« Home | Ferðasaga ein alllöng, auk dulítils partýbloggs Þ... » | Tilraun til partýbloggs Jarlaskáldið var að spá í... » | Júró Jájá, þá er Skáldið bara við það að leggja a... » | Miðvikublogg ið tuttugasta Nei sko, bara tuttugas... » | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » | Bleikt naglalakk Það fór eins og við mátti búast,... » | Andsk! Óskapleg þreyta er þetta. Af hverju ætli h... » 

miðvikudagur, júní 04, 2003 

Miðvikublogg ið tuttugastaogfyrsta

Miðvikublogg féll niður í síðustu viku af ófyrirsjáanlegum ástæðum, Skáldið var boðað á kaffihús þegar ritun átti að hefjast og það endaði eins og fyrr er frá greint. Þá er bara að reyna að vera extragáfulegur í þetta skiptið. Eins og það sé einhver séns.

Fyrst búið er að greina frá atburðum síðustu helgar í allítarlegu máli að mati þess er hér ritar er ekki úr vegi að líta yfir afrek þeirra daga sem liðnir eru af vinnuvikunni. Í vinnunni hefur nefnilega margt verið á seyði sem lesendum gæti þótt forvitnilegt. Einnig ganga þær sögur um bæinn að Jarlaskáldið geri ekki handtak í vinnu sinni og fái ógnarlaun fyrir og nauðsynlegt að kveða þær sögur niður. A.m.k. að hluta til.
Þannig er mál með vexti að hinir „almennu" starfsmenn Orkuveitunnar á Ölfusvatni hófu störf nú á mánudaginn, alls einhverjar 40 hræður, og mun það verða í verkahring Jarlaskáldsins að sjá til þess að þessi hópur, sem samanstendur að hálfu leyti af reynsluboltum og að hálfu leyti af nýgræðingum, stundi einhverja vinnu í sumar en mæti ekki bara í hana. Þetta er vitaskuld mikið ábyrgðarhlutverk og ekki á hvers manns færi, og það að gefa það í skyn að þetta sé eitthvað léttara djobb en að moka holur eða sveifla sleggju er náttúrulega slík fásinna að annað eins þekkist varla. Taki þeir það til sín sem eiga. Til starfans hefur Jarlaskáldið fengið allsprækan Land-Rover, í það minnsta fer hann hraðar yfir en L-300 druslurnar sem allir hinir eru á, þó sumir haldi því fram að þar sé aðallega aksturslagi Jarlaskáldsins um að kenna. Með Skáldinu í hóp eru þrjár yngismeyjar og að sjálfsögðu á besta aldri, 18, 19 og 22 ára, auk þeirra Svíi nokkur á aldur við Skáldið sem virðist hinn ágætasti af Svía að vera. Loks mun væntanlegur einhver tölvunarfræðingur karlkyns í hópinn á næstunni, lítil samkeppni þar að líkindum miðað við kynni Skáldsins af þeirri stétt. Sumsé hinn ágætasti hópur.
Það verður væntanlega talsverður höfuðverkur í sumar að halda þessu fólki við vinnu því þótt fólkinu hafi verið fjölgað um helming hafa verkefnin ekkert aukist nema síður sé. Þá er bara að vera hugmyndaríkur, það er alltaf hægt að finna eitthvað tilgangslaust að gera, t.d. mætti greiða öllu grasinu á svæðinu í sömu átt, það liti óneitanlega flott út.

Dánarfregnir og jarðarfarir: Elskulegur bílskrjóður minn, Woffi frá Kambaselum, andaðist þann 4. júní. Útför verður auglýst síðar. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á reikning 42760 í Landsbankanum.

Jarlaskáldið.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates