« Home | Leyndardómar Snæfellsjökuls Eina ferðina enn lét ... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogþriðja - Fimman Jarla... » | FOO FIGHTERS Það er orðið nokkuð ljóst hvað Skáld... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogannað Þetta blogg ver... » | Skaptafell Eins og víðar í bloggheimum lenti Jarl... » | Ábyrgðarleysi Þá er Jarlaskáldið barasta komið he... » | Af fjallgöngum og læknisráðum Jarlaskáldið er nýk... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogfyrsta Miðvikublogg f... » | Ferðasaga ein alllöng, auk dulítils partýbloggs Þ... » | Tilraun til partýbloggs Jarlaskáldið var að spá í... » 

miðvikudagur, júlí 02, 2003 

Miðvikublogg ið tuttugastaogfjórða

Jú góða kvöldið, Jarlaskáldið er við góða heilsu, ef frá eru taldir allsvakalegir strengir í löppum. Fór nefnilega í bolta í gær og asnaðist til að hlaupa eins og fáráðlingur um allt. Vann reyndar báða leikina, svo ekki var hlaupið algerlega til einskis.

Annars urðu sorglegir atburðir í gærkvöld, einn besti vinur Jarlaskáldsins, sjálft stofusjónvarpið, gaf upp öndina. Eins og nærri má geta varð þetta Skáldinu og þess nánustu mikið reiðarslag, og voru góð ráð dýr. Svona ca. 55.000 kall, sem gamla konan pungaði út í ELKO í dag fyrir glænýju Sony sjónvarpi. Skáldið var að eignast nýjan vin.

Eins og dyggari lesendum þessarar heimasíðu ætti að vera kunnugt þykir Jarlaskáldinu ósköp gaman að yfirgefa borgarlífið um helgar og halda í útilegur hingað og þangað um landið. Gjarnan fylgir þessum útilegum einhver æðri tilgangur, t.d. að klífa fjöll, ganga um grænar grundir eða jafnvel sigla um ólgusjó, en stundum virðast þessar útilegur einkum snúast um e-ð allt annað og síður heilsusamlegt. Næsta helgi verður ein þeirra.

Ójú, Skáldið er sko á leiðinni í Þórsmörkina. Það er sosum í sjálfu sér ekkert merkilegt, þangað fer Skáldið oft og hefur jafnan gaman af. En næsta helgi er engin venjuleg helgi, því þá verður nefnilega haldin hátíðleg árshátíð VÍN-verja í Blaut-Bolagili. Þar sem engin orð í íslensku máli geta lýst mikilfengleika þeirrar hátíðar ætlar Skáldið ekki að gera tilraun til að lýsa því hvernig hún fer fram, en þið megið trúa því að það verður enginn samur eftir slíka upplifun. Brottför klukkan sex á föstudaginn, ferðasaga eftir helgi ef heilsan leyfir. Nú er bara að redda sér Hawaii-skyrtu....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates