« Home | Lífsmyndir Skálds Ýmislegt hefur verið á seyði hj... » | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » | Miðvikublogg ið áttunda Hápunktur dagsins í dag v... » | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » | Allur lurkum laminn Jarlaskáldið er allt lurkum l... » | Miðvikublogg ið sjötta Það var stirður skrokkur s... » | Endurfundir Jarlaskáldið var á faraldsfæti í dag,... » | Fjör á Fróni Þar sem nær öll síðasta vika fór í a... » 

miðvikudagur, febrúar 26, 2003 

Blúður

Jarlaskáldið skrapp einu sinni sem oftar upp í Bláfjöll í kvöld, ásamt þeim fóstbræðrum Magga og Stebba. Það má hreinlega ekki vera minnsta færi til að skíða þessa dagana án þess að við séum mættir þangað. Við vorum reyndar ekkert of bjartsýnir á þetta svona fyrirfram, bjuggumst við skítaslabbi og þoku, en okkur skemmtilega á óvart var færið bara ágætt, a.m.k. á löngum köflum, enda hafði greinilega snjóað allan daginn, og þokan ekkert svo mikil. Auk þess var ekki kjaftur í fjallinu og því engin bið eftir lyftum. Tókst okkur því að fara fjölmargar ferðir á þessum tveimur tímum sem við vorum í brekkunum, sem er gott. Ekkert sosum merkilegt í frásögur færandi, fyrir utan það að Skáldinu tókst að stökkva allríflega hæð sína í loft upp í fullum herklæðum (kannski ekki mikið afrek þegar hæð Skáldsins er höfð í huga) af stökkpalli einum allstórum og tókst m.a.s að lenda á réttum kili og vera til frásagnar á eftir. Var flugferð þessi nokkuð glæsileg að sögn viðstaddra. Að vísu eru lappir Jarlaskáldsins eitthvað að kvarta undan þessari óblíðu meðferð á sér, en maður býr víst ekki til ommelettu án þess að brjóta egg, er það?

Jarlaskáldið var að taka til í linkalistanum sínum. Dengsi var fundinn sekur um aumingjablogg og hlýtur þá refsingu að vera fleygt út í ystu myrkur. Oddi aumingjabloggari var ansi hætt kominn um tíma en náði að bjarga sér fyrir horn með því að blogga um helgina. Svo átti hann líka afmæli á konudaginn, hefur eflaust þolað nóg í bili.Hann er þó sem fyrr á skilorði, brjóti hann af sér á nýjan leik mun hann hljóta sömu örlög og Dengsi. Jarlaskáldið hefur einnig vökult auga með öðrum sem hafa verið latir að undanförnu, þið vitið hver þið eruð, enginn er óhultur! Ekki hefur arftaki Dengsa í linkalistann enn fundist, áhugasamir mættu alveg hafa samband og færa rök fyrir því að þeir ættu slíka upphefð skilda. „Rök“ í þessu sambandi mætti alveg skilja sem „peningagreiðsla“, það er jú hart á dalnum þessa dagana.

Að lokum: Hvað þýðir orðið blúður?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates