Miðvikublogg ið tíunda
Fussogsvei, haldiði að maður sé ekki búinn að sér í enn eina pestina þennan veturinn! Kannski ekki sú alvarlegasta sem dunið hefur yfir Jarlaskáldið, en það er nú samt verulega pirrandi að vera með annað hvort Dettifoss lekandi út úr nefinu á manni eða þá allt svo stíflað að nánast þarf að barkaþræða mann til að geta andað. Í ofanálag er svo hálsinn ekkert alltof sáttur, þrátt fyrir að ca. fimm pokar af Vicks hálsbrjóstsykri hafi farið þar um síðustu daga. S.s. ekki gaman, sérstaklega af því maður hefur það hundslæmt en samt ekki nógu slæmt til að liggja bara í fletinu og vorkenna sjálfum sér. Ætli þessi pestagangur í vetur hafi eitthvað með það að gera að Jarlaskáldið vinnur níu tíma á dag inni í kæliklefa? Humm....
Eitt er þó sem gleður, og það er endurkoma hins ágæta sjónvarpsþáttar Ed á skjáinn. Ekki er Skáldið sátt við að upphafslaginu, sem var nota bene með hinni stórgóðu hljómsveit Foo Fighters, hefur verið skipt út fyrir eitthvað annað leiðinlegra lag, en er allsátt engu að síður. Merkilegt að nú eru eiginlega allir uppáhaldsþættir Jarlaskáldsins sýndir í Ríkissjónvarpinu ( Scrubs, '70s Show, Frasier, Gettu betur), af er það sem áður var. Ef Stöð 2 fer ekki að sýna Simpsons aftur fer maður nú bara að íhuga að slíta samningum við hann, það er bókstaflega ekkert af viti þar þessa dagana. Maður getur samt eiginlega ekki kvartað yfir Skjánum, það er álíka heimskulegt og að nöldra yfir því að fólk sé að blogga, hann er þarna ókeypis ef maður vill hann, annars getur maður leitt hann algjörlega hjá sér.
Á morgun verður Eurocardreikningurinn borgaður, og í kjölfar þess má búast við að sparsemi, hagsýni og ráðdeild verði í hávegum höfð hjá Jarlaskáldinu. Yeah right! Reyndar ekkert að gerast næstu vikuna eða svo, en eftir eina átta daga verður Agureyrisferð in seinni, og þá má búast við að allar flóðgáttir peningaveskisins opni. Maður verður nú að leggja sitt af mörkum svo að hjól hagkerfisins snúist, er það ekki? Víst búið að redda annarri íbúð á sama stað fyrir hópinn, það var kannski fullmikið að vera 20+ í einni lítilli íbúð, en aumingja fólkið sem verður í íbúðinni á milli! Núna er bara að krjúpa með hausinn í norðurátt og biðja fyrir snjó, allir saman nú!
Fussogsvei, haldiði að maður sé ekki búinn að sér í enn eina pestina þennan veturinn! Kannski ekki sú alvarlegasta sem dunið hefur yfir Jarlaskáldið, en það er nú samt verulega pirrandi að vera með annað hvort Dettifoss lekandi út úr nefinu á manni eða þá allt svo stíflað að nánast þarf að barkaþræða mann til að geta andað. Í ofanálag er svo hálsinn ekkert alltof sáttur, þrátt fyrir að ca. fimm pokar af Vicks hálsbrjóstsykri hafi farið þar um síðustu daga. S.s. ekki gaman, sérstaklega af því maður hefur það hundslæmt en samt ekki nógu slæmt til að liggja bara í fletinu og vorkenna sjálfum sér. Ætli þessi pestagangur í vetur hafi eitthvað með það að gera að Jarlaskáldið vinnur níu tíma á dag inni í kæliklefa? Humm....
Eitt er þó sem gleður, og það er endurkoma hins ágæta sjónvarpsþáttar Ed á skjáinn. Ekki er Skáldið sátt við að upphafslaginu, sem var nota bene með hinni stórgóðu hljómsveit Foo Fighters, hefur verið skipt út fyrir eitthvað annað leiðinlegra lag, en er allsátt engu að síður. Merkilegt að nú eru eiginlega allir uppáhaldsþættir Jarlaskáldsins sýndir í Ríkissjónvarpinu ( Scrubs, '70s Show, Frasier, Gettu betur), af er það sem áður var. Ef Stöð 2 fer ekki að sýna Simpsons aftur fer maður nú bara að íhuga að slíta samningum við hann, það er bókstaflega ekkert af viti þar þessa dagana. Maður getur samt eiginlega ekki kvartað yfir Skjánum, það er álíka heimskulegt og að nöldra yfir því að fólk sé að blogga, hann er þarna ókeypis ef maður vill hann, annars getur maður leitt hann algjörlega hjá sér.
Á morgun verður Eurocardreikningurinn borgaður, og í kjölfar þess má búast við að sparsemi, hagsýni og ráðdeild verði í hávegum höfð hjá Jarlaskáldinu. Yeah right! Reyndar ekkert að gerast næstu vikuna eða svo, en eftir eina átta daga verður Agureyrisferð in seinni, og þá má búast við að allar flóðgáttir peningaveskisins opni. Maður verður nú að leggja sitt af mörkum svo að hjól hagkerfisins snúist, er það ekki? Víst búið að redda annarri íbúð á sama stað fyrir hópinn, það var kannski fullmikið að vera 20+ í einni lítilli íbúð, en aumingja fólkið sem verður í íbúðinni á milli! Núna er bara að krjúpa með hausinn í norðurátt og biðja fyrir snjó, allir saman nú!