Af pervertinum Snorra Bergþórssyni
Það fór líkt og spáð var, Jarlaskáldið vaknaði um níuleytið á laugardag og hóf þá að pakka niður viðlegubúnaði (farið að geta það blindandi og jafnvel sofandi) fyrir ferð til Keddlingafjalla. Stebbinn mætti svo um tíuleytið og við tók ferð í nýlenduvöruverlsun fyrir okkur stubbana og bensínsstöð fyrir Willa. Því næst lá leiðin í Heiðarásinn þar sem við hittum fyrir restina af ferðafélögum þessarar helgar, þau Vigni, Togga, Öldu og Snorra pervert. Í hópinn vantaði nokkra af hinum svokölluðu "usual suspects", og er þá einkum átt við Þjálfa sem ekki komst með þar eð hann þurfti að leiða Gay pride gönguna. Slíkar samkomur forðumst við eins og heitan eldinn og brunuðum því sem fyrst austur fyrir fjall í grenjandi rigningunni. Á leiðinni skemmtum við Stebbi okkur konunglega í stubbastuðinu, enda heilir fjórir Tvíhöfðadiskar með í för og einn Fóstbræðradiskur. Annars var ekki stoppað fyrr en við Geysi þar sem Willi fékk að drekka og aðrir fengu pulsu. Þar voru bara útlendingar.
Svo var ekið norður Kjölinn og skemmt sér við að sulla í pollunum (stundum við litla hrifningu Vignis). Annars tíðindalítil ferð, í námunda við Hvítárvatn braust sólin fram og við nutum því veðurblíðu um skeið. Stutt skeið. Vorum komin í Keddlingarfjöllin ca. þrjú og var úthlutað þar miklum prýðisbústað með öllum græjum. Hentum fyrst dótinu inn en ókum svo upp á skíðasvæðið, eða það sem eftir var af því, því snjór var nánast horfinn. Toggi og Vignir reyndu svo að hjóla til baka, Vignir komst alla leið en dekkið lét undan hjá Togga á miðri leið.
Eftir þessa útiveru voru menn eðlilega nokkuð dasaðir og því fóru fljótlega að heyrast hviss-hljóð úr dósum eftir þetta. Eyddum tímanum svo í að góna á fáklæddar stúlkur í gömlum Mannlífs- og Vikublöðum, nema Alda, hún hneykslaðist á okkur. Fljótlega fóru svo gaulir að garna og því kveikt upp í grillum en gekk heldur brösuglega sakir veðurhæðar og úrkomu. Gekk þó að lokum og gæddi Skáldið sér á ljúffengum kjúklingaleggjum, forsteiktum. Þótti svo þjóðráð að áti loknu að kíkja í pottinn, sem var þarna steinsnar frá, þótt rigning væri vægast sagt geðveik. Vorum ein í öðrum pottinum og létum okkur rigna niður en í hinum pottinum voru nokkrar stúlkukindur, illu heilli talsvert of ungar, jafnvel fyrir okkur. Sátum við þarna í mestu makindum nokkra stund og engum til ama eða allt þangað til pottanazistinn mætti á svæðið og byrjaði að þusa og þrugla um hvað við værum mikil ómenni og skíthælar að vera að lepja bjór í pottinum. Náðum þó að lemja hann af okkur að lokum en fórum samt fljótlega upp úr þar eð potturinn var tekinn að kólna og bjórinn hvort sem er búinn. Kemur þar að Snorra þætti Bergþórssonar.
Jarlaskáldið líkt og félagar sínir gekk til sturtu eftir pottasetuna og lét þar vatnið gusast yfir sig kviknakið. Hið sama gerði téður Snorri og tók sér stöðu í næstu sturtu við Skáldið. Eitthvað virðist svo gay pride-fílingurinn hafa komið yfir Snorra því það skipti engum togum, kappinn slengdi hendi sinni fullangt til vinstri og fyrir varð Skáldsins allra heilagasta. Varð Skáldinu svo um þessa svívirðilegu árás að því hreinlega féllust hendur og hlaut Snorri því ekki makleg málagjöld fyrir ásælnina. Mun hér eftir ekki til hans vísað á annan hátt en pervertinn eður kynvillingurinn.
Þrátt fyrir bágt andlegt ástand hélt Skáldið áfram aðalfundarstörfum og þáði m.a.s. afsökunarbeiðni pervertsins sem var í formi einnar öldósar. Einhvern tímann seinna var svo ákveðið að líta út úr bústaðnum og í önnur hús og í einu þeirra hittum við fyrir a.m.k. tvö kunnugleg andlit, þá Arnar og Kristján sem eitt sinn höfðu orðið oss samferða upp á Snæfellsjökul. Urðu þar fagnaðarfundir, og í einu tilvikinu reyndar fullmiklir fagnaðarfundir fyrir smekk sumra, þegar Skáldið og Arnar heilsuðust með fangbrögðum og báðir lítt klæddir ofan mittis. Annars eru heimildir missaga um atburði eftir þetta, en þó ber þeim saman um að Skáldið hafi gerst öflugt í kappdrykkju og haft uppi stór orð um að vaka fram undir morgun, en enginn má sköpum renna, Skáldið var borið í flet sitt fyrst manna. Eftir það hefur tæplega nokkuð merkilegt gerst.
Sunnudagurinn var í alla staði hefðbundinn. Fólk vaknaði á hinum og þessum tímum hingað og þangað um húsið og við misgóða heilsu. Skáldið var hið hressasta enda útúrsofið, en líklega var Alda hvað verst stödd, a.m.k. var hún ein um að fara að dæmi Skalla-Grímssonar. Lá svo fólk í þynnku sinni (eða hressleika sínum) fram eftir degi og eitthvað svoleiðis en upp úr tvö var lagt af stað í bæinn, eða um leið og hreingerningadeildin hafði lokið störfum. Var Kjölurinn vægast sagt svakalegur eftir stórrigninguna síðasta sólarhring, hafði víst farið í sundur við Bláfellsháls daginn áður og allt. Að öðru leyti tíðindalítil heimför, pulsa á Geysi að venju og svo Gjábakkinn heim. Fínasta ferð!
Það fór líkt og spáð var, Jarlaskáldið vaknaði um níuleytið á laugardag og hóf þá að pakka niður viðlegubúnaði (farið að geta það blindandi og jafnvel sofandi) fyrir ferð til Keddlingafjalla. Stebbinn mætti svo um tíuleytið og við tók ferð í nýlenduvöruverlsun fyrir okkur stubbana og bensínsstöð fyrir Willa. Því næst lá leiðin í Heiðarásinn þar sem við hittum fyrir restina af ferðafélögum þessarar helgar, þau Vigni, Togga, Öldu og Snorra pervert. Í hópinn vantaði nokkra af hinum svokölluðu "usual suspects", og er þá einkum átt við Þjálfa sem ekki komst með þar eð hann þurfti að leiða Gay pride gönguna. Slíkar samkomur forðumst við eins og heitan eldinn og brunuðum því sem fyrst austur fyrir fjall í grenjandi rigningunni. Á leiðinni skemmtum við Stebbi okkur konunglega í stubbastuðinu, enda heilir fjórir Tvíhöfðadiskar með í för og einn Fóstbræðradiskur. Annars var ekki stoppað fyrr en við Geysi þar sem Willi fékk að drekka og aðrir fengu pulsu. Þar voru bara útlendingar.
Svo var ekið norður Kjölinn og skemmt sér við að sulla í pollunum (stundum við litla hrifningu Vignis). Annars tíðindalítil ferð, í námunda við Hvítárvatn braust sólin fram og við nutum því veðurblíðu um skeið. Stutt skeið. Vorum komin í Keddlingarfjöllin ca. þrjú og var úthlutað þar miklum prýðisbústað með öllum græjum. Hentum fyrst dótinu inn en ókum svo upp á skíðasvæðið, eða það sem eftir var af því, því snjór var nánast horfinn. Toggi og Vignir reyndu svo að hjóla til baka, Vignir komst alla leið en dekkið lét undan hjá Togga á miðri leið.
Eftir þessa útiveru voru menn eðlilega nokkuð dasaðir og því fóru fljótlega að heyrast hviss-hljóð úr dósum eftir þetta. Eyddum tímanum svo í að góna á fáklæddar stúlkur í gömlum Mannlífs- og Vikublöðum, nema Alda, hún hneykslaðist á okkur. Fljótlega fóru svo gaulir að garna og því kveikt upp í grillum en gekk heldur brösuglega sakir veðurhæðar og úrkomu. Gekk þó að lokum og gæddi Skáldið sér á ljúffengum kjúklingaleggjum, forsteiktum. Þótti svo þjóðráð að áti loknu að kíkja í pottinn, sem var þarna steinsnar frá, þótt rigning væri vægast sagt geðveik. Vorum ein í öðrum pottinum og létum okkur rigna niður en í hinum pottinum voru nokkrar stúlkukindur, illu heilli talsvert of ungar, jafnvel fyrir okkur. Sátum við þarna í mestu makindum nokkra stund og engum til ama eða allt þangað til pottanazistinn mætti á svæðið og byrjaði að þusa og þrugla um hvað við værum mikil ómenni og skíthælar að vera að lepja bjór í pottinum. Náðum þó að lemja hann af okkur að lokum en fórum samt fljótlega upp úr þar eð potturinn var tekinn að kólna og bjórinn hvort sem er búinn. Kemur þar að Snorra þætti Bergþórssonar.
Jarlaskáldið líkt og félagar sínir gekk til sturtu eftir pottasetuna og lét þar vatnið gusast yfir sig kviknakið. Hið sama gerði téður Snorri og tók sér stöðu í næstu sturtu við Skáldið. Eitthvað virðist svo gay pride-fílingurinn hafa komið yfir Snorra því það skipti engum togum, kappinn slengdi hendi sinni fullangt til vinstri og fyrir varð Skáldsins allra heilagasta. Varð Skáldinu svo um þessa svívirðilegu árás að því hreinlega féllust hendur og hlaut Snorri því ekki makleg málagjöld fyrir ásælnina. Mun hér eftir ekki til hans vísað á annan hátt en pervertinn eður kynvillingurinn.
Þrátt fyrir bágt andlegt ástand hélt Skáldið áfram aðalfundarstörfum og þáði m.a.s. afsökunarbeiðni pervertsins sem var í formi einnar öldósar. Einhvern tímann seinna var svo ákveðið að líta út úr bústaðnum og í önnur hús og í einu þeirra hittum við fyrir a.m.k. tvö kunnugleg andlit, þá Arnar og Kristján sem eitt sinn höfðu orðið oss samferða upp á Snæfellsjökul. Urðu þar fagnaðarfundir, og í einu tilvikinu reyndar fullmiklir fagnaðarfundir fyrir smekk sumra, þegar Skáldið og Arnar heilsuðust með fangbrögðum og báðir lítt klæddir ofan mittis. Annars eru heimildir missaga um atburði eftir þetta, en þó ber þeim saman um að Skáldið hafi gerst öflugt í kappdrykkju og haft uppi stór orð um að vaka fram undir morgun, en enginn má sköpum renna, Skáldið var borið í flet sitt fyrst manna. Eftir það hefur tæplega nokkuð merkilegt gerst.
Sunnudagurinn var í alla staði hefðbundinn. Fólk vaknaði á hinum og þessum tímum hingað og þangað um húsið og við misgóða heilsu. Skáldið var hið hressasta enda útúrsofið, en líklega var Alda hvað verst stödd, a.m.k. var hún ein um að fara að dæmi Skalla-Grímssonar. Lá svo fólk í þynnku sinni (eða hressleika sínum) fram eftir degi og eitthvað svoleiðis en upp úr tvö var lagt af stað í bæinn, eða um leið og hreingerningadeildin hafði lokið störfum. Var Kjölurinn vægast sagt svakalegur eftir stórrigninguna síðasta sólarhring, hafði víst farið í sundur við Bláfellsháls daginn áður og allt. Að öðru leyti tíðindalítil heimför, pulsa á Geysi að venju og svo Gjábakkinn heim. Fínasta ferð!