« Home | Bless Jæja gott fólk, nú heldur Jarlaskáldið á vi... » | Snilld Nú er Jarlaskáldið búið hlusta ca. 800 sin... » | Blogg að kröfu Mumma Jarlaskáldið hitti Mumma á M... » | Af árshátíðum, skírnum og sörpræsum Æðri máttarv... » | Jarlaskáldið spáir í spilin (VARÚÐ! Þeir sem ekki... » | Breytingar Í tilefni þess að Kjartan og Laufey ha... » | Jarlaskáldið liggur banaleguna Já, kæru lesendur,... » | Jarlaskáldið jeppast Jarlaskáldið var á faraldsfæ... » | Bö! Það er soldið deprimerandi að skrifa óralanga... » | Þreyta Nú er Jarlaskáldið þreytt, en glatt, enda ... » 

þriðjudagur, nóvember 12, 2002 

Klikk!

Jæja, þá eru foreldrarnir komnir heim aftur, og mátti ekki seinna vera, megavikunni lauk í gær. Komu þau að vanda færandi hendi, en Jarlaskáldinu til nokkurrar furðu var þar um fátt annað en ost að ræða. Talandi um að sækja vatnið yfir lækinn, vita þau ekki hvar Jarlaskáldið vinnur?

Annars var liðin helgi ekki laus við tíðindi, myndi jafnvel teljast til hinna tíðindameiri, en illu heilli er Óminnishegrinn eitthvað að þvælast fyrir Jarlaskáldinu. Reynum samt:

Um helgina var sem kunnugt er haldin árleg átveisla VÍN, Le Grand Buffet, og tókst hún afar misvel. Byrjum á því sem vel gekk. Maturinn var ein allsherjar snilld, enda ekki við öðru að búast þegar aðrir eins meistarakokkar eru í eldhúsinu. Snædd var rjómalöguð blaðlaukssúpa í forrétt, og var Toggi heilinn á bak við það. Í aðalrétt voru svo grillaðar svína- og folaldalundir með öllu því gúmmulaði sem slíku fylgir, en helst ber þó að geta framlags Jarlaskáldsins, sem var fetaosturinn í salatið. Í eftirrétt var svo súkkulaðikaka og ís.
Potturinn var einnig hinn ágætasti, og var drjúgum stundum eytt þar. Þá vöktu úrslit fyrri knattspyrnuleiks laugardagsins mikla lukku, þótt horft væri á hann að mestu ruglaðan. Seinni knatspyrnuleikurinn vakti ekki eins mikla lukku, en bakan á Pizza 67 var góð. Verst hvað það eru margir Selfyssingar á Selfossi!
Minnsta lukku vakti þó eflaust útspil vistmanns í nágrannabústað. Sá virtist hafa sloppið út af Sogni fyrr um kvöldið, og notað nýfengið frelsi til að hella óheyrilegu magni af áfengi í sig. Eftir kurteisisheimsókn VÍN-liða í téðan bústað sem gekk að öllu leyti vel fyrir sig taldi fyrrnefndur geðsjúklingur sig eitthvað hlunnfarinn hvað handklæði varðar og varð hinn æstasti. Þegar félagi Vignir reyndi svo að róa óbótamanninn niður skipti engum togum að hann vippaði Vigni yfir girðingu og réðst á hann. Hlaut Vignir þó nokkrar skrámur af og þurfti að kalla til fulltrúa skerfara Árnessýslu. Varð þetta síst til að hressa upp á stemmninguna, og mun Jarlaskáldið hafa dregið sig í hlé stuttu síðar, og kann því ekki frá fleiru að segja þá nóttina.
Ekki fóru menn á fætur fyrr en seint og um síðir á sunnudeginum, og þegar þessi orð eru rituð er Jarlaskáldið enn að glíma við eftirköst þessarar veislu. Nokkuð merkilegt í ljósi þess að það er kominn þriðjudagur!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates