« Home | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » | Allur lurkum laminn Jarlaskáldið er allt lurkum l... » | Miðvikublogg ið sjötta Það var stirður skrokkur s... » | Endurfundir Jarlaskáldið var á faraldsfæti í dag,... » | Fjör á Fróni Þar sem nær öll síðasta vika fór í a... » | Lengsta partýblogg sögunnar!!! Jamm, þá er bara ... » | Miðvikublogg ið fimmta Nei, því miður, engin ferð... » | Grámygla hversdagsleikans Það er ekki mjög hýrt y... » 

miðvikudagur, febrúar 19, 2003 

Miðvikublogg ið áttunda

Hápunktur dagsins í dag var að fara á Kentucky Fried í Mosfellsbæ í hádegishléinu. Stórkostleg er tilvera Jarlaskáldsins. Annars var kjúllinn hinn ágætasti, eins og hans er von og vísa.

Í síðasta miðvikubloggi hljóp Jarlaskáldið aldeilis á sig þegar það hélt því fram að Dr. Greene í ER væri loksins horfinn á braut. En því var sko aldeilis ekki að heilsa í þættinum í kvöld, alveg hreint sautján vasaklúta þáttur þar sem áhorfendur fengu að njóta þess að sjá kappann drepast hægt og sígandi með tilheyrandi gráti og gnístran tanna. Örugglega versti ER þáttur ever. Sem betur fer tók betra við, That '70s Show snilld eins og jafnan, gott ef ekki orðinn næstuppáhalds þáttur Jarlaskáldsins á eftir hinum stórkostlega Scrubs. Verst að maður missir af Fólk með Sirrý. Eða bara ekki.

Á morgun er það ætlun Jarlaskáldsins að hreyfa sig aðeins eftir nokkurt hlé, þ.e.a.s. ef veður verða ei of válynd, því ef einhver skíðasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar verða opin á morgun mun Skáldið mæta þangað strax eftir vinnu og sýna listir sínar. Hafi einhverjir áhuga á að slást með í för eru þeir hér með boðnir velkomnir (ekki verra ef þar væru á ferð íturvaxnar einhleypar yngismeyjar á aldrinum 18-22 ára).

Að lokum óskar Jarlaskáldið Kettinum til hamingju með aldarfjórðunginn, og vill um leið nota tækifærið til að krefjast þess að Kötturinn láti af aumingjabloggi sínu og komi með feitt afmælispartýblogg í anda þess er hér ritar. Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates