Miðvikublogg ið tuttugastaogsjötta
„Ég er að fara til Eyja, eitthvað að hitta peyja. Þar ætla ég sko að drekka, bjór og alls konar vín!"
Það er ekkert verra að vitna í hið ágæta skáld Jón Gnarr en mörg önnur þegar talið berst að fyrirætlunum næstu helgar. Skáldið er nefnilega á leiðinni á Þjóðhátíð!
Jájá, skítt með öll blankheit, skítt með að þurfa að djamma við Skímó og Á móti sól, skítt með veðrið, skítt með allt, þetta verður ekkert nema gaman. Skáldið hefur að vísu aðeins einu sinni áður farið á Þjóðhátíð ('98, ungt að aldri og blautt bak við eyrun) en það var eintóm gleði í minningunni og víst að hið sama verður uppi á teningnum í ár og líklega bara meira gaman í ár. Fyrir því eru nokkrar ástæður:
1. 1998 kláraðist söngvatnið snemma á sunnudagskvöldið. Þau mistök verða ekki endurtekin.
2. 1998 var grenjandi rigning mestallan tímann, ein tjaldsúlan brotnaði og sumir flúðu í heimahús. Í ár er Siggi Stormur búinn að lofa bongói alla helgina, verður m.a.s. á staðnum sjálfur.
3. Vissulega hafði Skáldið góða ferðafélaga um árið en þeir voru flestir nýgræðingar í fræðunum líkt og það sjálft. Í ár verður Skáldið í slagtogi við þrautreynda kappa sem sopið hafa ýmsa fjöruna í þessum efnum. Einn þeirra mun hafa mætt á eitthvað á annan tuginn og er þó engu að síður á þrítugsaldri. Ekki skal vanmeta reynsluna.
4. Jarlaskáldið er í mun betra formi en síðast.
Lagt verður í hann með flugvél klukkan 11:30 á föstudag, lent í Eyjum ca. hálftíma síðar, og ef áhugi verður fyrir hendi verður haldið heimleiðis um fjögurleytið á mánudag. Við alla þá sem verða af gleðinni hefur Skáldið aðeins eitt að segja:
Megi kræklóttir líkamar ykkar verða bráð gamma!
„Ég er að fara til Eyja, eitthvað að hitta peyja. Þar ætla ég sko að drekka, bjór og alls konar vín!"
Það er ekkert verra að vitna í hið ágæta skáld Jón Gnarr en mörg önnur þegar talið berst að fyrirætlunum næstu helgar. Skáldið er nefnilega á leiðinni á Þjóðhátíð!
Jájá, skítt með öll blankheit, skítt með að þurfa að djamma við Skímó og Á móti sól, skítt með veðrið, skítt með allt, þetta verður ekkert nema gaman. Skáldið hefur að vísu aðeins einu sinni áður farið á Þjóðhátíð ('98, ungt að aldri og blautt bak við eyrun) en það var eintóm gleði í minningunni og víst að hið sama verður uppi á teningnum í ár og líklega bara meira gaman í ár. Fyrir því eru nokkrar ástæður:
1. 1998 kláraðist söngvatnið snemma á sunnudagskvöldið. Þau mistök verða ekki endurtekin.
2. 1998 var grenjandi rigning mestallan tímann, ein tjaldsúlan brotnaði og sumir flúðu í heimahús. Í ár er Siggi Stormur búinn að lofa bongói alla helgina, verður m.a.s. á staðnum sjálfur.
3. Vissulega hafði Skáldið góða ferðafélaga um árið en þeir voru flestir nýgræðingar í fræðunum líkt og það sjálft. Í ár verður Skáldið í slagtogi við þrautreynda kappa sem sopið hafa ýmsa fjöruna í þessum efnum. Einn þeirra mun hafa mætt á eitthvað á annan tuginn og er þó engu að síður á þrítugsaldri. Ekki skal vanmeta reynsluna.
4. Jarlaskáldið er í mun betra formi en síðast.
Lagt verður í hann með flugvél klukkan 11:30 á föstudag, lent í Eyjum ca. hálftíma síðar, og ef áhugi verður fyrir hendi verður haldið heimleiðis um fjögurleytið á mánudag. Við alla þá sem verða af gleðinni hefur Skáldið aðeins eitt að segja:
Megi kræklóttir líkamar ykkar verða bráð gamma!