Um staðfestu Jarlaskáldsins
Eins og greint var frá á þessum vettvangi í síðasta miðvikubloggi (inu sjöunda) var það ætlun Jarlaskáldsins að fara að hægja á sér í sukki og svínaríi, a.m.k. um nokkurra vikna skeið. Liður í þeirri viðleitni var sú að þessa helgi var Jarlaskáldið búið að ákveða að gera ekki neitt og hitta engan. Helgin ber staðfestu Jarlaskáldsins ófagurt vitni.
Að vísu benti fátt til annars en að þetta tækist á föstudagskvöldið. Jarlaskáldið kom heim um tvöleytið úr vinnunni og lagði sig fram að kvöldmat, hlammaði sér svo fyrir framan sjónvarpið í sínum ódjammlegasta klæðnaði, og var ætlunin að hreyfa sig ekki þaðan næstu tímana. Það gekk til klukkan ellefu, þá hringir Magnús frá Þverbrekku og segist vera að sötra ásamt Kidda og Frosta í Vesturberginu, væri Skáldið ekki til í að bætast í hópinn? Hugsaði Skáldið sem svo að það væri lítill skaði af því, hvort sem er búið að kaupa bjórinn og því alveg eins hægt að drekka hann, en það skyldi nú ekkert fara í bæinn eða neitt svoleiðis. Á ensku kallast þetta að vera naive. Enda fór það svo að einni kippu og vodkaglasi síðar var Skáldið komið í leigubíl á leiðinni niður í bæ. Varla þarf að taka fram hvar sú för endaði, og eftir fremur stutta biðröð að þessu sinni var tjúttað af krafti fram eftir nóttu. Eitthvað mun Jarlaskáldið hafa hitt af fólki, m.a. Rangláta dómarann, sem Magnús frá Þverbrekku kvaðst hafa átt í „gáfulegum“ samræðum við. Einnig hitti Skáldið gamla bekkjarsystur, Ástu Sóllilju , eflaust áttum við í einhverjum samræðum, ekki man Skáldið um hvað. Eitthvað mun Skáldið hafa gert sér dælt við kvenfólk þetta kvöld, en þrátt fyrir góða tilburði á köflum fór það svo að Skáldið fór í fylgd Magnúsar heimleiðis, en þó ekki fyrr en Nonni hafði verið heimsóttur, þar sem Anna vinkona okkar brasaði þessa líka fínu báta ofan í okkur. Að sögn mun Jarlaskáldið hafa bætt Norðurlandametið í „að troða sér fram fyrir röð án þess að vera laminn,“ en Magnús bætti um betur með því að setja heimsmet í „að hrynja í gólfið án sýnilegrar ástæðu.“ Til að kóróna eyðsluna þetta kvöld fór það svo að Skáldið splæsti bæði bátnum og leigaranum á Magnús. Hann skuldar.
Jarlaskáldið drattaðist seint og um síðir á lappir á laugardaginn, og þar sem það var hvort sem er búið að klikka á markmiðum sínum taldi það best að klára bara dæmið og gera það almennilega. Rúntaði í ríkið, og þar var sko röð. Af einhverri ástæðu keypti Skáldið allt of mikinn bjór, eflaust var guðleg forsjón þar að verki, eins og síðar mun koma í ljós. Um kvöldið barst svo það sem beðið hafði verið eftir, tilkynning um Eurovisionpartý hjá Togga. Magnús bauðst til að sækja Skáldið, en kvartaði yfir bjórleysi. Kemur þar til sögunnar guðlega forsjónin, því Skáldið gat skaffað kappanum kippu hjá sér. Annars er það nú alveg fáránlegt að vera að splæsa Nonnabita, leigara og kippu á einhvern sem maður vonast ekki til að fá að sofa hjá. Magnús skuldar.
Á leiðinni var Vignir pikkaður upp, og heima hjá Togga hittum við fyrir húsráðanda og Dýrleifi frú hans, Andrésson og Elíni frú hans, Staffan og tvær vinkonur Dýrleifar, sem eflaust heita eitthvað. Ekki man Skáldið eftir fleirum á staðnum, sem er þó engin trygging fyrir því að svo hafi ekki verið. Gláptum við svo á keppnina, og höfðum misgaman af, Skáldið hélt að sjálfsögðu með Leðjunni og greiddi henni sín þrjú atkvæði, bölvaði svo mjög þegar fyrirsjáanleg úrslitin voru ljós. Reyndar var Skáldið einnig nokkuð hrifið af þeirri færeysku, en það kom reyndar laginu sem hún söng ekkert við. Þeir skilja sem vilja.
Þrátt fyrir vonbrigðin með úrslitin var djammi og djöfulgangi haldið áfram heima hjá Togga þar til úthverfaóttinn fór að gera vart við sig, og líkt og venjulega vorum við mætt inn á Hverfisbarinn stuttu síðar. Þar var engu minna stuð en kvöldið áður, meira ef eitthvað var, og því tjúttað af krafti. Líkt og fyrri daginn gerði Skáldið hosur sínar grænar fyrir gestum og gangandi af hinu kyninu, mestmegnis við litlar undirtektir, en þau undur og stórmerki urðu þó að stúlka ein snoppufríð sýndi þessum tilburðum Jarlaskáldsins nokkra athygli, og fyrr en varði var Skáldið orðið þátttakandi í einhverjum lostafyllsta dansi sem um getur norðan Alpafjalla, og það sem meira er, stúlkan snoppufríða var einnig þátttakandi! Var Jarlaskáldið komið á fremsta hlunn með að ræða við stúlkuna um hvar við ættum að kaupa okkur íbúð og hvort hún vildi eignast tvö eða þrjú börn þegar stúlkan batt snögglega enda á fjörið og lét sig hverfa. Hún hefur þá verið lesbísk eftir allt saman.
Þrátt fyrir skipbrot þetta í kvennamálunum hélt Skáldið áfram að djamma fram eftir nóttu, þurfti reyndar einu sinni að standa í björgunaraðgerðum þegar henda átti Andréssyni steindauðum út, en að öðru leyti gekk þetta stóráfallalaust. Fór svo að lokum að við Staffan og Magnús röltum á Nonnann, þar sem Skáldið jafnaði eigið Norðurlandamet í „að troða sér fram fyrir röð án þess að vera laminn,“ og splæsti Nonna á þá báða. Staffan reyndar splæsti leigaranum, en Magnús slapp algjörlega. Hann skuldar.
Næstu helgi ætlar Skáldið sko ekki að gera neitt. Ó nei, það er búið að bjóða Skáldinu í útskrift! Þetta ætlar að ganga erfiðlega. Ojæja.
Eins og greint var frá á þessum vettvangi í síðasta miðvikubloggi (inu sjöunda) var það ætlun Jarlaskáldsins að fara að hægja á sér í sukki og svínaríi, a.m.k. um nokkurra vikna skeið. Liður í þeirri viðleitni var sú að þessa helgi var Jarlaskáldið búið að ákveða að gera ekki neitt og hitta engan. Helgin ber staðfestu Jarlaskáldsins ófagurt vitni.
Að vísu benti fátt til annars en að þetta tækist á föstudagskvöldið. Jarlaskáldið kom heim um tvöleytið úr vinnunni og lagði sig fram að kvöldmat, hlammaði sér svo fyrir framan sjónvarpið í sínum ódjammlegasta klæðnaði, og var ætlunin að hreyfa sig ekki þaðan næstu tímana. Það gekk til klukkan ellefu, þá hringir Magnús frá Þverbrekku og segist vera að sötra ásamt Kidda og Frosta í Vesturberginu, væri Skáldið ekki til í að bætast í hópinn? Hugsaði Skáldið sem svo að það væri lítill skaði af því, hvort sem er búið að kaupa bjórinn og því alveg eins hægt að drekka hann, en það skyldi nú ekkert fara í bæinn eða neitt svoleiðis. Á ensku kallast þetta að vera naive. Enda fór það svo að einni kippu og vodkaglasi síðar var Skáldið komið í leigubíl á leiðinni niður í bæ. Varla þarf að taka fram hvar sú för endaði, og eftir fremur stutta biðröð að þessu sinni var tjúttað af krafti fram eftir nóttu. Eitthvað mun Jarlaskáldið hafa hitt af fólki, m.a. Rangláta dómarann, sem Magnús frá Þverbrekku kvaðst hafa átt í „gáfulegum“ samræðum við. Einnig hitti Skáldið gamla bekkjarsystur, Ástu Sóllilju , eflaust áttum við í einhverjum samræðum, ekki man Skáldið um hvað. Eitthvað mun Skáldið hafa gert sér dælt við kvenfólk þetta kvöld, en þrátt fyrir góða tilburði á köflum fór það svo að Skáldið fór í fylgd Magnúsar heimleiðis, en þó ekki fyrr en Nonni hafði verið heimsóttur, þar sem Anna vinkona okkar brasaði þessa líka fínu báta ofan í okkur. Að sögn mun Jarlaskáldið hafa bætt Norðurlandametið í „að troða sér fram fyrir röð án þess að vera laminn,“ en Magnús bætti um betur með því að setja heimsmet í „að hrynja í gólfið án sýnilegrar ástæðu.“ Til að kóróna eyðsluna þetta kvöld fór það svo að Skáldið splæsti bæði bátnum og leigaranum á Magnús. Hann skuldar.
Jarlaskáldið drattaðist seint og um síðir á lappir á laugardaginn, og þar sem það var hvort sem er búið að klikka á markmiðum sínum taldi það best að klára bara dæmið og gera það almennilega. Rúntaði í ríkið, og þar var sko röð. Af einhverri ástæðu keypti Skáldið allt of mikinn bjór, eflaust var guðleg forsjón þar að verki, eins og síðar mun koma í ljós. Um kvöldið barst svo það sem beðið hafði verið eftir, tilkynning um Eurovisionpartý hjá Togga. Magnús bauðst til að sækja Skáldið, en kvartaði yfir bjórleysi. Kemur þar til sögunnar guðlega forsjónin, því Skáldið gat skaffað kappanum kippu hjá sér. Annars er það nú alveg fáránlegt að vera að splæsa Nonnabita, leigara og kippu á einhvern sem maður vonast ekki til að fá að sofa hjá. Magnús skuldar.
Á leiðinni var Vignir pikkaður upp, og heima hjá Togga hittum við fyrir húsráðanda og Dýrleifi frú hans, Andrésson og Elíni frú hans, Staffan og tvær vinkonur Dýrleifar, sem eflaust heita eitthvað. Ekki man Skáldið eftir fleirum á staðnum, sem er þó engin trygging fyrir því að svo hafi ekki verið. Gláptum við svo á keppnina, og höfðum misgaman af, Skáldið hélt að sjálfsögðu með Leðjunni og greiddi henni sín þrjú atkvæði, bölvaði svo mjög þegar fyrirsjáanleg úrslitin voru ljós. Reyndar var Skáldið einnig nokkuð hrifið af þeirri færeysku, en það kom reyndar laginu sem hún söng ekkert við. Þeir skilja sem vilja.
Þrátt fyrir vonbrigðin með úrslitin var djammi og djöfulgangi haldið áfram heima hjá Togga þar til úthverfaóttinn fór að gera vart við sig, og líkt og venjulega vorum við mætt inn á Hverfisbarinn stuttu síðar. Þar var engu minna stuð en kvöldið áður, meira ef eitthvað var, og því tjúttað af krafti. Líkt og fyrri daginn gerði Skáldið hosur sínar grænar fyrir gestum og gangandi af hinu kyninu, mestmegnis við litlar undirtektir, en þau undur og stórmerki urðu þó að stúlka ein snoppufríð sýndi þessum tilburðum Jarlaskáldsins nokkra athygli, og fyrr en varði var Skáldið orðið þátttakandi í einhverjum lostafyllsta dansi sem um getur norðan Alpafjalla, og það sem meira er, stúlkan snoppufríða var einnig þátttakandi! Var Jarlaskáldið komið á fremsta hlunn með að ræða við stúlkuna um hvar við ættum að kaupa okkur íbúð og hvort hún vildi eignast tvö eða þrjú börn þegar stúlkan batt snögglega enda á fjörið og lét sig hverfa. Hún hefur þá verið lesbísk eftir allt saman.
Þrátt fyrir skipbrot þetta í kvennamálunum hélt Skáldið áfram að djamma fram eftir nóttu, þurfti reyndar einu sinni að standa í björgunaraðgerðum þegar henda átti Andréssyni steindauðum út, en að öðru leyti gekk þetta stóráfallalaust. Fór svo að lokum að við Staffan og Magnús röltum á Nonnann, þar sem Skáldið jafnaði eigið Norðurlandamet í „að troða sér fram fyrir röð án þess að vera laminn,“ og splæsti Nonna á þá báða. Staffan reyndar splæsti leigaranum, en Magnús slapp algjörlega. Hann skuldar.
Næstu helgi ætlar Skáldið sko ekki að gera neitt. Ó nei, það er búið að bjóða Skáldinu í útskrift! Þetta ætlar að ganga erfiðlega. Ojæja.