Hekla-part two
Dömur mínar og herrar, stór tíðindi! Jarlaskáldið djammaði ekkert um helgina. Trúiði því ekki? Jæja, best að rifja þá upp alla sólarsöguna...
...ef við byrjum þar sem frá var horfið þá heyrðust drunur miklar hér í Kleifarselinu og giskaði Skáldið á að þeir Stebbi og Willy væru komnir að sækja það. Svo reyndist að vísu ekki vera, heldur var það Vignir Jónsson á sínum „fjallabíl“, og með honum var Eyfi. Hvaðan þessar drunur komu er enn óútskýrt. Var stefna tekin austur fyrir fjall, og ekki stoppað fyrr en við Landvegamót, þar sem áðurnefndir Stebbi og Willy biðu ásamt Togga. Voru þeir búnir að sækja lykla að gististað okkar í Áfangagili, og var stefnan því næst tekin þangað. Í tilefni dagsins settum við Villa Vill í græjurnar og sungum hástöfum með á leiðinni. Beygðum inn á Dómadalsleið og tókst að sjálfsögðu að keyra fram hjá afleggjaranum inn í Áfangagil, en föttuðum það reyndar fljótlega og vorum komnir þangað innan tíðar. Þar blasti við reisulegur burstabær, sem reyndist vera hinn glæsilegasti þegar inn var komið. Var einstök veðurblíða, heiðskírt og logn, og vildi Eyfi helst arka upp á fjall þá þegar þótt farið væri að nálgast miðnætti, en sakir þreytu annarra liðsmanna þurfti hann að bíta í súrt epli. Ekki var þreytan þó svo mikil að farið væri strax í háttinn, heldur dreypt á örfáum ölkollum og rætt um feminisma og önnur hitamál um stund, en ekki entust menn lengi þar eð mikil þolraun beið daginn eftir.
Svo undarlega vildi til á laugardeginum að Jarlaskáldið reis fyrst úr rekkju um þriðjung fyrir klukkan níu, gerist það vonandi aldrei aftur. Ekki leið á löngu fyrr en allir voru komnir á fætur og tóku þá hefðbundin morgunverk við, matur, messa og Müllersæfingar. Gengu þau hratt og örugglega fyrir sig enda vanir menn á ferð, og um hálftíuleytið vorum við orðnir ferðbúnir. Veðurblíðan frá því um nóttina var sem betur fer enn ríkjandi, léttskýjað, hlýtt og logn. Var ekið upp í Skjólkvíar og gekk ágætlega þrátt fyrir stöku holur á veginum sem birtust öllum að óvörum. Við Skjólkvíar birtist fyrsti snjórinn og var stoppað alveg við snælínuna til þess að geta rennt sér alla leið niður að bíl. Voru þeir Vignir, Stefán og Eyfi búnir skíðum en Toggi bara á gönguskónum. Jarlaskáldið var aftur á móti vopnað einblöðungi sínum venju samkvæmt. Var þessum búnaði komið fyrir ýmist á baki eða fótum og svo tekið til við að arka upp. Gekk gangan bara nokkuð vel fyrir sig, sumir drógust aðeins aftur úr um tíma en enginn varð þó örmagna. Á miðri leið virtist sem einhver þoka ætlaði að eyðileggja fyrir okkur útsýnið, en þá sagði Heklan bara „hingað og ekki lengra“ og hélt henni í skefjum í austurhlíðinni. Tókst okkur að komast upp á topp á ca. þremur tímum og þótti bara ansi gott.
Þar var eðlilega heldur kalt og nokkur vindur og því nauðsynlegt að klæða sig betur. Fengum við okkur þar smá næringu, m.a. ameríska auðvaldsdrykkinn og fleira gott. Tókum nokkrar myndir og svona og svo lagði Toggi fljótlega af stað niður þar eð hann var án skíðaprika. Við hinir nutum aðeins útsýnisins en fórum svo að festa prikin við lappirnar á okkur til þess að komast niður. Það gekk svona misjafnlega, Stefán var á einhverjum fornskíðum sem létu illa að stjórn og fleygðu honum í sífellu í jörðina, og Jarlaskáldið var bara í gönguskónum á brettinu sem þýddi að maður var ekkert allt of fastur. Fljótlega fóru menn þó að standa í lappirnar og var barasta hið mesta stuð að skíða niður, færið prýðilegt og veðrið ekki síðra. Höfðu menn á orði að Jarlaskáldið tæki sig bara prýðilega út á fornu brettinu sínu. Á ca. miðri leið niður var um tvær leiðir að ræða, til hægri og vinstri. Í samræmi við pólitíska hugsjón okkar ákváðu þeir Stefán og Vignir að fara til hægri en við Eyfi til vinstri. Fengum við Eyfi aldeilis frábæra brekku sem við skemmtum okkur konunglega í, var Skáldið nær örmagna þegar niður hana var komið. Lengi vel sást ekkert til þeirra Stefáns og Vignis, en eftir dúk og disk birtust þeir og höfðu þá snúið við og voru komnir á sömu leið og við Eyfi. Höfðu víst lent í miklum ógöngum á leiðinni, sem kom okkur Eyfa ekkert á óvart, hægristefnan leiðir alltaf út í ógöngur. Þeir sáu sem betur fer rétta leið undir lokin.
Eftir brekkuna góðu tók við stutt labb en síðasta hlutann var sem betur fer hægt að skíða, sem var og gert og skíðað alveg inn í skott á bílnum. Á þeim hluta tókst Vigni að detta á einhvern þann glæsilegasta hátt sem um getur, og það besta er að Toggi náði því öllu á mynd. Það voru þreyttir en glaðir kappar sem hittust við bílana þegar allir voru komnir niður.
Næst lá leiðin aftur í Áfangagil þar sem við fögnuðum afreki okkar á viðeigandi hátt. Pökkuðum svo draslinu saman og héldum heimleiðis, og okkur til mikillar ánægju var komin hellirigning, gott á liðið sem var uppi á fjalli þá stundina. Heim var Jarlaskáldið komið um sjöleytið, og það fyrsta sem það gerði var að fá sér feitan borgara. Hressandi.
Það verður seint sagt að laugardagskvöldið hafi verið kvöld mikilla aðgerða, einhverra hluta vegna þóttust menn þreyttir og því varð úr að fara í Heiðarásinn og glápa þar á spólu. Rules of Attraction hét ræman, nokkuð sniðug mynd, m.a.s. gæinn sem leikur Dawson (ekki það að Skáldið hafi séð stakan þátt af þeirri vellu) var helvíti góður sem dópsali. Það besta við myndina var þó þessi manneskja, sem gerði það gott á öllum sviðum. Mætti alveg henda **1/2 á þessa mynd. Um hálftvöleytið var spólan búin og haldið heim, þar var einhver körfuboltaleikur í gangi sem Skáldið reyndi að horfa á, en gafst fljótlega upp sakir syfju. Skilst að Dallas hafi unnið.
Í dag fór Skáldið á KFC. Það var u.þ.b. allt.
Jahá, þannig var nú það, enginn ólifnaður og djöfulgangur við lýði þessa helgina. Öfuga sálfræðin virkaði bara helvíti vel. Eitthvað segir þó Skáldinu að engin sálfræði muni duga næstu helgi, þá er jú Júróvisjón, og það þýðir bara eitt. Áfram t.A.T.u.!
Að lokum sendir Jarlaskáldið árnaðaróskir sínar vestur yfir haf, alla leið til Beib-fjölskyldunnar sem eignaðist litla stúlku í gær. Til hamingju Solla og Gunni!
Dömur mínar og herrar, stór tíðindi! Jarlaskáldið djammaði ekkert um helgina. Trúiði því ekki? Jæja, best að rifja þá upp alla sólarsöguna...
...ef við byrjum þar sem frá var horfið þá heyrðust drunur miklar hér í Kleifarselinu og giskaði Skáldið á að þeir Stebbi og Willy væru komnir að sækja það. Svo reyndist að vísu ekki vera, heldur var það Vignir Jónsson á sínum „fjallabíl“, og með honum var Eyfi. Hvaðan þessar drunur komu er enn óútskýrt. Var stefna tekin austur fyrir fjall, og ekki stoppað fyrr en við Landvegamót, þar sem áðurnefndir Stebbi og Willy biðu ásamt Togga. Voru þeir búnir að sækja lykla að gististað okkar í Áfangagili, og var stefnan því næst tekin þangað. Í tilefni dagsins settum við Villa Vill í græjurnar og sungum hástöfum með á leiðinni. Beygðum inn á Dómadalsleið og tókst að sjálfsögðu að keyra fram hjá afleggjaranum inn í Áfangagil, en föttuðum það reyndar fljótlega og vorum komnir þangað innan tíðar. Þar blasti við reisulegur burstabær, sem reyndist vera hinn glæsilegasti þegar inn var komið. Var einstök veðurblíða, heiðskírt og logn, og vildi Eyfi helst arka upp á fjall þá þegar þótt farið væri að nálgast miðnætti, en sakir þreytu annarra liðsmanna þurfti hann að bíta í súrt epli. Ekki var þreytan þó svo mikil að farið væri strax í háttinn, heldur dreypt á örfáum ölkollum og rætt um feminisma og önnur hitamál um stund, en ekki entust menn lengi þar eð mikil þolraun beið daginn eftir.
