Konsert
Jarlaskáldið virðist hafa meðfædda hæfileika til að fá fólk til að bíða í röð fyrir sig. Í dag stóð litli bróðir í röð á Skólavörðustígnum í tæpa tvo tíma eða svo eftir miðum á tónleika Sigur Rósar, en þar var einmitt múgur og margmenni í sömu erindagjörðum og því eins gott að strákurinn mætti tímanlega. Það verður því góð önnur vikan í desember, Nick Cave á mánudeginum og Sigur Rós á föstudeginum, ekki amalegt það. Kostar að vísu hátt á sjöunda þúsund, en það reddast, það gerir það yfirleitt á endanum.
Jarlaskáldið virðist hafa meðfædda hæfileika til að fá fólk til að bíða í röð fyrir sig. Í dag stóð litli bróðir í röð á Skólavörðustígnum í tæpa tvo tíma eða svo eftir miðum á tónleika Sigur Rósar, en þar var einmitt múgur og margmenni í sömu erindagjörðum og því eins gott að strákurinn mætti tímanlega. Það verður því góð önnur vikan í desember, Nick Cave á mánudeginum og Sigur Rós á föstudeginum, ekki amalegt það. Kostar að vísu hátt á sjöunda þúsund, en það reddast, það gerir það yfirleitt á endanum.