« Home | Miðvikublogg ið tuttugastaogsjötta „Ég er að fara... » | Landmannalaugar og Þjórsárdalur Það fór eins og J... » | Skorinn, marinn og blár Jarlaskáldið varð fyrir l... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogfimmta "Nei sko, loks... » | Karlmennskuhelgi Það ætti varla að koma á óvart a... » | Ströndin í náttúru Íslands, og ýmislegt annað Úff... » | Tískulögga Nei sko, bara Blöndahlinn mættur á bat... » | Skáldið fer á skrall Í helgarblaði DV segir: "Í Þ... » | Stórtjón Jú, það er óhætt að segja að það sé stór... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogfjórða Jú góða kvöldi... » 

miðvikudagur, ágúst 06, 2003 

Miðvikublogg ið tuttugastaogsjöunda

Það byrjaði um hálftíuleytið síðasta fimmtudagskvöld, og gekk linnulaust fram til ca. átta á mánudagskvöld. Eyjar 2003 sviku ekki.

Gistum í garðinum hjá Jóa Listó, annar eins öðlingur er vandfundinn.

Tókum ósjaldan bekkjabíl, í einum þeirra var m.a.s. Stubbastuð.

Fórum tvisvar á Hlölla.

Heimsóttum allmörg hvít tjöld.

Sáum ófá kunnugleg andlit, fræg sem ófræg.

Drukkum okkur í drasl, ítrekað.

Maggi Blö fékk óvæntan glaðning í brekkunni.

Gústi gerðist ástmögur eldri borgara.

Vignir steig á gleraugun hans Magga.

Stebbi náði víst ekkert að höstla.

Jarlaskáldið gerði ekki einu sinni tilraun til þess.


Bara 360 dagar í næstu.

(Djöfull var þriðjudagurinn erfiður!)

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates