« Home | Jarlaskáldið jeppast Jarlaskáldið var á faraldsfæ... » | Bö! Það er soldið deprimerandi að skrifa óralanga... » | Þreyta Nú er Jarlaskáldið þreytt, en glatt, enda ... » | Merkilegur dagur Dagurinn í dag, 24. október, er ... » | Um tungumálakunnáttu Jarlaskáldsins Samkvæmt Molu... » | Frægð á næsta leyti? Það var barasta sett met á s... » | Um furðufuglinn mig Maður er nefndur Viðar Pálsso... » | Massahelgarblogg Jarlaskáldið var ekki aðgerðalau... » | Djöfull erum við góð í fótbolta! Við unnum Lithau... » | AF KOMMÚNISTUM, SKOTUM, OG SNILLINGNUM ATLA MIKSON... » 

fimmtudagur, október 31, 2002 

Jarlaskáldið liggur banaleguna

Já, kæru lesendur, Jarlaskáldið hefur tekið sótt eina mikla, og er vart hugað líf. Að vísu er það eingöngu persónulegt mat Jarlaskáldsins, aðrir vilja meina að þetta sé bara einhver smápest, en Jarlaskáldið veit betur. Fyrst varð vart við sótt þessa þegar Skáldið sat með félögum sínum á Sportkaffi í gærkvöld og horfði á Liverpool tapa fyrir Valencia. Vakti það nokkra undrun og um leið áhyggjur samferðamanna Jarlaskáldsins að það skyldi ei fá sér öl meðan á leik stóð, því sjaldan hefur Skáldið því floti neitað. Voru þetta fyrstu alvarlegu merkin um sóttina, sem efldist með hverri mínútu og þegar Skáldið var komið heim eftir leik var það byrjað að skjálfa af hrolli og fór því beint í rúmið. Þar sofnaði það um ellefuleytið undir blíðum tónum nýju Sigur Rósar plötunnar (hvað svo sem menn vilja kalla hana, Jarlaskáldinu líst persónulega vel á tillögu Gneistans, „Innan sviga“). Aftur vaknaði Skáldið svo ekki fyrr en fjórtán tímum síðar, sæmilegt það, og eyðir nú tímanum í hangs eins og sjónvarpsgláp og netbrimreið þangað til sóttin leggur það að velli, nema kraftaverkið gerist og Jarlaskáldið lifi af. Eigum við ekki að vona það?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates