« Home | ...í dag var góður dagur. Í fyrsta lagi tókst mér ... » | ...orð dagsins í dag er orðið draumkunta. Þeir sem... » | ...urrrr, ég er að drepast í hnénu eftir eltarollu... » | ...í dag sagði ég vondan brandara. Ég spurði Odda ... » | ...ég vil vera eins og allir hinir, og segi því: M... » | ...þetta er nú meiri andskotans ólifnaðurinn á man... » | ...ekki er skáldið dautt úr öllum æðum enn. Það he... » | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar til Ber... » | ...furðulegt, í ca. annað hvert skipti sem ég skrá... » | ...Ekki leggur Jarlaskáldið í vana sinn að standa ... » 

föstudagur, ágúst 02, 2002 

...dagurinn í dag (gær skv. tímatali bloggers) var engu síðri en í gær (eða fyrradag), en samt allt öðru vísi. Fyrir það fyrsta vann ég eins og skepna í dag, en það var bara gaman, af því ég fékk að nota sleggju, sem er karlmannlegt. Ekki skemmdi fyrir að þetta gula í loftinu sýndi sig loksins eftir ca. mánaðar fjarveru. Þá fór ég á Subway í dag, þetta er orðin dáldil skyndibitavika í vinnunni, við eigum bara makkinn eftir á morgun. Svo fór ég á kaffihús aftur í kvöld, að þessu sinni á Kaffi Vín, einkar kósí stað ofarlega á Laugarvegi. Ég var í 11 manna hópi, 5 pör og ég, sem var ekki hressandi. Andskotann er fólk að binda sig svona í blóma lífsins? Vonandi hætta þau öll saman sem allra fyrst (einn ekki bitur)

Hvert á svo að fara um helgina? Hversu oft hef ég heyrt þessa spurningu síðustu daga? Ég hef ekki enn svar við þessu, en ýmsar hugmyndir. Á föstudagskvöldið er ég að spá í að heilsa upp á Mumma og Hjört á árshátíð Andans manna, ætti að vera stuð. Svo kíki ég kannski á Hrafnhildi í Þjórsárverum (sem er nota bene ekki uppi á hálendi eins og ég hélt fyrst, heldur bara einhver skáli nálægt Selfossi) og félaga hennar, sem ku vera allskemmtiglaðir. Á laugardaginn geri ég sennilega ekkert, en á sunnudaginn er meiningin að fljúga til Eyja ef veðrið leyfir með Dengsa ofurhuga, en hann er einmitt flugmaður, heppilegt mjög. Það gæti orðið ágætt, hitti þar Blöndahlinn og Vín-liða, alaglegt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates