« Home | Júró Jájá, þá er Skáldið bara við það að leggja a... » | Miðvikublogg ið tuttugasta Nei sko, bara tuttugas... » | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » | Bleikt naglalakk Það fór eins og við mátti búast,... » | Andsk! Óskapleg þreyta er þetta. Af hverju ætli h... » | Miðvikublogg ið átjánda Jæja, á maður eitthvað að... » | NBA-blogg að beiðni Mumma Mummi fór þess á leit v... » 

mánudagur, maí 26, 2003 

Tilraun til partýbloggs

Jarlaskáldið var að spá í rita eitt af sínum víðfrægu partýbloggum um atburði liðinnar helgar, en nennir því eiginlega ekki, það gerðist ósköp fátt sem í frásögur er færandi. Hér má lesa frásögn óháðs aðila um hegðun VÍN-liða í partýinu hans Togga, hún kallar okkur að minnsta kosti bestu skinn, það er nú jákvætt. Annars nennir Skáldið ekkert að skrifa um þetta, lesiði bara gamalt partýblogg, þetta er allt mjög svipað.

Annað sem er svo sannarlega í frásögur færandi er atburðir sunnudagskvölds. Hafði þá Stefán frá Logafoldum samband við Jarlaskáldið og kastaði fram þeirri hugmynd að heimsækja kvikmyndahús. Þótti Skáldinu það þjóðráð mikið, og varð úr að líta í Laugarásbíó á kvikmyndina Old School. Reyndist þessi mynd vera hin mesta snilld. Will Ferrell er einfaldlega svo mikill snilli að það hálfa væri nóg. Reyndar þótti okkur Stefáni efni myndarinnar ansi kunnuglegt, þrír félagar um þrítugt sem haga sér eins og táningspiltar, minnti okkur á einhverja sem við þekkjum. Eða u.þ.b. alla sem við þekkjum.

Það gæti orðið nokuð langt þangað til að Hverfisbarinn verður heimsóttur aftur. Útilegutörn mikil er nefnilega að hefjast, og strax um næstu helgi er stefnan sett norður á Strandir. Yfirlýst markmið ferðarinnar mun vera að skoða boðaðan sólmyrkva, en óopinbert markmið er að sjálfsögðu að detta í það úti í sveit. Helgina þar á eftir er svo stefnan sett á Skaftafell, þar sem yfirlýst markmið er að labba upp á Hvannadalshnjúk, en óopinbert markmið sem endranær að detta í það úti í sveit. Eru flestar helgar sumarsins nú þegar skipulagðar í slíkar ferðir, þannig að ferðagleði Jarlaskáldsins ætti að ná alveg nýjum víddum í sumar. Maður kíkir nú samt á Hverfó þegar tækifæri gefst til, ekki viljum við að staðurinn fari á hausinn.......

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates