« Home | Karlmennskuhelgi Það ætti varla að koma á óvart a... » | Ströndin í náttúru Íslands, og ýmislegt annað Úff... » | Tískulögga Nei sko, bara Blöndahlinn mættur á bat... » | Skáldið fer á skrall Í helgarblaði DV segir: "Í Þ... » | Stórtjón Jú, það er óhætt að segja að það sé stór... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogfjórða Jú góða kvöldi... » | Leyndardómar Snæfellsjökuls Eina ferðina enn lét ... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogþriðja - Fimman Jarla... » | FOO FIGHTERS Það er orðið nokkuð ljóst hvað Skáld... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogannað Þetta blogg ver... » 

fimmtudagur, júlí 24, 2003 

Miðvikublogg ið tuttugastaogfimmta

"Nei sko, loksins nýtt miðvikublogg!" hljóta allir betri lesendur að vera að hugsa núna. Það hefur verið nokkur bið eftir nýju miðvikubloggi, og eflaust gæti Skáldið skáldað upp einhverjar afsakanir fyrir því en það bara nennir því ekki, sem er reyndar einnig ástæða biðarinnar. Jæja, nóg um það, best að snúa sér að alvarlegri málum.

Fyrst ber að nefna að Skáldið og félagar þess urðu þess heiðurs aðnjótandi að birtast á myndum á heimasíðunni djamm.is eftir ævintýri síðustu helgar. Má sjá dýrðina hér og hér. Við virðumst bara í nokkuð góðum fíling þarna, er það ekki? Í síðasta pistli var einnig minnst á "hressa" stúlku í fullþröngu neongulu dressi. Er það mat Skáldsins að það hafi síst verið of dómhart eftir að hafa séð þessar myndir af blessaðri stúlkunni.

Næst ber að tilkynna innreið nýs liðsmanns í bloggheima, sjálf Harpa Ólafsdóttir hefur hafið blogg og þannig fetað í fótspor bæði mágs síns og eiginmanns. Óskar Jarlaskáldið mágkonu sinni velfarnaðar á þessum nýja vettvangi og vonar að hún falli ekki í fúlan pytt aumingjabloggsins eins og svo margir aðrir sem hafa farið vel af stað. Það minnir mann á það, það eru sumir á listanum hér til vinstri búnir að vera ansi latir undanfarið. Þið vitið reglurnar, ekkert blogg í mánuð og ykkur verður hent út í ystu myrkur! Ekki enda eins og þessi maður!

Já, þá er kannski vísast að líta aðeins fram á veginn. Það ætti vart að þurfa að taka það fram að Skáldið mun verða á faraldsfæti um helgina. Sjálfur Vignir Jónsson býður nefnilega til veislu í Þjórsárdalnum, en það er árviss atburður og hefur merkilega mikla fylgni við fæðingardag hans. Fer veislan fram á laugardagskvöld og eru allar einhleypar gjafvaxta stúlkur sem endranær boðnar velkomnar í fögnuðinn enda verður einvalalið einhleypra karlmanna á staðnum. Þar sem samkoma þessi er ekki fyrr en á laugardag verður að teljast líklegt að Skáldið jeppist eitthvað á fjöllum annað kvöld, Landmannalaugar hljóma t.d. ekkert illa. Aðeins eitt er víst, ekki verður Skáldið í bænum.

Aðeins 8 dagar þangað til.....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates