Iðjuleysi
Já, góðir hálsar, Jarlaskáldið lá í leti þessa helgina, ekkert djamm, ekki neitt. Ástæðan er svo sem ekkert mjög frumleg, alger blankheit, auk þess sem næsta helgi verður væntanlega tekin með trukki. Eitthvað sýslaði maður þó, og ekki var það allt spennandi.
Á föstudaginn var Jarlaskáldið helst í því að slást við herra blogger.com. Hann hefur verið með önugasta móti síðustu vikur (ætli það hafi eitthvað með það að gera að hann var keyptur af google fyrir skömmu?), eins og reyndar flestir hafa væntanlega orðið varir við. Íslensku stafirnir hafa birst sem kassar og alls kyns tákn, en Jarlaskáldinu tókst að lokum að finna tímabunda lausn á því (hægrismella á textann, breyta encoding í western european, ef einhver skyldi ekki vita það). Reyndi líka lengi vel að gera hlekki á gömul skrif, sem hurfu einhvern tímann af síðunni af einhverjum óútskýrðum ástæðum, en gafst upp á því, kannski getur einhver tölvunörd reddað því við tækifæri. Ansi bagalegt, því þegar þessi færsla verður birt hverfur Ferðasagan góða frá Ítalíu af síðunni.
Á laugardaginn var meiningin að skella sér á snjóbretti, en þar sem enginn nennti að vera Skáldinu samferða varð ekkert úr því, svo dagurinn fór í leti. Spilaði Championship Manager til dauða, vann bæði deild, bikar og Meistaradeildina með Barcelona, sæmilegt það. Um kvöldið varð svo úr að fara á videóleiguna og taka þrjár misgóðar myndir: Orange County (góð), Big Trouble (alltílæ) og Freddy Got Fingered (myndir verða ekki mikið verri). Síðasta myndin var sem betur fer ókeypis, Skáldið tók hana eiginlega bara til að sjá hvort hún væri jafnvond og sagt var. Hún er það. Shaq leikur m.a.s. í henni, sem er vont.
Sunnudagurinn fór í álíka leti, sjónvarpsgláp (formúla, fótbolti, körfubolti, o.fl.), meiri CM, en þó aðallega vesenast á netinu við að leita að lögum fyrir Agureyrishdiskinn 2003. Fer hann að líta allvel út, vantar eiginlega bara Halldór Ásgrímsson lagið, og hann verður fullkominn. Agureyrishferðin 2003 er víst eftir litla 4 daga, ekki seinna vænna að klára helvítis diskinn.
Já, góðir hálsar, Jarlaskáldið lá í leti þessa helgina, ekkert djamm, ekki neitt. Ástæðan er svo sem ekkert mjög frumleg, alger blankheit, auk þess sem næsta helgi verður væntanlega tekin með trukki. Eitthvað sýslaði maður þó, og ekki var það allt spennandi.
Á föstudaginn var Jarlaskáldið helst í því að slást við herra blogger.com. Hann hefur verið með önugasta móti síðustu vikur (ætli það hafi eitthvað með það að gera að hann var keyptur af google fyrir skömmu?), eins og reyndar flestir hafa væntanlega orðið varir við. Íslensku stafirnir hafa birst sem kassar og alls kyns tákn, en Jarlaskáldinu tókst að lokum að finna tímabunda lausn á því (hægrismella á textann, breyta encoding í western european, ef einhver skyldi ekki vita það). Reyndi líka lengi vel að gera hlekki á gömul skrif, sem hurfu einhvern tímann af síðunni af einhverjum óútskýrðum ástæðum, en gafst upp á því, kannski getur einhver tölvunörd reddað því við tækifæri. Ansi bagalegt, því þegar þessi færsla verður birt hverfur Ferðasagan góða frá Ítalíu af síðunni.
Á laugardaginn var meiningin að skella sér á snjóbretti, en þar sem enginn nennti að vera Skáldinu samferða varð ekkert úr því, svo dagurinn fór í leti. Spilaði Championship Manager til dauða, vann bæði deild, bikar og Meistaradeildina með Barcelona, sæmilegt það. Um kvöldið varð svo úr að fara á videóleiguna og taka þrjár misgóðar myndir: Orange County (góð), Big Trouble (alltílæ) og Freddy Got Fingered (myndir verða ekki mikið verri). Síðasta myndin var sem betur fer ókeypis, Skáldið tók hana eiginlega bara til að sjá hvort hún væri jafnvond og sagt var. Hún er það. Shaq leikur m.a.s. í henni, sem er vont.
Sunnudagurinn fór í álíka leti, sjónvarpsgláp (formúla, fótbolti, körfubolti, o.fl.), meiri CM, en þó aðallega vesenast á netinu við að leita að lögum fyrir Agureyrishdiskinn 2003. Fer hann að líta allvel út, vantar eiginlega bara Halldór Ásgrímsson lagið, og hann verður fullkominn. Agureyrishferðin 2003 er víst eftir litla 4 daga, ekki seinna vænna að klára helvítis diskinn.