« Home | Miðvikublogg ið tuttugastaogfyrsta Miðvikublogg f... » | Ferðasaga ein alllöng, auk dulítils partýbloggs Þ... » | Tilraun til partýbloggs Jarlaskáldið var að spá í... » | Júró Jájá, þá er Skáldið bara við það að leggja a... » | Miðvikublogg ið tuttugasta Nei sko, bara tuttugas... » | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » | Bleikt naglalakk Það fór eins og við mátti búast,... » 

fimmtudagur, júní 05, 2003 

Af fjallgöngum og læknisráðum

Jarlaskáldið er nýkomið heim af fundi undirbúningsnemdar uppgöngudeildar fjallamennskusviðs VÍN, þar sem fara þurfti yfir hin ýmsustu mál er varða áætlanir hvítasunnuhelgarinnar. Eftir stíf fundahöld þar sem sitt sýndist hverjum varð úr að á morgun skyldi halda í Skaftafell og tjalda þar um nóttina. Ekki verður svefninn þá nótt langur, því strax um þrjúleytið árdegis verður risið úr rekkju (Blöndahl vill m.a.s. vakna fyrr) og arkað af stað upp á Hvannadalshnjúk. Hvernig það allt fer ræðst væntanlega mikið til af veðri og vindum, veðurspár eru afar misvísandi þessa stundina, en við vonum það besta. Að öðru leyti mun dagskrá helgarinnar væntanlega snúast um hefðbundin aðalfundarstörf, ef þið skiljið hvað átt er við. Áætluð heimkoma er a.m.k. ekki fyrr en á mánudag. Jarlaskáldið mætir s.s. ekki á Hverfisbarinn um helgina, og ekki heldur í fyrsta vinnupartý sumarsins, þar sem þemað mun víst snúast um U.S.A. frá a til z. Stebbi hefði örugglega haft gaman af að kíkja þangað.

Í öðrum fréttum er það helst að Jarlaskáldið kíkti til Tomma tannlæknis í dag, og eins og venjulega níddist hann á Skáldinu með öllum sínum tólum og tækjum. ÞEgar misþyrmingunum var lokið fór Tommi að benda Skáldinu á hvað hinir og þessir drykkir hafa slæm áhrif á tennurnar, og ráðlagði því einregið að draga úr kókþambi sínu, sem verður að viðurkennast að Skáldið stundar af krafti. Í staðinn væri t.d. miklu hollara að drekka bjór, hann færi mun betur með tennurnar. Ja, ef læknirinn segir það, verður maður þá ekki að hlýða?

Til sölu:

Til sölu er stórglæsilegt eintak af Volkswagen Golf memphis, árgerð 1989. Þarfnast örlítillar aðhlynningar. Verð 1.000 kr., eða besta boð (þess má geta að á bílnum eru a.m.k. 10 lítrar af bensíni). Áhugasamir geri tilboð í kommentunum.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates