« Home | Miðvikublogg ið níunda Enn eitt miðvikubloggið, e... » | Blúður Jarlaskáldið skrapp einu sinni sem oftar u... » | Lífsmyndir Skálds Ýmislegt hefur verið á seyði hj... » | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » | Miðvikublogg ið áttunda Hápunktur dagsins í dag v... » | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » | Allur lurkum laminn Jarlaskáldið er allt lurkum l... » | Miðvikublogg ið sjötta Það var stirður skrokkur s... » 

mánudagur, mars 03, 2003 

Íslenska vegahandbókin

Íslenska vegahandbókin er aldeilis fín bók, en umfjöllun um hana verður að bíða betri tíma, því lesendur þyrstir að vita hvað dreif á daga Jarlaskáldsins um helgina. Sem var þetta:

Föstudagurinn varð eiginlega nákvæmlega eins og spáð hafði verið fyrir um í síðasta miðvikubloggi, með eilitlum útúrdúrum. Skáldið fór sannarlega í vísindaferð með gömlum félögum í íslenskunni, JPV-forlag var svo almennilegt að hella oní okkur, á þakkir skildar fyrir. Annars bara merkilega fróðleg vísindaferð, miðað við margar sem Skáldið hefur farið í, tengdist m.a.s. náminu eitthvað. Ýmsir góðir menn á svæðinu, Aumingjabloggarinn, Hafnfirðingurinn Atli Týr, Skagamaðurinn Sævar ofurplögg, og svo náttúrulega mestmegnis stelpur. Ekki er það nú verra.
Eftir tvo tíma var okkur að lokum fleygt út, og einhverra hluta vegna varð Café Victor næsti áfangastaður. Þar gæddi Jarlaskáldi sér á fyrirtaks Búrrító, og ræddi ýmis andans mál yfir bjórglasi, en upp úr níu hélt það upp á hálendið, alla leið upp í Grafarvog, hvar frú Andrésson bauð til afmælisveislu. Jarlaskáldið var framan af fulli gæjinn í partýinu, enda byrjaði það talsvert fyrr en aðrir, en missti þann titil fljótlega þegar Gústi mætti á svæðið, en hvann hafði einmitt líka verið í vísindaferð, þar sem var sennilega veitt aðeins betur. Annars fór teitin prúðmannlega fram, og fátt meira um hana að segja.
Merkilegt nokk var haldið á Hverfisbarinn síðar um nóttina, þar tókst Jarlaskáldinu m.a. að tala af sér, skamma dómara fyrir of léttar spurningar, og að týna engu, sem er líklega merkilegast. Endaði svo í leigara með alldrukknum Magnúsi um fimmleytið eftir heimsókn á Nonnann, Magnús kveðst ekki muna eftir bílferð þeirri, kannski eins gott hans vegna.
Á laugardaginn var nú ekki beint á stefnuskránni að leita út á lendur skemmtanalífsins, en Jarlaskáldið stóðst ekki mátið þegar því voru boðnar þrjúhundruð milljónir króna fyrir að mæta á djammið. Síðar kom í ljós að það var bara plat, sagt í hálfkæringi. Bull. Hvað sem því líður varð úr að við Stefán enduðum á því að fara tveir niður í bæ, var meiningin að hitta þar félaga Magnús á þeim vonda stað Thorvaldsensbar, en þangað hafði Magnús einmitt lofað að fara aldrei aftur. Merkilegt hvað frítt brennivín getur oft hjálpað til í þeim efnum. Magnús var reyndar svo flottur á því þarna að hann reddaði okkur Stefáni inn fram fyrir röð, og blæddi svo á alla á barnum sem vildu. Vonandi var hann ekki að borga þetta sjálfur. Beibstandard var góður, svo mikið man Skáldið. Meiningin var að halda hér áfram frásögn af atburðum næturinnar, en rétt í þessu var ónafngreind manneskja að hringja og bjóða Jarlaskáldinu þrjú hundruð milljónir króna gegn því að hafa hljótt um þá atburði. Vonandi er þetta ekki líka plat....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates