...var áðan að koma af kaffihúsi, Kaffi Vín á Laugavegi, afar þægilegur staður, þar sem ég hitti beibsfjölskylduna og Kjartan, sem fékk loksins afmælisgjöfina sína, forláta Liverpooltreyju. Treyjan tengdist annars töluvert aðalumræðuefni kvöldsins, sem er fyrirhuguð ferð á leik Liverpool gegn skíthælunum frá Manchester í byrjun desember. Það er víst best að spá í slíkum hlutum snemma, enda hægara sagt en gert að redda miðum að fróðra manna sögn. En það reddast, þannig er það alltaf...