Ha, bara heima?
Mikið rétt, Jarlaskáldið er barasta heima hjá sér og það klukkan tæplega tvö á föstudagskvöldi. Svo bregðast krosstré...
Það eru nú góðar og gildar ástæður fyrir þessum aumingjaskap.
Í fyrsta lagi eru allir félagarnir að stunda sama aumingjaskapinn þessa stundina, allsúrt að vera einn að djúsa.
Í öðru lagi er Skáldið ENN að glíma við eftirköst Þjóðhátíðar (rúmlega ársgamalt þynnkumet frá Ystuvík 2002 er sumsé fallið).
Í þriðja lagi þarf Skáldið að vakna snemma á morgun.
Allavega snemma miðað við laugardag, svona ca. níu, því samkvæmt öruggum heimildum Jarlaskáldsins verður allt vaðandi í kynvillu og ósóma í borginni á morgun og því ætlar Skáldið ásamt nokkrum félaga sinna að flýja lengst upp á hálendi snemma í fyrramálið, nánar tiltekið í Keddlingafjöll, og stunda þar heterósexual iðju eins og sprellahlaup og laugarsetur. Að ógleymdum hefðbundnum aðalfundarstörfum, og eflaust eitthvað fleira, t.d. eru allar líkur á því að Skáldið noti tímann til að finna upp nýtt jaðarsport og fara sér að voða.
Smá svona kvikmyndagagnrýni í lokin, sjónvarpsdagskráin eftir Simpsons í kvöld var nefnilega einhver sú versta sem Skáldið man eftir og því skellti það sér út á leigu og fann þar tvær ræmur. Sú fyrri á dagskránni nefnist Analyze That og þar leigði Jarlaskáldið köttinn í sekknum, því það hafði áður séð Analyze This og því algjör óþarfi að sjá þessa, hún var eiginlega sama myndin, bara með verri og þreyttari brandörum. Á varla meira skilið en 49 stjörnur af 100 mögulegum.
Seinni mynd kvöldsins var einnig úr mafíósageiranum (alltaf gaman að hafa svona þemakvöld) en þar lýkur líka samanburðinum. Road to Perdition hét hún og hafði Skáldið heyrt af henni góða hluti. Og það má hún eiga að hún er nokkuð góð, það virðist m.a.s. hafa verið samið handrit að henni áður en tökur hófust og allt, en það mun fátítt í seinni tíð. Má alveg mæla með henni þessari, kannski ekkert tímamótaverk en alveg þess virði að glápa á, hendum svona 77 stjörnum á hana af 100 mögulegum.
Mikið rétt, Jarlaskáldið er barasta heima hjá sér og það klukkan tæplega tvö á föstudagskvöldi. Svo bregðast krosstré...
Það eru nú góðar og gildar ástæður fyrir þessum aumingjaskap.
Í fyrsta lagi eru allir félagarnir að stunda sama aumingjaskapinn þessa stundina, allsúrt að vera einn að djúsa.
Í öðru lagi er Skáldið ENN að glíma við eftirköst Þjóðhátíðar (rúmlega ársgamalt þynnkumet frá Ystuvík 2002 er sumsé fallið).
Í þriðja lagi þarf Skáldið að vakna snemma á morgun.
Allavega snemma miðað við laugardag, svona ca. níu, því samkvæmt öruggum heimildum Jarlaskáldsins verður allt vaðandi í kynvillu og ósóma í borginni á morgun og því ætlar Skáldið ásamt nokkrum félaga sinna að flýja lengst upp á hálendi snemma í fyrramálið, nánar tiltekið í Keddlingafjöll, og stunda þar heterósexual iðju eins og sprellahlaup og laugarsetur. Að ógleymdum hefðbundnum aðalfundarstörfum, og eflaust eitthvað fleira, t.d. eru allar líkur á því að Skáldið noti tímann til að finna upp nýtt jaðarsport og fara sér að voða.
Smá svona kvikmyndagagnrýni í lokin, sjónvarpsdagskráin eftir Simpsons í kvöld var nefnilega einhver sú versta sem Skáldið man eftir og því skellti það sér út á leigu og fann þar tvær ræmur. Sú fyrri á dagskránni nefnist Analyze That og þar leigði Jarlaskáldið köttinn í sekknum, því það hafði áður séð Analyze This og því algjör óþarfi að sjá þessa, hún var eiginlega sama myndin, bara með verri og þreyttari brandörum. Á varla meira skilið en 49 stjörnur af 100 mögulegum.
Seinni mynd kvöldsins var einnig úr mafíósageiranum (alltaf gaman að hafa svona þemakvöld) en þar lýkur líka samanburðinum. Road to Perdition hét hún og hafði Skáldið heyrt af henni góða hluti. Og það má hún eiga að hún er nokkuð góð, það virðist m.a.s. hafa verið samið handrit að henni áður en tökur hófust og allt, en það mun fátítt í seinni tíð. Má alveg mæla með henni þessari, kannski ekkert tímamótaverk en alveg þess virði að glápa á, hendum svona 77 stjörnum á hana af 100 mögulegum.