daginn, allir voru sammála um að fara til Madonna di Campiglio og þar með var það bara ákveðið. Er brottför áætluð 14. janúar og heimkoma 10 dögum síðar, verði þetta eitthvað í líkingu við síðustu ferð má búast við að þetta verði bara nokkuð gaman. Restin af kvöldinu fór í að skoða myndir og bæklinga af svæðinu og slefa yfir þeim, auk þess sem Vignir kom með einkar vondan brandara um bæinn Folgarida sem væntanlega verður hlegið að næsta árið. Þetta verða langir fimm mánuðir.
Á morgun getur Skáldið sofið út. Bara svo þið vitið það.
Það er orðið nokkuð síðan Jarlaskáldið ritaði hér frásagnir af sjálfu sér og tími til kominn að gera þar bragarbót á. Þessi pistill gæti orðið langur, sjáum hvað setur.
Það verður seint hægt að saka Jarlaskáldið um of mikla framleiðni í vinnunni í síðustu viku. Var Skáldið þá eitt orðið eftir ásamt Meistaranum á Nesjavöllunum og gerði í sem stystu máli ekki neitt, a.m.k. ekkert af viti, nema á miðvikudaginn þegar Skáldið fór við sjötta mann í ógurlegan rollurekstur. Föstudagurinn var líka helvíti góður, því þá át Skáldið væna böku á Pizza 67 í Hveragerði á kostnað Don Alfredo. Doninn sér um sína. Um fimmleytið stimplaði svo Skáldið sig út og varð med det samme atvinnulaus aumingi. Sem er bara ágætt, a.m.k. um stundarsakir, en líklega neyðist Skáldið til þess að fara að svipast um eftir vinnu fljótlega, ástandið í peningamálunum er ekki beint til fyrirmyndar. Þannig að ef þú, lesandi góður, veist um hressandi, skemmtilega, vel borgaða og umfram allt auðvelda vinnu mættir þú endilega hafa samband. Ekki fyrir hádegi samt.
Föstudagskvöldinu eyddi Skáldið í ýmsa iðju, og merkilegt nokk kom áfengi þar hvergi við sögu. Mestur tíminn fór í að grúska í nýja ferðageislaspilaranum sem móðir Skáldsins færði því við heimkomu frá útlöndum, er það mikil græja og merkileg, en mestu skiptir að henni fylgdi hugbúnaður sem gerir manni kleift að koma ca. 300 lögum fyrir á einum geisladiski. Sæmilegt það. Var Skáldið svo komið í bælið um hálftvöleytið en gekk illa að festa svefn, bæði sakir jarðhræringa, sms-sendinga og símtala frá drukknu fólki. Sofnaði líklega um fimm, og ekki varð svefninn langur...
...því Skáldið vaknaði strax um áttaleytið. Var ástæðan líkt og oft áður sú að fyrir dyrum stóð jeppaferð, var meiningin að aka vítt og breitt um Fjallabak og enda förina á því að hjóla í Strútslaug og liggja þar ofan í um stund. Á tíunda tímanum mættu þeir Vignir og herra Andrésson á sínum fjallabílum í Kleifarselið og ásamt þeim frú Andrésson, Snorri pervert og Stefán Twist. Skáldið kom sér fyrir aftur í hjá Vigni ásamt Twistinum og var síðan ekið sem leið lá í pestarbæli það er Selfoss nefnist hvar bílum var gefið að drekka og nesti keypt auk þess komið var við í mjólkurbúðinni. Lá svo leiðin áfram austur og norður Landveginn uns komið var að Landmannaleið. Þar var hleypt úr dekkjum og fljótlega eftir það tók alvaran við. Fyrsta fjörið fólst í því að aka eins hátt upp í Heklu og mögulegt var, sem er alllangt. Því næst ókum við svokallaða Krakatindsleið, sem reyndist hinn mesti krákustígur á köflum. Á miðri leið þótti ráðlegt að bjarga hjólunum sem voru aftan í Súkkunni og börðust utan í grjót og steina, kom þá í ljós að annað dekkið á hjólinu hans Vignis var brætt í sundur út af pústinu. Gaman. Var því bætt hjóli á pallinn hjá Andréssyni og síðan ekið áfram. Næsti viðkomustaður var við Álftavatn, þar var nær mannlaust og fátt annað gert en að rita í gestabókina. Áfram lá leiðin í austurátt, framhjá Hvanngili og yfir Mælifellssand uns komið var að Mælifelli en þar beygðum við inn að Skófluklifi. Þar voru hjólin svo loks brúkuð, nema náttúrulega hjólið hans Vignis, hann labbaði. Hjólatúrinn inn í Strútslaug tók ca. hálftíma og tókst flestum að detta a.m.k. einu sinni á leiðinni, með mismiklum tilþrifum þó. Líklega átti frú Andrésson flottustu tilþrifin, en af þeim missti Skáldið því miður. Þeir sem þau sáu segja að stúlkan hafi sýnt góða takta.
Það var síðan ansi ljúft að komast ofan í laugina á leiðarenda. Eftir nokkra stund byrjaði síðan að rigna og það hressilega svo við komum okkur upp úr og hjóluðum til baka, nema frú Andrésson, hún lánaði Vigni hjólið sitt en gekk sjálf, minnug ófaranna á leiðinni. Leiðin til baka var keimlík þeirri fyrri og fátt meira um það að segja. Þegar við komum svo aftur að bílunum tók Snorri pervert af skarið, náði sér í öl og hóf að teyga. Það hefði að sjálfsögðu verið argasta ókurteisi að láta manninn drekka einan svo Skáldið og Stefán fylgdu fljótlega í kjölfarið. Því fylgja oft kostir að vera farþegi.
Næsta mál á dagskrá var að grilla, var það gjört við skálann sem var harðlæstur. Brögðuðust pylsurnar prýðilega. Að áti loknu var svo kominn tími á heimferð. Ókum við Mælifellssandinn til baka og hittum þar fyrir gamlan kall að prófa nýja fína jeppann sinn, rammvilltur að sjálfsögðu svo við leyfðum honum að verða okkur samferða í siðmenninguna, var farin leiðin niður í Emstrur og þaðan Fljótshlíð í því skyni. Á heimleiðinni grynnkaði nokkuð á birgðunum úr mjólkurbúðinni og fór Snorri pervert þar fremstur í flokki, leikinn var hinn ágæti partýdiskur „Þórsmörk 2003“ og vel tekið undir. Var sú ákvörðun að lokum tekin að halda skralli þessu áfram á heimaslóðum og bauðst pervertinn til að halda teiti í því skyni í Kópavoginum, og það sem meira var, að koma okkur í teiti hjá vinkonu litlu systur sinnar þar sem von var á að hitta fjöldann allan af gjafvaxta stúlkum. Fyrst fóru menn til heimila sinna og komu sér í gleðskapargallann og um ellefuleytið mætti frk. Alda á svæðið, hafði fengið Hildi litlu systur, a.k.a. Phil Neville, til þess að skutla sér og öðrum fyllibyttum upp í Kópavoginn. Greinilega dagur litlu systranna.
Í Kópavoginum var hin ágætasta stemmning, en stutt varð stoppið þar þar eð stúlkurnar biðu óðar og uppvægar í Bústaðahverfinu. Þjálfinn mætti á svæðið og það edrú svo hann var fenginn til að skutla liðinu. Í Bústaðahverfinu var okkur svo tekið með kostum og kynjum, enda skemmtilegt fólk með afbrigðum, en því miður var bjórinn í dælunni búinn. Engu að síður varð skemmtun talsverð, ef undan er skilinn þáttur Fitubollu Frussdal Samfylkingarmanns, sem reyndi af veikum mætti að sannfæra kommúnistann Jarlaskáldið og frjálshyggjuvarginn Stefán um ágæti síns flokks. Án árangurs. Þurfti litla systir pervertsins að skerast í leikinn þegar stefndi í handalögmál, sem var líklega best fyrir Fitubollu Frussdal, hún var tæplega í ástandi til slíks.
Þegar nokkuð var á nótt liðið og sýnt þótti að engin þessara stúlkna myndi verma hvílu VÍN-liða var ákveðið að halda í bæinn og reyna fyrir sér þar. Fyrsti viðkomustaður var sá er eitt sinn hét Mannsbar og hýsti kynvillinga en að þessu sinni villing þann er kallaður er Dúllarinn. Var hann þar á sólófylleríi og hinn hressasti. Einnig hitti Skáldið þar Mumma sem fagnaði þeim fundum ákaft. Næst lá leiðin á heimavöllinn þar sem við komumst í VIP-röðina fyrir einhverra hluta sakir. Sem var gott, því það rigndi hressilega. Innan dyra var svo aðalfundarstörfum sinnt af krafti og þurftu sumir frá að hverfa af þeim sökum uns eftir stóðu Skáldið, Stefán og Alda. Entumst við fram að lokun um sexleytið og endaði gleðin vitaskuld á Hlöllanum. Sýndi Alda síðan einkar glæsileg tilþrif í leigubílaröðinni þegar einhver stúlkukind reyndi að troðast fram fyrir og taka bílinn okkar, skellti á hana vænum mjaðmahnykk svo hún hrökklaðist burt, „svona eiga að menn að gera þetta“ var það eina sem leigubílstjórinn hafði um tilþrifin að segja. Heim var Skáldið svo komið um hálfsjö og við tóku fastir liðir, Hlölli og Simpsons þangað til Óli lokbrá tók völdin. Asskoti gott.
Þegar Skáldið vaknaði í dag var fyrsta hugsunin sú að kíkja á Liverpoolleikinn. Lítið varð úr þeim áætlunum þegar litið var á klukkuna, 16:24 sagði hún. Ojæja, þetta var nú hvort sem er 0:0 leikur. Annars var lítið afrekað fram til klukkan níu, þá mætti frk. Alda á svæðið og fór með Skáldið upp í Naustabryggju þar sem fyrirhugaður var úrslitafundur um skíðaferð. Hafði Skáldið búið sig undir hatrammar deilur, hurðaskelli og og fleira í þeim dúr en annað kom á daginn, allir voru sammála um að fara til Madonna di Campiglio og þar með var það bara ákveðið. Er brottför áætluð 14. janúar og heimkoma 10 dögum síðar, verði þetta eitthvað í líkingu við síðustu ferð má búast við að þetta verði bara nokkuð gaman. Restin af kvöldinu fór í að skoða myndir og bæklinga af svæðinu og slefa yfir þeim, auk þess sem Vignir kom með einkar vondan brandara um bæinn Folgarida sem væntanlega verður hlegið að næsta árið. Þetta verða langir fimm mánuðir.
Á morgun getur Skáldið sofið út. Bara svo þið vitið það.