Svo undarlega vildi til á laugardeginum að Jarlaskáldið reis fyrst úr rekkju um þriðjung fyrir klukkan níu, gerist það vonandi aldrei aftur. Ekki leið á löngu fyrr en allir voru komnir á fætur og tóku þá hefðbundin morgunverk við, matur, messa og Müllersæfingar. Gengu þau hratt og örugglega fyrir sig enda vanir menn á ferð, og um hálftíuleytið vorum við orðnir ferðbúnir. Veðurblíðan frá því um nóttina var sem betur fer enn ríkjandi, léttskýjað, hlýtt og logn. Var ekið upp í Skjólkvíar og gekk ágætlega þrátt fyrir stöku holur á veginum sem birtust öllum að óvörum. Við Skjólkvíar birtist fyrsti snjórinn og var stoppað alveg við snælínuna til þess að geta rennt sér alla leið niður að bíl. Voru þeir Vignir, Stefán og Eyfi búnir skíðum en Toggi bara á gönguskónum. Jarlaskáldið var aftur á móti vopnað einblöðungi sínum venju samkvæmt. Var þessum búnaði komið fyrir ýmist á baki eða fótum og svo tekið til við að arka upp. Gekk gangan bara nokkuð vel fyrir sig, sumir drógust aðeins aftur úr um tíma en enginn varð þó örmagna. Á miðri leið virtist sem einhver þoka ætlaði að eyðileggja fyrir okkur útsýnið, en þá sagði Heklan bara „hingað og ekki lengra“ og hélt henni í skefjum í austurhlíðinni. Tókst okkur að komast upp á topp á ca. þremur tímum og þótti bara ansi gott.
Þar var eðlilega heldur kalt og nokkur vindur og því nauðsynlegt að klæða sig betur. Fengum við okkur þar smá næringu, m.a. ameríska auðvaldsdrykkinn og fleira gott. Tókum nokkrar myndir og svona og svo lagði Toggi fljótlega af stað niður þar eð hann var án skíðaprika. Við hinir nutum aðeins útsýnisins en fórum svo að festa prikin við lappirnar á okkur til þess að komast niður. Það gekk svona misjafnlega, Stefán var á einhverjum fornskíðum sem létu illa að stjórn og fleygðu honum í sífellu í jörðina, og Jarlaskáldið var bara í gönguskónum á brettinu sem þýddi að maður var ekkert allt of fastur. Fljótlega fóru menn þó að standa í lappirnar og var barasta hið mesta stuð að skíða niður, færið prýðilegt og veðrið ekki síðra. Höfðu menn á orði að Jarlaskáldið tæki sig bara prýðilega út á fornu brettinu sínu. Á ca. miðri leið niður var um tvær leiðir að ræða, til hægri og vinstri. Í samræmi við pólitíska hugsjón okkar ákváðu þeir Stefán og Vignir að fara til hægri en við Eyfi til vinstri. Fengum við Eyfi aldeilis frábæra brekku sem við skemmtum okkur konunglega í, var Skáldið nær örmagna þegar niður hana var komið. Lengi vel sást ekkert til þeirra Stefáns og Vignis, en eftir dúk og disk birtust þeir og höfðu þá snúið við og voru komnir á sömu leið og við Eyfi. Höfðu víst lent í miklum ógöngum á leiðinni, sem kom okkur Eyfa ekkert á óvart, hægristefnan leiðir alltaf út í ógöngur. Þeir sáu sem betur fer rétta leið undir lokin.
Eftir brekkuna góðu tók við stutt labb en síðasta hlutann var sem betur fer hægt að skíða, sem var og gert og skíðað alveg inn í skott á bílnum. Á þeim hluta tókst Vigni að detta á einhvern þann glæsilegasta hátt sem um getur, og það besta er að Toggi náði því öllu á mynd. Það voru þreyttir en glaðir kappar sem hittust við bílana þegar allir voru komnir niður.
Næst lá leiðin aftur í Áfangagil þar sem við fögnuðum afreki okkar á viðeigandi hátt. Pökkuðum svo draslinu saman og héldum heimleiðis, og okkur til mikillar ánægju var komin hellirigning, gott á liðið sem var uppi á fjalli þá stundina. Heim var Jarlaskáldið komið um sjöleytið, og það fyrsta sem það gerði var að fá sér feitan borgara. Hressandi.
Það verður seint sagt að laugardagskvöldið hafi verið kvöld mikilla aðgerða, einhverra hluta vegna þóttust menn þreyttir og því varð úr að fara í Heiðarásinn og glápa þar á spólu. Rules of Attraction hét ræman, nokkuð sniðug mynd, m.a.s. gæinn sem leikur Dawson (ekki það að Skáldið hafi séð stakan þátt af þeirri vellu) var helvíti góður sem dópsali. Það besta við myndina var þó þessi manneskja, sem gerði það gott á öllum sviðum. Mætti alveg henda **1/2 á þessa mynd. Um hálftvöleytið var spólan búin og haldið heim, þar var einhver körfuboltaleikur í gangi sem Skáldið reyndi að horfa á, en gafst fljótlega upp sakir syfju. Skilst að Dallas hafi unnið.
Í dag fór Skáldið á KFC. Það var u.þ.b. allt.
Jahá, þannig var nú það, enginn ólifnaður og djöfulgangur við lýði þessa helgina. Öfuga sálfræðin virkaði bara helvíti vel. Eitthvað segir þó Skáldinu að engin sálfræði muni duga næstu helgi, þá er jú Júróvisjón, og það þýðir bara eitt. Áfram t.A.T.u.!
Að lokum sendir Jarlaskáldið árnaðaróskir sínar vestur yfir haf, alla leið til Beib-fjölskyldunnar sem eignaðist litla stúlku í gær. Til hamingju Solla og Gunni!