...að öllu eðlilegu ætti ég að vera orðinn atvinnulaus aumingi as we speak, en ég fékk smá gálgafrest, því Meistarinn ákvað að hafa mig í tvo daga í viðbót a.m.k., því hann heldur að ég sé tölvuséní (fátt er jafn fjarri sanni). Mummi náði ekki að klára sitt djobb áður en hann hætti (farvel Mummi), svo ég þarf að þrífa upp skítinn eftir hann. Það felst í því að pikka inn tölur í Excel, sem telst nú ekki flókið, en Meistaranum þótti vissara að láta mig gera það. Ég er s.s. aum skrifstofublók þessa dagana. Á mánudaginn verð ég svo líklega loksins orðinn atvinnulaus, mikið hlakka ég til...