« Home | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » | Miðvikublogg ið áttunda Hápunktur dagsins í dag v... » | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » | Allur lurkum laminn Jarlaskáldið er allt lurkum l... » | Miðvikublogg ið sjötta Það var stirður skrokkur s... » | Endurfundir Jarlaskáldið var á faraldsfæti í dag,... » | Fjör á Fróni Þar sem nær öll síðasta vika fór í a... » | Lengsta partýblogg sögunnar!!! Jamm, þá er bara ... » 

mánudagur, febrúar 24, 2003 

Lífsmyndir Skálds

Ýmislegt hefur verið á seyði hjá Skáldinu síðan síðast fréttist af því, sumt gott og annað verra. Byrjum á byrjuninni.

Á föstudaginn var útför pabba hans Gunna frá Fríkirkjunni, og mætti Skáldið þangað. Þrátt fyrir sorglegt tilefni var gaman að hitta allan vinahópinn, langt síðan hann hefur verið allur saman kominn á einum stað.
Sem von er var fólk í litlum partýhugleiðingum um kvöldið, og hélt Jarlaskáldið sig heima við og glápti á imbann fram eftir kvöldi eða þangað til dagskráin var orðin svo slæm að ekki var annað að gera en að leggjast í fletið. Sem var reyndar eins gott því...

...eldsnemma á laugardagsmorgun (10 eða eitthvað!) var Skáldið vakið af símhringingu. Var þar á ferð Magnús frá Þverbrekku sem vildi óður og uppvægur halda til fjalla á skíði, en sakir bílleysis neyddist hann til að draga Skáldið með. Var það auðsótt mál, enda veður hið besta og allar líkur á góðum degi. Upp í Bláfjöll vorum við komnir á tólfta tímanum, og hittum þar fyrir þá félaga Pétur Maack og Hjört Einarsson, sem líkt og Jarlaskáldið voru á forláta snjóbrettum. Var meiningin að skíða með þeim, en þar eð menn voru mismikið að flýta sér urðum við snemma viðskila, rákumst þó ósjaldan á þá kappa í brekkunum. Upp úr þrjú bættust svo þeir Andrésson og Eyfi í hópinn, og var skíðað til klukkan sex vítt og breitt um svæðið. Var nánast Ítalíustandard á skemmtanastuðli dagsins, prýðisfæri, gott veður, stuttar eða engar raðir, allar lyftur opnar, og franskarnar í búllunni m.a.s. ætar. Vantaði bara ákveðinn vökva og þetta hefði verið fullkomið. Þeir fjölmörgu sem ekki nenntu upp eftir eru hér með stimplaðir suckers.

Á laugardagskvöldið var enn og aftur haldið út á lendur skemmtanalífsins, og í þetta skiptið var stefnan tekin á útskriftar/innflutnings/afmælispartý hjá Hrafnhildi Hannesdóttur. Var það partý með miklum ágætum, stuð og djamm bara nokkuð almennt, en þó má segja að þrír aðilar hafi skarað fram úr í þeim efnum. Þessir þrír aðilar hurfu einmitt á braut seinna um kvöldið, og litu við í flugpartý í einhverju húsi við Laugaveginn. Stuð var þar einnig nokkuð, en ekki þekkti Skáldið marga. Varð dvölin stutt, og stefnan næst tekin á kunnuglegri slóðir. Í Hillsboroughröðinni hittum við fyrir þá félaga Staffan og Vigni, sem voru komnir heim með öngulinn í rassinum og skottið milli lappanna eftir fremur endasleppan jeppatúr upp á Langjökul. Voru þeir engu að síður hressir, sem og Toggi og frú og Andrésson og frú sem einnig munu hafa verið á svæðinu, auk þeirra mætti frk. Adolf á svæðið stuttu síðar. Í röðinni var heljarinnar fjör, því auk troðnings og kulda var hellirigning. Komumst inn um síðir, og tóku þá við hefðbundnir siðir, brunað á barinn og síðan á gólfið hvar dansmenntir voru stundaðar fram eftir nóttu. Var celebastandard með ágætasta móti, blökkumaðurinn Robert Townsend mætti á svæðið, en hann féll þó óneitalega í skuggann af sjálfum Stefáni Hilmarssyni. Beibstandardinn var í góðu meðallagi, annars var Skáldið ekkert að stíga í vænginn við stúlkur eftir sneypuför síðustu helgar, lét sér nægja að stíga dansspor sín með Adolfi og frú Andrésson. Aulaháttur næturinnar hlýtur að teljast það að bæði Jarlaskáldinu og Adolfi tókst að týna hlutum, Skáldinu tókst að týna jakkanum sínum hvar í voru einu bíllyklar þess, en Adolf týndi bæði veski og síma. Var leitað að þessu dyrum og dyngjum tímunum saman, og menn orðnir heldur fúlir undir hið síðasta. Þegar ljósin voru svo kveikt klukkan sex og fólki skipað að hypja sig burt kom í ljós að jakkinn hafði verið á borði við hliðina á Skáldinu allan tímann, og síminn og veskið undir jakkanum hans Staffans. Sem er aulalegt. Ojæja, þetta fannst að minnsta kosti.
Í birtu ljósanna kom einnig í ljós að allir nema Skáldið, Adolf og Staffan voru horfnir, og því ekkert annað að gera en að ná sér í Hlöllann sinn og drulla sér heim. Þar vaknaði einmitt Skáldið í morgun, sitjandi fyrir framan sjónvarpið með Simpsons í gangi, some things never change!

Í dag voru svo stundaðar hefðbundnar eftirdjammsaðgerðir, að sækja bílinn niður í bæ með viðkomu hjá Kentucky Fried, og síðan að liggja í heitu pottunum í Laugardalnum fram eftir degi og skoða stelpur. Ekki amalegt það. Og þá er þeta bara búið. Meira seinna.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates