Miðvikublogg ið tuttugastaogannað
Þetta blogg verður í bútum. Eins konar mannlífsmyndir. Úr lífi Skáldsins.
Síðasta föstudag varð Jarlaskáldið þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið í pizzur og öl að Orminum. Auk Skáldsins og húsráðanda voru í boði þessu Kötturinn, Biskupinn og svo frægasti og besti bloggarinn. Hreint út sagt stórfengleg samkoma, enda ekki á hverjum degi sem slíkur fjöldi ofurnjarða hittist. Pizzurnar hinar ljúffengustu, húslestur aldursforsetans á Lagnafréttum stórskemmtilegur. Svo bær, Grand Rokk og Hverfisbarinn, að lokum Nonni. Jarlaskáldið þáði gistingu að Lynghaga, og á húsráðandi þakkir skildar fyrir. Labbaði svo heim, enda enginn bíllinn, og ekki fer maður að taka strætisvagn á gamals aldri eins og einhver almúgamaður.
Ekki afrekaði Skáldið fleira liðna helgi sem í frásögur er færandi. Notaði tímann aðallega til að styrkja tengslin við sinn góða vin sjónvarpið.
Á mánudagskvöldið lét Jarlaskáldið svo plata sig í vinnupartý. Hefði líklega betur sleppt því. A.m.k. var hegðun þess tæplega til fyrirmyndar, og hafi Skáldið notið einhverrar virðingar undirsáta sína fyrir þá er því ekki að heilsa lengur. Svona er þetta stundum. Virðing smiðring hvort sem er.
Á þjóðhátíðardaginn fór Jarlaskáldið að sjálfsögðu í bæinn til að horfa á Brúðubílinn. Dálítil vonbrigði að sjá hvergi Lilla apa. Þá var bara að setjast inn á kaffihús og fá sér einn kaldan. Ljúft. Fór svo Skáldið aftur um kvöldið í bæinn, og hitti þar fyrir sæmdarhjónin Ása og Björgu heimkomin frá BNA. Fór með þeim á Arann, hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Reyndi svo að ganga um bæinn, en varð snemma frá að hverfa sakir ellihrumleika. Hitti fólk.
Í dag urðu svo slæmir atburðir. Blessaður bílskrjóðurinn var tekinn af Skáldinu og settur í brotajárn. Verður minningarathöfn um hann haldin inni í Þórsmörk um helgina, vinir og vandamenn velkomnir, en þurfa að skaffa nestið sjálfir.
Já, Þórsmörk. Jarlaskáldið er nefnilega enn eina ferðina að fara að reima á sig gönguskó og álpast um fjöll og firnindi. Fimmvörðuhálsinn er það þessa helgina, svokölluð jónsmessuganga, ætti að verða ágætis sprell. Ferðasaga eftir helgi, eða þegar Skáldið hefur heilsu til.
Ekki skilur Skáldið hatur Kattarins á þeim ágæta stað KFC. Stórmerkilegt, í ljósi þess að hann fílar Nonnann alveg í ræmur, en það verður seint sagt að það annars frábæra eiturbras sé heppilegra frá manneldissjónarmiði séð.
Þetta blogg verður í bútum. Eins konar mannlífsmyndir. Úr lífi Skáldsins.
Síðasta föstudag varð Jarlaskáldið þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið í pizzur og öl að Orminum. Auk Skáldsins og húsráðanda voru í boði þessu Kötturinn, Biskupinn og svo frægasti og besti bloggarinn. Hreint út sagt stórfengleg samkoma, enda ekki á hverjum degi sem slíkur fjöldi ofurnjarða hittist. Pizzurnar hinar ljúffengustu, húslestur aldursforsetans á Lagnafréttum stórskemmtilegur. Svo bær, Grand Rokk og Hverfisbarinn, að lokum Nonni. Jarlaskáldið þáði gistingu að Lynghaga, og á húsráðandi þakkir skildar fyrir. Labbaði svo heim, enda enginn bíllinn, og ekki fer maður að taka strætisvagn á gamals aldri eins og einhver almúgamaður.
Ekki afrekaði Skáldið fleira liðna helgi sem í frásögur er færandi. Notaði tímann aðallega til að styrkja tengslin við sinn góða vin sjónvarpið.
Á mánudagskvöldið lét Jarlaskáldið svo plata sig í vinnupartý. Hefði líklega betur sleppt því. A.m.k. var hegðun þess tæplega til fyrirmyndar, og hafi Skáldið notið einhverrar virðingar undirsáta sína fyrir þá er því ekki að heilsa lengur. Svona er þetta stundum. Virðing smiðring hvort sem er.
Á þjóðhátíðardaginn fór Jarlaskáldið að sjálfsögðu í bæinn til að horfa á Brúðubílinn. Dálítil vonbrigði að sjá hvergi Lilla apa. Þá var bara að setjast inn á kaffihús og fá sér einn kaldan. Ljúft. Fór svo Skáldið aftur um kvöldið í bæinn, og hitti þar fyrir sæmdarhjónin Ása og Björgu heimkomin frá BNA. Fór með þeim á Arann, hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Reyndi svo að ganga um bæinn, en varð snemma frá að hverfa sakir ellihrumleika. Hitti fólk.
Í dag urðu svo slæmir atburðir. Blessaður bílskrjóðurinn var tekinn af Skáldinu og settur í brotajárn. Verður minningarathöfn um hann haldin inni í Þórsmörk um helgina, vinir og vandamenn velkomnir, en þurfa að skaffa nestið sjálfir.
Já, Þórsmörk. Jarlaskáldið er nefnilega enn eina ferðina að fara að reima á sig gönguskó og álpast um fjöll og firnindi. Fimmvörðuhálsinn er það þessa helgina, svokölluð jónsmessuganga, ætti að verða ágætis sprell. Ferðasaga eftir helgi, eða þegar Skáldið hefur heilsu til.
Ekki skilur Skáldið hatur Kattarins á þeim ágæta stað KFC. Stórmerkilegt, í ljósi þess að hann fílar Nonnann alveg í ræmur, en það verður seint sagt að það annars frábæra eiturbras sé heppilegra frá manneldissjónarmiði séð.