« Home | Miðvikublogg ið tuttugasta Nei sko, bara tuttugas... » | Hekla-part two Dömur mínar og herrar, stór tíðind... » | Hekla Jarlaskáldið lætur ekki deigan síga í fjall... » | Burst Þetta er ansi hreint hressandi svona í morg... » | Miðvikublogg ið nítjánda Þetta er búin að vera há... » | Bleikt naglalakk Það fór eins og við mátti búast,... » | Andsk! Óskapleg þreyta er þetta. Af hverju ætli h... » | Miðvikublogg ið átjánda Jæja, á maður eitthvað að... » | NBA-blogg að beiðni Mumma Mummi fór þess á leit v... » | Stórkostlegar tilviljanir lambakjötsverðs Jarlask... » 

laugardagur, maí 24, 2003 

Júró

Jájá, þá er Skáldið bara við það að leggja af stað í júróvisjónpartý þessa árs, og ekki bara eitt heldur tvö og jafnvel fleiri ef illa fer. Eftir ca. korter mætir frú Védís á svæðið og skutlar Jarlaskáldinu upp í Kópavog, með stuttri viðkomu í kjörbúð, til hjónaleysanna Hrafnhildar og Elvars sem bjóða til grilljúróvisjónpartýs. Þar verður væntanlega horft á keppnina í góðra vina og annarra hópi, áfram t.A.T.u.! Þegar þær stöllur hafa fagnað sannfærandi sigri sínum verður för Skáldsins svo beint upp í Bryggjuhverfi, þar sem Toggi býður til veislu. Hvað síðar verður er ómögulegt að segja, líkast til verður leitað niður á láglendið í fyllingu tímans, annars best að fullyrða sem minnst. Vilji einhver lesenda heilsa upp á Skáldið í nótt mætti þó benda þeim á að líta við hér, það er aldrei að vita. Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates