« Home | Miðvikublogg ið tíunda Fussogsvei, haldiði að mað... » | Íslenska vegahandbókin Íslenska vegahandbókin er ... » | Miðvikublogg ið níunda Enn eitt miðvikubloggið, e... » | Blúður Jarlaskáldið skrapp einu sinni sem oftar u... » | Lífsmyndir Skálds Ýmislegt hefur verið á seyði hj... » | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » | Miðvikublogg ið áttunda Hápunktur dagsins í dag v... » | Um staðfestu Jarlaskáldsins Eins og greint var fr... » | Miðvikublogg ið sjöunda Asskoti er Jarlaskáldið b... » | Jarlaskáldið í menningarreisu - Stóra neftóbakshne... » 

föstudagur, mars 07, 2003 

Handbók um íslenskan framburð

Enn hefur Jarlaskáldið neyðst til að taka til í hlekkjasafni sínu. Fyrir stuttu var Dengsi gerður brottrækur sakir aumingjabloggs, og nú hefur Hjörtur framið bloggsjálfsmorð. Í stað þeirra kynnir Skáldið til sögunnar tvo nýja liðsmenn. Fyrst ber að telja jánei-bloggið, sem er á vegum frænku Skáldsins en hún dvelur þessa mánuðina í Hondúras og virðist bera því landi vel söguna. Hinn liðsmaðurinn er öllu verri, en eins og Pálmi Gunnarsson sagði, gleymdu ekki þínum minnsta bróður, en hann (lillebror, ekki Pálmi) á einmitt veg og vanda af þessum vonda vef. Allavega, þið skoðið þetta á eigin ábyrgð.

Í öðrum fréttum er það helst að Jarlaskáldið er allt að braggast eftir pestina litlu, og telur það þjóðráð að halda eina æfingu eða svo um helgina fyrir Agureyrishferðina miklu. Er hér átt við það að renna sér í brekkum, verði til þess veður, í hinu aðalviðfangsefni Agureyrishferðar þarfnast Skáldið tæplega æfingar, það er í ágætis formi.

Horfði Skáldið líkt og venjulega á Gettu betur í kvöld, ekki voru þau góð liðin í kvöld, annað sýnu verra. Þurfti m.a.s. samúðarstig til að komast í tveggja stafa tölu. Þó svo að Skáldið sé enn á því að spurningarnar (einkum hraðaspurningarnar) séu í það léttasta má dómarinn eiga það að spurningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið skemmtilegri. Vonandi verða spurningarnar aðeins þyngri í næstu þremur keppnum, og að lokum leggur Jarlaskáldið til í ljósi „skemmtiatriðis“ M.S.-inga í kvöld að skemmtiatriðum verði sleppt algjörlega í framtíðinni, þetta var hreinlega pínlegt á að horfa.


Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates