Ítalía
Jarlaskáldið er á leiðinni til Ítalíu. Forsaga málsins er sú að í sögulegri sumarbústaðarferð VÍN um liðna helgi (en sú ferð náði einmitt á síður Fréttablaðsins, geri aðrir betur!) datt Jarlaskáldinu í hug þegar nokkuð var liðið á laugardagskvöld og dómgreindin orðin hin ágætasta að mikið snjallræði yrði ef það slægist með í fyrirhugaða för fimm VÍN-liða til Ítalíu í janúar, hvar meiningin væri að renna sér á skíðum niður snævi þaktar fjallshlíðar. Ekki gat það séð neina meinbugi á þessu ráði sínu.
Líður svo nóttin. Á sunnudeginum áttaði Jarlaskáldið sig á þeirri staðreynd að e.t.v. væri það ekki skíðamaður hinn besti, í ljósi þess að það hafði ekki staðið á slíkum prikum ca. hálfan annan áratug, og aldrei sýnt mikla takta á slíkum farskjótum. Auk þess á Jarlaskáldið engin skíði. Aftur á móti státar það af því að eiga forláta snjóbretti, ca. árgerð 1991 af Burton tegund, og var áður fyrr þekkt fyrir nokkra hæfileika á slíkum farartækjum, enda mun léttara að ráða við eitt prik en tvö, er það ekki svo? Það vandamál var því úr sögunni, farið skyldi með snjóbrettið og vonast til að eitthvað leyndist enn af fornri færni í búk Jarlaskáldsins. Þá kom annað vandamál til sögunnar. Skíðaferðir til Ítalíu eru víst ekki alveg ókeypis, og ekki telst Jarlaskáldið til efnamanna, enda á það hvorki bjórverksmiðjur í Rússlandi né lyfjafabrikkur í Búlgaríu. Voru því góð ráð dýr. Magnús Blöndahl kom með lausnina á þessu vandamáli; að borga þetta bara einhvern tímann seinna! Hvað skammsýnin hefur oft komið manni til bjargar!
Þar sem engin ljón voru lengur í veginum dreif Jarlaskáldið sig niður á ferðaskrifstofu í dag og borgaði staðfestingargjald, litlar 16.000 krónur sem það fékk lánaðar hjá þeim góðu mönnum í Europay, og er brottför fyrirhuguð þann 15. janúar. Núna er því bara að vona að grána taki í fjöllum svo Jarlaskáldið geti nú æft sig örlítið áður en í alvöruna kemur. Maður má nú ekki verða landi sínu og þjóð til skammar eins og einhver Kristinn Björnsson með því að vera sífellt á rassgatinu!
Jarlaskáldið er á leiðinni til Ítalíu. Forsaga málsins er sú að í sögulegri sumarbústaðarferð VÍN um liðna helgi (en sú ferð náði einmitt á síður Fréttablaðsins, geri aðrir betur!) datt Jarlaskáldinu í hug þegar nokkuð var liðið á laugardagskvöld og dómgreindin orðin hin ágætasta að mikið snjallræði yrði ef það slægist með í fyrirhugaða för fimm VÍN-liða til Ítalíu í janúar, hvar meiningin væri að renna sér á skíðum niður snævi þaktar fjallshlíðar. Ekki gat það séð neina meinbugi á þessu ráði sínu.
Líður svo nóttin. Á sunnudeginum áttaði Jarlaskáldið sig á þeirri staðreynd að e.t.v. væri það ekki skíðamaður hinn besti, í ljósi þess að það hafði ekki staðið á slíkum prikum ca. hálfan annan áratug, og aldrei sýnt mikla takta á slíkum farskjótum. Auk þess á Jarlaskáldið engin skíði. Aftur á móti státar það af því að eiga forláta snjóbretti, ca. árgerð 1991 af Burton tegund, og var áður fyrr þekkt fyrir nokkra hæfileika á slíkum farartækjum, enda mun léttara að ráða við eitt prik en tvö, er það ekki svo? Það vandamál var því úr sögunni, farið skyldi með snjóbrettið og vonast til að eitthvað leyndist enn af fornri færni í búk Jarlaskáldsins. Þá kom annað vandamál til sögunnar. Skíðaferðir til Ítalíu eru víst ekki alveg ókeypis, og ekki telst Jarlaskáldið til efnamanna, enda á það hvorki bjórverksmiðjur í Rússlandi né lyfjafabrikkur í Búlgaríu. Voru því góð ráð dýr. Magnús Blöndahl kom með lausnina á þessu vandamáli; að borga þetta bara einhvern tímann seinna! Hvað skammsýnin hefur oft komið manni til bjargar!
Þar sem engin ljón voru lengur í veginum dreif Jarlaskáldið sig niður á ferðaskrifstofu í dag og borgaði staðfestingargjald, litlar 16.000 krónur sem það fékk lánaðar hjá þeim góðu mönnum í Europay, og er brottför fyrirhuguð þann 15. janúar. Núna er því bara að vona að grána taki í fjöllum svo Jarlaskáldið geti nú æft sig örlítið áður en í alvöruna kemur. Maður má nú ekki verða landi sínu og þjóð til skammar eins og einhver Kristinn Björnsson með því að vera sífellt á rassgatinu!