...núna er bara einn og hálfur tími eftir af mínum vinnudegi, og ég er ekki búinn að gera neitt eftir hádegi nema að bögga Mumma, sem er ólíkt mér að vinna eitthvað, þótt það sé nú lítil vinna að slá tölur inn í tölvu, þar tala ég af reynslu. Lúlli kom að vísu í heimsókn, þurfti undirskrift Meistarans til að geta sótt um atvinnuleysisbætur, kannski geri ég það líka ef ég fæ enga vinnu í vetur, og gerist fulltime róni. Þangað til verð ég bara helgarróni, og fyrst ég minnist á það þá er ekki úr vegi að rita næsta kafla í ævintýrum Jarlaskáldsins:
Á föstudaginn var síðasti official dagurinn í vinnunni, en þá hættu allir nema við Mummi. Dagurinn fór í rolluhlaup, bara létt enda hné Jarlaskáldsins enn í lamasessi eftir fyrri afrek á sama vettvangi. Til að fagna vinnulokum fórum við svo í Nesbúð þar sem Mummi og Lúlli fengu sér tvo bjóra hvor og urðu nánast fullir. Ég sýndi þá stillingu að fá mér bara kók.
Um kvöldið var svo e.k. vinnupartý hjá Hersteini og Palla, en þó voru verkfræðingar þar í meirihluta framan af kveldi. Jarlaskáldið tók lífinu með ró, og varð sér ekki til minnkunnar að neinu marki. Þó varð skáldið fyrir því óláni að stúlka ein vart af barnsaldri sem við skulum kalla Fjólu (kalla hana Fjólu? Hún heitir Fjóla!(innsk. ritstj.)) sveiflaði svo glasi sínu fylltu rósavíni að árekstur varð við glas Jarlaskáldsins, einnig fyllt rósavíni í boði stúlkunnar, og varð skáldið allblautt eftir slysið. Er það því rangt sem ónefndir aðilar hafa haldið fram í þá veru að Jarlaskáldið hafi í ölæði sínu átt sök á slysinu. En að öðru. Þegar syfja fór að hrjá skáldið (alvöru syfja, ekki yfirvofandi áfengisdauði) brá það undir sig betri fætinum og arkaði heim á leið, með viðkomu á Select, dágóður spölur sem var afar hressandi.
Fátt markvert gerðist framan af laugardegi, eins og laugardaga er von og vísa. Þegar kvölda tók hafði Jarlaskáldið komið sér makindalega fyrir framan sjónvarpsskjáinn og var að horfa á nostalgíuna Honey, I Shrunk the Kids, sem reyndist enn verri en minnið hafði haldið fram, þegar Magnús frá Þverbrekku hringir og býður til gleðskaps. Þrátt fyrir áfengisleysi hélt skáldið á vit ævintýranna, og átti sú ákvörðun eftir að draga dilk á eftir sér. Í Þverbrekkunni var skáldinu boðið upp á heimabrugg, og var það þegið með þökkum. Þaðan var útsýni gott yfir flugeldasýninguna, sem hefði að ósekju mátt vera klukkutíma seinna á ferðinni, ef maður ætlar að spreða milljónum af skattpeningum í svona á a.m.k. að gera það í myrkri. Þegar allt áfengi í húsinu var búið var haldið í bæinn, og byrjað á Kofa Tómasar frænda. Ekki fyrsti kostur, en þar var engin röð. Þar var byrjað á Tequilablasti, sem hafði þær afleiðingar að tveir heltust úr lestinni og fóru heim. Fólk ætti nú að vita betur en að vera að etja kappi við Jarlaskáldið í drykkju! Af Kofanum var farið á Vegamót, og beðið í röð ca. endalaust, því VIP -röðin var lengri en plebbaröðin (þar vorum við), og nutum við lítils forgangs. Eftir ítrekaðar líflátshótanir hleypti dyravörðurinn okkur loks inn, og þrátt fyrir leiðindi á staðnum stöldruðum við aðeins við, ekki hægt að fara strax út eftir alla biðina.
Það sem eftir er af frásögninni gerðist allt, en tímaröðin er eitthvað á reiki. A.m.k. fórum við næst á Kaupfélagið, þar var líklega stoppað um hríð. Því næst héldum við í bæinn og nú vill Mummi komast í tölvuna og fara að blogga frh. síðar...
Á föstudaginn var síðasti official dagurinn í vinnunni, en þá hættu allir nema við Mummi. Dagurinn fór í rolluhlaup, bara létt enda hné Jarlaskáldsins enn í lamasessi eftir fyrri afrek á sama vettvangi. Til að fagna vinnulokum fórum við svo í Nesbúð þar sem Mummi og Lúlli fengu sér tvo bjóra hvor og urðu nánast fullir. Ég sýndi þá stillingu að fá mér bara kók.
Um kvöldið var svo e.k. vinnupartý hjá Hersteini og Palla, en þó voru verkfræðingar þar í meirihluta framan af kveldi. Jarlaskáldið tók lífinu með ró, og varð sér ekki til minnkunnar að neinu marki. Þó varð skáldið fyrir því óláni að stúlka ein vart af barnsaldri sem við skulum kalla Fjólu (kalla hana Fjólu? Hún heitir Fjóla!(innsk. ritstj.)) sveiflaði svo glasi sínu fylltu rósavíni að árekstur varð við glas Jarlaskáldsins, einnig fyllt rósavíni í boði stúlkunnar, og varð skáldið allblautt eftir slysið. Er það því rangt sem ónefndir aðilar hafa haldið fram í þá veru að Jarlaskáldið hafi í ölæði sínu átt sök á slysinu. En að öðru. Þegar syfja fór að hrjá skáldið (alvöru syfja, ekki yfirvofandi áfengisdauði) brá það undir sig betri fætinum og arkaði heim á leið, með viðkomu á Select, dágóður spölur sem var afar hressandi.
Fátt markvert gerðist framan af laugardegi, eins og laugardaga er von og vísa. Þegar kvölda tók hafði Jarlaskáldið komið sér makindalega fyrir framan sjónvarpsskjáinn og var að horfa á nostalgíuna Honey, I Shrunk the Kids, sem reyndist enn verri en minnið hafði haldið fram, þegar Magnús frá Þverbrekku hringir og býður til gleðskaps. Þrátt fyrir áfengisleysi hélt skáldið á vit ævintýranna, og átti sú ákvörðun eftir að draga dilk á eftir sér. Í Þverbrekkunni var skáldinu boðið upp á heimabrugg, og var það þegið með þökkum. Þaðan var útsýni gott yfir flugeldasýninguna, sem hefði að ósekju mátt vera klukkutíma seinna á ferðinni, ef maður ætlar að spreða milljónum af skattpeningum í svona á a.m.k. að gera það í myrkri. Þegar allt áfengi í húsinu var búið var haldið í bæinn, og byrjað á Kofa Tómasar frænda. Ekki fyrsti kostur, en þar var engin röð. Þar var byrjað á Tequilablasti, sem hafði þær afleiðingar að tveir heltust úr lestinni og fóru heim. Fólk ætti nú að vita betur en að vera að etja kappi við Jarlaskáldið í drykkju! Af Kofanum var farið á Vegamót, og beðið í röð ca. endalaust, því VIP -röðin var lengri en plebbaröðin (þar vorum við), og nutum við lítils forgangs. Eftir ítrekaðar líflátshótanir hleypti dyravörðurinn okkur loks inn, og þrátt fyrir leiðindi á staðnum stöldruðum við aðeins við, ekki hægt að fara strax út eftir alla biðina.
Það sem eftir er af frásögninni gerðist allt, en tímaröðin er eitthvað á reiki. A.m.k. fórum við næst á Kaupfélagið, þar var líklega stoppað um hríð. Því næst héldum við í bæinn og nú vill Mummi komast í tölvuna og fara að blogga frh. síðar...