« Home | Blúður Jarlaskáldið skrapp einu sinni sem oftar u... » | Lífsmyndir Skálds Ýmislegt hefur verið á seyði hj... » | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » | Miðvikublogg ið áttunda Hápunktur dagsins í dag v... » | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » | Allur lurkum laminn Jarlaskáldið er allt lurkum l... » | Miðvikublogg ið sjötta Það var stirður skrokkur s... » | Endurfundir Jarlaskáldið var á faraldsfæti í dag,... » 

fimmtudagur, febrúar 27, 2003 

Miðvikublogg ið níunda

Enn eitt miðvikubloggið, en er frá einhverju að segja? Jújú, það er nú alltaf eitthvað. Frá síðasta pistli hefur það helst gerst að Jarlaskáldið brá sér enn eitt skiptið upp í Bláfjöll, þetta fer nú að hætta að vera sniðugt! Þrusugaman sem fyrr, en engin stórafrek unnin í þetta skiptið. Jarlaskáldið lofar að fara ekki upp í fjöll á morgun. Hvers vegna? Á morgun ætlar Jarlaskáldið að kíkja niður í Háskóla Íslands á kynningu á framhaldsnámi, Skáldið er nefnilega að gæla við þá hugmynd að gerast námsmaður að nýju næsta haust. Það er nefnilega ansi ljúft líf ef rétt er munað, maður getur sofið út flesta daga og svo eru líka oft haldnar vísindaferðir og partý hvurs konar, jú ætli maður skelli sér ekki bara í eitthvað nám! Getur ekki verið verra en að vinna í Ost og smjör er það?

Fyrst maður er nú farinn að ræða framtíðina er víst við hæfi að tilkynna það hér með að það lítur allt út fyrir að Skáldið muni enn eitt sumarið vinna á Nesjavöllum, Meistarinn hafði samband um daginn og vildi ólmur vita hvort Skáldið kæmi ekki örugglega aftur því það stefndi í mikla fjölgun gríslinga á svæðinu sem þyrfti að leiðbeina við vinnuna. Skáldið hugsaði með hryllingi til þess hvernig ástandið yrði ef t.d. aumingjabloggarinn eða jafnvel Mummi yrðu við stjórnvölinn og gat því ekki skorast undan þessari bón Meistarans. Maður byrjar líklega mánaðamótin apríl-maí þarna, gerir ekkert í svona mánuð, og svo mæta gríslingarnir á svæðið í júní. Same old shit.

Sem endranær má búast við að Jarlaskáldið líti við á búllum bæjarins um helgina. Á föstudaginn er Skáldið að spá í að fara með aumingjabloggaranum í einhverja vísindaferð, ekki veit það hvert, en það er hvort sem er algert aukaatriði. Þá um kvöldið á svo einhver kona sem Skáldið þekkir afmæli og ekki ólíklegt að litið verði við hjá henni, a.m.k ef það verður einhver teiti í gangi. Enn síðar það kvöld má leiða líkur að því að gestir Hverfisbarsins fái að njóta nærveru Skáldsins, eða svo segir sagnfræðin a.m.k. Undir morgun má svo telja næsta öruggt að hitta megi Skáldið annað hvort á Nonnanum eða Hlöllanum, enn og aftur er stuðst við sagnfræðina til að fá það út. Á laugardaginn er svo reyndar ekkert planað. Segir Skáldinu þó svo hugur að ekki verði setið með hendur í skauti. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að allt það verður ákaflega gaman þá....


Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates