Miðvikublogg ið sjöunda
Asskoti er Jarlaskáldið búið að vera þreytt þessa vikuna. E.t.v. er stanslaus þeytingur og hamagangur síðustu mánaða að segja til sín, a.m.k. ætlar Skáldið að reyna að vera heldur rólegra næstu vikurnar, bæði heilsu sinnar vegna og ekki síður til að rétta aðeins af fjárhaginn. Það þýðir nú samt ekki að Jarlaskáldið sé að leggjast í kör, bara svona aðeins að nota fleiri gíra en þann fimmta. Fimmti gírinn verður sparaður þangað til helgina 14. - 16. mars, þegar Agureyris verður heimsótt að nýju.
Í dag er Jarlaskáldið búið að fá tvö sms þar sem það er boðið velkomið til Ítalíu af þarlendum símafyrirtækjum. Heldur seint í rassinn gripið finnst manni.
Á morgun byrjar spurningakeppnin Gettu betur í sjónvarpinu, þar sem Menntaskólinn mætir Hafnfirðingum. Ekki ætlar Jarlaskáldið að missa af þeim kjöldrætti. Í dag var einnig opnaður sérstakur Gettu betur vefur, þar sem hægt er að finna margt milli himins og jarðar varðandi keppnina. M.a. má sjá þar alla úrslitaþættina, og eru þar á meðal úrslitaþátturinn 1996, þar sem Menntaskólinn kjöldró einmitt Hafnfirðinga þrátt fyrir að Jarlaskáldið hafi þagað þunnu hljóði nær alla keppnina. Það var sko allt hluti af strategíu, og hún virkaði svona líka vel. Í keppninni gegn M.H. árið 1997 má sjá Skáldið láta ljós sitt skína öllu meir, enda kom á daginn að sú keppni var mun jafnari. Jarlaskáldið hefði e.t.v. betur haldið við sig strategíuna frá árinu á undan og steinþagað, hún svínvirkaði.
Áðan horfði Jarlaskáldið á Bráðavaktina, og loksins tókst að drepa dr. Greene. Kominn tími til. Og var þetta ekki Corky þarna? Vonaði að maður þyrfti aldrei að sjá hann aftur.
Eins og þegar hefur verið auglýst á vissum síðum hefur Jarlaskáldið fest leigu á sumarhúsi einu í Borgarfirðinum, við Hreðavatn nánar tiltekið. Á áðurnefndri síðu er reyndar rangt farið með tímasetningu dvalarinnar, því henni hefur verið frestað um ca. mánuð sakir árekstra við aðrar skemmtanir, og verður helgina 4. - 6. apríl. Mun slotið vera hið glæsilegasta og búið öllum nútímaþægindum, svo sem heitum setlaugum, gasgrillum og öðrum nauðsynlegum viðlegubúnaði. Verða boðskort send út á næstunni, og mun Jarlaskáldið taka það óstinnt upp ef menn hlaupast undan merkjum þessa helgi, engar afsakanir utan stærri náttúruhamfara eða dauða verða teknar gildar fyrir fjarveru. Ofstopamenn úr Hafnarfirði eru jafnframt beðnir um að halda sig eins fjarri og hægt er þessa helgi, reynslan kennir okkur það. Svo er bara að finna bokkuna, herta steinbítinn, og mæta!
Asskoti er Jarlaskáldið búið að vera þreytt þessa vikuna. E.t.v. er stanslaus þeytingur og hamagangur síðustu mánaða að segja til sín, a.m.k. ætlar Skáldið að reyna að vera heldur rólegra næstu vikurnar, bæði heilsu sinnar vegna og ekki síður til að rétta aðeins af fjárhaginn. Það þýðir nú samt ekki að Jarlaskáldið sé að leggjast í kör, bara svona aðeins að nota fleiri gíra en þann fimmta. Fimmti gírinn verður sparaður þangað til helgina 14. - 16. mars, þegar Agureyris verður heimsótt að nýju.
Í dag er Jarlaskáldið búið að fá tvö sms þar sem það er boðið velkomið til Ítalíu af þarlendum símafyrirtækjum. Heldur seint í rassinn gripið finnst manni.
Á morgun byrjar spurningakeppnin Gettu betur í sjónvarpinu, þar sem Menntaskólinn mætir Hafnfirðingum. Ekki ætlar Jarlaskáldið að missa af þeim kjöldrætti. Í dag var einnig opnaður sérstakur Gettu betur vefur, þar sem hægt er að finna margt milli himins og jarðar varðandi keppnina. M.a. má sjá þar alla úrslitaþættina, og eru þar á meðal úrslitaþátturinn 1996, þar sem Menntaskólinn kjöldró einmitt Hafnfirðinga þrátt fyrir að Jarlaskáldið hafi þagað þunnu hljóði nær alla keppnina. Það var sko allt hluti af strategíu, og hún virkaði svona líka vel. Í keppninni gegn M.H. árið 1997 má sjá Skáldið láta ljós sitt skína öllu meir, enda kom á daginn að sú keppni var mun jafnari. Jarlaskáldið hefði e.t.v. betur haldið við sig strategíuna frá árinu á undan og steinþagað, hún svínvirkaði.
Áðan horfði Jarlaskáldið á Bráðavaktina, og loksins tókst að drepa dr. Greene. Kominn tími til. Og var þetta ekki Corky þarna? Vonaði að maður þyrfti aldrei að sjá hann aftur.
Eins og þegar hefur verið auglýst á vissum síðum hefur Jarlaskáldið fest leigu á sumarhúsi einu í Borgarfirðinum, við Hreðavatn nánar tiltekið. Á áðurnefndri síðu er reyndar rangt farið með tímasetningu dvalarinnar, því henni hefur verið frestað um ca. mánuð sakir árekstra við aðrar skemmtanir, og verður helgina 4. - 6. apríl. Mun slotið vera hið glæsilegasta og búið öllum nútímaþægindum, svo sem heitum setlaugum, gasgrillum og öðrum nauðsynlegum viðlegubúnaði. Verða boðskort send út á næstunni, og mun Jarlaskáldið taka það óstinnt upp ef menn hlaupast undan merkjum þessa helgi, engar afsakanir utan stærri náttúruhamfara eða dauða verða teknar gildar fyrir fjarveru. Ofstopamenn úr Hafnarfirði eru jafnframt beðnir um að halda sig eins fjarri og hægt er þessa helgi, reynslan kennir okkur það. Svo er bara að finna bokkuna, herta steinbítinn, og mæta!