« Home | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » | Bleikt naglalakk Það fór eins og við mátti búast,... » | Andsk! Óskapleg þreyta er þetta. Af hverju ætli h... » | Miðvikublogg ið átjánda Jæja, á maður eitthvað að... » | NBA-blogg að beiðni Mumma Mummi fór þess á leit v... » | Stórkostlegar tilviljanir lambakjötsverðs Jarlask... » | Síðbúið miðvikublogg, ið seytjánda í röðinni Miðv... » 

fimmtudagur, maí 22, 2003 

Miðvikublogg ið tuttugasta

Nei sko, bara tuttugasta miðvikubloggið! Hver hefði trúað því? Þetta hafa nú ekki alltaf verið innihaldsríkustu bloggin, en vonandi hefur enginn beðið skaða af. Ekki verður þetta blogg ríkt að vöxtum, en sjáum hvað setur.

Leikar eru heldur farnir að æsast í vinnunni, Jarlaskáldinu barst liðsauki á mánudaginn og þar var aldeilis vanþörf á. Aumingjabloggarinn (sem að vísu virðist vera að vakna til lífsins) og ungur piltur að nafni Gulli hafa bæst í hópinn, og eru því þrír menn á launaskrá Orkuveitunnar þessa dagana sem gera lítið sem ekkert gagn. Reyndar grunar Jarlaskáldið að það séu mun fleiri á launaskránni þar sem mættu missa sín, en það er önnur saga. Keyrum við um á lítt glæsilegum Hilux og tökum stöku sinnum til hendinni, erum auk þess að verða helvíti góðir í Manna. Svona verður þetta allavega út næstu viku, en 2. júní mætir svo skríllinn, úff...

Af heimavígstöðvunum er nú fátt merkilegt að frétta, kannski það merkilegasta er það að tölva Skáldsins sem verið hefur í lamasessi í rúmlega ár virðist loksins að vera að rétta úr kútnum, gamla manninum var sleppt lausum á hana og hún er öll að koma til. Í sjálfu sér er það ekkert merkilegt, en þetta þýðir a.m.k. að nú ætti Skáldið aftur að geta farið að skrifa geisladiska, þannig að Þórsmerkurdiskur sumarsins ætti að líta dagsins ljós fyrr en síðar. Það sem er ekki síður mikilvægt er að nú gengur Championship Manager miklu hraðar á tölvunni, jibbíjei!

Í dag framlengdi Jarlaskáldið yfirdráttarheimildina sína fram á haust. Sumrinu er borgið. Í dag fór Skáldið líka í hádegismat í nýja Orkuveituhúsinu. Sat við hliðina á Helga Pé. Var að spá í að fá hann til að syngja með sér Ljómaauglýsinguna, en hætti við. Sem betur fer líklega. Annars góður matur í nýja Orkuveituhúsinu.

Þetta er nú meira bullið.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates