« Home | ...að öllu eðlilegu ætti ég að vera orðinn atvinnu... » | ...jájá, þetta er mun betra, nú er ég nördinn... ... » | ...áttu þessir þættir ekki að vera rosa góðir? Og ... » | ...aftur mættur í vinnuna, brjálað að gera sem fyr... » | ...og þá er best að halda áfram þar sem frá var ho... » | ...núna er bara einn og hálfur tími eftir af mínum... » | ...subinn var góður (eftir nokkra diskúsjón varð þ... » | ...Mummi var að senda mér sms, strætónum hans sein... » | ...Ármann segist aðeins linka á bloggara sem hafa ... » | ...bíddu nú við, hvers vegna í ósköpunum er ég að ... » 

fimmtudagur, ágúst 22, 2002 

...bloggara hefur verið tjáð að afar áhugavert sé að lesa um hvað fram fer í vinnunni hjá honum, og því ætla ég að rita hér fáein orð um athafnir mínar í dag. Venju samkvæmt mætti ég klukkan 07:40, aðeins tíu mínútum of seint í þetta skiptið. Einnig venju samkvæmt byrjaði ég á því að skutlast heim til Meistarans, því hann þarf alltaf að skila bílnum heim á morgnana svo frúin komist í vinnuna, og ég sæki hann svo á Land Rovernum. Ég er ekki viss um að forstjóri Orkuveitunnar leggi blessun sína yfir þessa iðju, en hverjum er ekki sama! Þegar við komum til baka upp úr 8 fór Meistarinn út að fá sér kaffi, og sagði mér að gera slíkt hið sama. Ég fór á Select, og afgreiðslukonan byrjaði að hita pulsubrauðið um leið og hún sá mig, ég er víst ansi fyrirsjáanlegur að þessu leyti. Pulsan var góð eins og ávallt, kannski síðasta pulsan í sumar, hver veit? Ég kom aftur á skrifstofuna korter í níu, fór þá á Netið, og Meistarinn kom ca. kl. 9. Hann sagði mér þá að klára að pikka inn tölur úr GPS-mælingunum hans Mumma (sem ætti að fara í loftið til Ameríku seinna í dag), en fór svo sjálfur upp á Heiði og sagðist verða þar í allan dag. Ég kláraði þessar GPS tölur á svona hálftíma, eða upp úr hálftíu. Þá voru verkefni mín í dag búin. Þá fór ég aftur á Netið, skoðaði allt sem mér gat hugsanlega dottið í hug, en gafst upp klukkan 11:30 og fór heim í mat. Þar skellti ég Seinfeldspólu í tækið, og Haukur Lillebror var svo almennilegur að fara á Mekong og kaupa mat handa okkur á meðan ég glápti. Um klukkan eitt var ég svo orðinn vel mettur og fór aftur í vinnuna, það gæti nefnilega einhver tekið eftir því ef bíllinn minn væri aldrei á stæðinu, og las commentin hans Magga, sem skipaði mér að blogga. Sem ég og gerði ...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates