...þá fer annasömum vinnudegi að ljúka, og ég að tölta heim á leið með hamingju í hjarta yfir góðu dagsverki. Ég held að ég sé búinn að ýta 19 sinnum á print-takkann síðan við heyrðumst síðast, og bæta tvisvar við pappír í prentarann, geri aðrir betur. Svo þurfti ég að raða öllum blöðunum, gata þau og setja í möppu, kannski 100 blöð, ekkert skrýtið að maður sé þreyttur. Geri því væntanlega fátt í kvöld, er hvort sem er svo staurblankur að ég hef ekki einu sinni efni á að fara á Kentucky Fried lengur, s.s krítískt ástand. En það styttist í fyrsta sept, þá verður gaman, fyrst brúðkaup, svo bústaður, jibbíjei...