« Home | Af fjallgöngum og læknisráðum Jarlaskáldið er nýk... » | Miðvikublogg ið tuttugastaogfyrsta Miðvikublogg f... » | Ferðasaga ein alllöng, auk dulítils partýbloggs Þ... » | Tilraun til partýbloggs Jarlaskáldið var að spá í... » | Júró Jájá, þá er Skáldið bara við það að leggja a... » | Miðvikublogg ið tuttugasta Nei sko, bara tuttugas... » | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » 

þriðjudagur, júní 10, 2003 

Ábyrgðarleysi

Þá er Jarlaskáldið barasta komið heim úr enn einu ferðalaginu, nú var það Skaftafell sem var sótt heim og m.a. gengið upp á Öræfajökul og ýmislegt fleira misgáfulegt gert. Er löng saga að segja frá því öllu og mun væntanlega verða gert á þessum vettvangi í nánustu framtíð. Annað mál og það mikið áhyggjumál kom upp þegar Jarlaskáldið kom heim til sín í kvöld. Hafði þá ekki móðir Skáldsins bara tekið upp á því að yfirgefa landið í vikutíma og skilja það eftir eitt heima án nokkurrar gæslu! Þetta verður nú að teljast töluvert ábyrgðarleysi hjá gömlu konunni, að skilja rétt hálfþrítugan soninn einan eftir heima nær bjargarlausan, og það rétt eftir að bílskrjóðurinn andaðist. Lýsir Jarlaskáldið því eftir góðhjartaðri stúlku á besta aldri (18-22) með reynslu af matseld og öðrum heimilisstörfum til þess að sjá um það þennan vikutíma. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Mynd fylgi umsókn.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates