Boruglenna
Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti dagur vikunnar.
Jarlaskáldið mætti eins og venjulega í vinnuna í dag, mikið er það komið með leið á þessari vinnu, getur ekki beðið eftir því að komast á Nesjó enn eitt skiptið. Allavega var Skáldið staðráðið í því að reyna að gera eitthvað af viti í dag, og úr varð að bregða sér á snjóbretti. Hringdi í mann og annan en enginn nennti með, svo Skáldið fór bara einsamalt, maður er nú orðinn fullfær um að renna sér einn. Ekki byrjaði það vel, Woffinn gafst upp þegar um kílómetri var eftir upp í Bláfjöll og drap á sér, en Skáldinu tókst eftir dúk og disk að koma honum aftur í gang og komast á svæðið. Var afar fámennt í fjallinu, sennilega innan við tvöhundruð manns. Eigi að síður hitti Skáldið eitt kunnuglegt andlit. Í fyrstu ferð kom í ljós að færið var ekki upp á sitt besta, hart og jafnvel ís á köflum. Ekkert sem Skáldið er svo sem ekki vant, maður bara brunaði hraðar og sleppti því að beygja, það gekk fínt.
Eftir nokkrar ferðir niður Gilið ákvað Skáldið að prófa að fara niður Öxlina. Á leiðinni niður álpaðist það svo inn á sérmerkt snjóbrettasvæði, þar sem var búið að reisa stökkpalla allvolduga. Hugsaði Skáldið sér gott til glóðarinnar, fátt jafngaman og að svífa um loftin blá. Eða svo hélt það. Fyrir ofan voldugasta pallinn voru nokkrir strákpjakkar sem renndu sér á lúsarhraða niður og stukku hátt á einn meter og duttu svo. Skáldið sá að betur mætti ef duga skyldi og hóf atrennu sína að pallinum allnokkru ofar í brekkunni en strákpjakkarnir. Reiknaðist því til að þannig ætti að takast að svífa jafnvel eitthvað á þriðja meter, dágott það. Því miður gleymdi Jarlaskáldið einni breytu í reikningsdæmi þessu: núningsviðnámi. Svo virtist sem hið forláta snjóbretti Jarlaskáldsins anno 1990 rynni öllu hraðar niður brekkuna en bretti pjakkanna, og af þeim sökum varð stökkið allmiklu meira en ætlað var, sjálfur Vilhjálmur Einarsson hefði líklega ekkert skammast sín fyrir vegalengdina. Var það mál manna að stökkið hafi verið einkar glæsilegt, a.m.k framan af. Tókst Skáldinu m.a.s. að lenda á réttum kili, og ef klippt hefði verið á útsendingu í sama mund hefði Skáldið mátt stolt við una. En því var aldeilis ekki að heilsa. Þar sem stökkið varð öllu lengra en búist var við lenti Skáldið ekki á áætluðum lendingarstað í þægilegum halla heldur á jafnsléttu, og þar sem þyngdaraflið vill jafnan skipta sér af þessum lendingum varð hún harðari fyrir vikið. Afleiðingin: Skáldið skall með sinn óæðri enda beint í klakann, og er hann allt annað en sáttur við þá meðferð. Afrekið var þó ekki unnið fyrir gýg, því strákpjökkunum þótti svo mikið til stökks þessa koma að Skáldið hlaut bæði aðdáun og virðingu fyrir. Það á sko eftir að hlýja manni í ellinni.
Ekki gafst Skáldið upp við byltu þessa, heldur renndi sér nokkrar ferðir í viðbót, en hefði líklega betur sleppt því. A.m.k. er alveg helvíti óþægilegt að sitja hérna og skrifa þessar línur. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, nú er Skáldið komið með þessa líku fínu afsökun fyrir því að mæta ekki í vinnuna á morgun! Og ef einhver hafði áhyggjur af því, Jarlaskáldið mætir á Agureyrish, hvað sem tautar og raular!
Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti dagur vikunnar.
Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti dagur vikunnar.
Jarlaskáldið mætti eins og venjulega í vinnuna í dag, mikið er það komið með leið á þessari vinnu, getur ekki beðið eftir því að komast á Nesjó enn eitt skiptið. Allavega var Skáldið staðráðið í því að reyna að gera eitthvað af viti í dag, og úr varð að bregða sér á snjóbretti. Hringdi í mann og annan en enginn nennti með, svo Skáldið fór bara einsamalt, maður er nú orðinn fullfær um að renna sér einn. Ekki byrjaði það vel, Woffinn gafst upp þegar um kílómetri var eftir upp í Bláfjöll og drap á sér, en Skáldinu tókst eftir dúk og disk að koma honum aftur í gang og komast á svæðið. Var afar fámennt í fjallinu, sennilega innan við tvöhundruð manns. Eigi að síður hitti Skáldið eitt kunnuglegt andlit. Í fyrstu ferð kom í ljós að færið var ekki upp á sitt besta, hart og jafnvel ís á köflum. Ekkert sem Skáldið er svo sem ekki vant, maður bara brunaði hraðar og sleppti því að beygja, það gekk fínt.
Eftir nokkrar ferðir niður Gilið ákvað Skáldið að prófa að fara niður Öxlina. Á leiðinni niður álpaðist það svo inn á sérmerkt snjóbrettasvæði, þar sem var búið að reisa stökkpalla allvolduga. Hugsaði Skáldið sér gott til glóðarinnar, fátt jafngaman og að svífa um loftin blá. Eða svo hélt það. Fyrir ofan voldugasta pallinn voru nokkrir strákpjakkar sem renndu sér á lúsarhraða niður og stukku hátt á einn meter og duttu svo. Skáldið sá að betur mætti ef duga skyldi og hóf atrennu sína að pallinum allnokkru ofar í brekkunni en strákpjakkarnir. Reiknaðist því til að þannig ætti að takast að svífa jafnvel eitthvað á þriðja meter, dágott það. Því miður gleymdi Jarlaskáldið einni breytu í reikningsdæmi þessu: núningsviðnámi. Svo virtist sem hið forláta snjóbretti Jarlaskáldsins anno 1990 rynni öllu hraðar niður brekkuna en bretti pjakkanna, og af þeim sökum varð stökkið allmiklu meira en ætlað var, sjálfur Vilhjálmur Einarsson hefði líklega ekkert skammast sín fyrir vegalengdina. Var það mál manna að stökkið hafi verið einkar glæsilegt, a.m.k framan af. Tókst Skáldinu m.a.s. að lenda á réttum kili, og ef klippt hefði verið á útsendingu í sama mund hefði Skáldið mátt stolt við una. En því var aldeilis ekki að heilsa. Þar sem stökkið varð öllu lengra en búist var við lenti Skáldið ekki á áætluðum lendingarstað í þægilegum halla heldur á jafnsléttu, og þar sem þyngdaraflið vill jafnan skipta sér af þessum lendingum varð hún harðari fyrir vikið. Afleiðingin: Skáldið skall með sinn óæðri enda beint í klakann, og er hann allt annað en sáttur við þá meðferð. Afrekið var þó ekki unnið fyrir gýg, því strákpjökkunum þótti svo mikið til stökks þessa koma að Skáldið hlaut bæði aðdáun og virðingu fyrir. Það á sko eftir að hlýja manni í ellinni.
Ekki gafst Skáldið upp við byltu þessa, heldur renndi sér nokkrar ferðir í viðbót, en hefði líklega betur sleppt því. A.m.k. er alveg helvíti óþægilegt að sitja hérna og skrifa þessar línur. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, nú er Skáldið komið með þessa líku fínu afsökun fyrir því að mæta ekki í vinnuna á morgun! Og ef einhver hafði áhyggjur af því, Jarlaskáldið mætir á Agureyrish, hvað sem tautar og raular!
Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti dagur vikunnar.