...allur lurkum laminn labbaði ég allt annað en leiður heim til mín síðasta laugardagskvöld. Var þá búinn að vera vakandi nálægt sólarhring og afreka ýmislegt. En byrjum á byrjuninni:
Á föstudaginn var síðasti dagurinn í vinnunni, a.m.k. fyrir flesta. Ég, Mummi, Oddi, Gulli og Lúlli höldum áfram næstu viku, og ég jafnvel eitthvað lengur. Guð má vita hvað við eigum að gera! Eins og venjulega fór dagurinn í týpískan frágang, auk þess sem Meistarinn vakti mikla lukku með því að splæsa pizzu á lýðinn. Eins og vera ber lauk svo deginum á því að við Oddi bleyttum allar stelpurnar um leið og bíllinn var þrifinn, og var ýmsum aðferðum beitt í þeim efnum, bæði ofbeldi og slægð. Að vísu urðum við Oddi manna blautastir, en það er ásættanlegur fórnarkostnaður.
Um kvöldið var mér svo boðið í ein 3 partý. Ég byrjaði á að kíkja í afmæli til Gísla, sem að vísu fæddist í apríl að ég held. Þar var heldur róleg stemmning, þrátt fyrir ókjör af áfengi í boði afmælisbarnsins, sem reyndi ítrekað að fá Jarlaskáldið til að þjóra sem mest, en án árangurs. Þaðan hélt ég út á Nes, sem var lítið og lágt að vanda, í vinnupartý hjá Tomma. Gerði að vísu stuttan stans þar, því ég þurfti að vakna snemma morguninn eftir. Um það partý getið þið lesið frekar hér. Í þriðja partýið komst ég ekki, en það var haldið hjá félaga Kjartani Björgvinssyni, og má lesa frekar um það hér. Ég vona að Kjartan fyrirgefi mér fjarveruna, ég lofa að mæta næst. Ég var svo kominn heim og sofnaður fyrir klukkan eitt. Að vísu vaknaði ég í eins og eina mínútu einhvern tímann um nóttina, þegar félagi Sverrir vakti mig með símhringingu og vildi ólmur fá mig með sér á djammið. Þegar ég sagði honum frá ástandi mínu féll hann samstundis frá þeim kröfum, og baðst innilega afsökunar, sem var auðsótt mál.
Vekjaraklukkan byrjaði svo að hringja á afar óguðlegum tíma á laugardagsmorguninn, eða um rismál (6 fyrir þá sem ekki þekkja eyktamörk, sjá Lesbók Morgunblaðsins 10. ágúst 2002). Mér tókst engu að síður að vakna, og um 50 mínútum síðar var ég staddur á Seljabrautinni með 8 öðrum karlmönnum, og ruddumst við þar inn í svefnherbergi Ástmundar Níelssonar, sem skyldi steggjaður þennan dag. Eftir að hafa bölvað okkur í sand og ösku fór strákurinn á fætur, og um hálftíma síðar vorum við staddir í smábátahöfninni í Keflavík, sem er ljótur bær ekki langt frá flugvellinum. Þar var meiningin að skella sér í sjóstangveiði, og var lagt af stað út á spegilsléttan sjóinn á bátnum Hvalbaki. Þegar komið var út fyrir hafnargarðinn hætti sjórinn skyndilega að vera spegilsléttur, og byrjaði allur að bylgjast svo gusurnar stóðu yfir bátinn á köflum. Ekki löngu síðar fóru nokkrir bátsverja að verða heldur kindarlegir í framan, og tóku að kvarta undan seyðingi í maga. Spýjan stóð svo út úr þeim út fyrir borðstokkinn, og urðu það örlög þeirra Gests, Ármanns og Ásmundar. Eftir klukkustíma stím hófst svo veiðin, og voru aflabrögð með miklum ágætum, þó svo að sá stóri virtist einhverra hluta vegna alltaf sleppa hjá sumum. Þá var brottkast stundað af miklum móð, enda þjóðaríþrótt. Sjálfur setti ég í tvo golþorska og einn aðeins minni, og veiddi fjölmarga aðra sem lentu í brottkasti. Eftir ca. tveggja tíma veiði var svo haldið í land, og sakir heilsuleysis nokkurra bátsverja var siglt í næstu höfn, sem var í Sandgerði, og mönnum skutlað þaðan til Keflavíkur. Þess ber að geta að Jarlaskáldið bar sig vel eftir ferðina, enda vant öldugangi eftir að hafa keyrt Land Rover í mest allt sumar.
Í Keflavík var snætt á veitingastað með þeim hógværa titli Langbest, sem stóð ekki alveg undir nafni, og þar bættust þeir Oddbergur og Steini í hópinn. Oddbergur hafði ekki treyst sér í veiðina, og bar fyrir sig aumum afsökunum eins og ofnæmi. Þaðan var haldið í go-kart, og efnt til keppni. Voru fyrst eknir upphitunarhringir, svo var tímataka og loks eknir 12 hringir. Sigurvegari varð að sjálfsögðu Steggurinn, enda hafði hann hótað að fara heim ef hann ynni ekki, og var það sérstaklega kurteist af Arnari að hleypa honum fram úr á lokasprettinum. Sjálfur varð ég í fimmta sæti, sem ég var nokkuð sáttur við, enda bara bílanördar á undan mér, auk þess sem ég var á druslu. Keppandi mótsins að öðrum ólöstuðum var þó örugglega hann Oddbergur. Hann var svo langsíðastur að annað eins hefur sjaldan sést, lauk aðeins 7 hringjum af 12, sem sagt hringaður fjórum sinnum, og ók að öllu leyti eins og versta kelling, hleypti m.a.s. mönnum fram úr sér með því að víkja til hliðar, hreint ótrúleg framkoma! Tókst svo þrátt fyrir lúsarhraðann að keyra út af, enginn veit hvernig. Sjálfur ók ég aldrei út af, en Ármann keyrði þó einu sinni allhressilega á mig þegar hann var að reyna að taka fram úr, fínir Schumachertaktar sem ég sýndi þar með því að svína fyrir hann. Núna er ég svo allur í margblettum á bakinu og hliðunum eftir þessi átök, ekki þægilegustu bílar sem ég hef keyrt!
Úr kappakstrinum var svo farið í Bláa lónið, þann daunilla forarpytt, og þá loks gat drykkja hafist. Eftir veruna í drullupollinum var svo keyrt í Depluhóla 1, þar sem Indriði bróðir Ása grillaði lambakjöt oní liðið og bauð upp á ógrynni af bjór. Var svo setið og drukkið langa hríð, en svo kom óvænta elementið, Indriði hafði án vitorðs annarra pantað fyllibyttukeilu í Öskjuhlíðinni, og var því haldið þangað. Ég byrjaði á fellu í fyrsta kasti, en eftir það lá leiðin aðeins niður á við, náði ekki einu sinni 100 stigum þegar upp var staðið. Man ekkert hver vann, og er alveg sama. Þaðan löbbuðum við í bæinn, og komum við á fjölda staða. Á Hverfisbarnum tókst mér í fyrsta sinn að komast fram fyrir röð, ekki á eigin verðleikum mind you, heldur þekkti Gestur dyravörðinn. Hann (Gestur, ekki dyravörðurinn) bauð mér einnig upp á Rússneskt kókaín á Celtic Cross, mæli ekki með því. Seint um nóttina gáfust menn svo upp, enda þreytan tekin að gera vart við sig eftir sólarhringsvöku, en þó ekki fyrr en eftir heimsókn á Nonnann, sem var eins gott því eflaust bjargaði hann mér frá þynnku í dag. Vaknaði að vísu ekki fyrr en klukkan þrjú, sem útskýrir af hverju ég er enn þá vakandi. Þessi dagur kostaði mig líklega um 20.000 kall, en ég held bara að það hafi verið þess virði, þrátt fyrir almenn blankheit...
Á föstudaginn var síðasti dagurinn í vinnunni, a.m.k. fyrir flesta. Ég, Mummi, Oddi, Gulli og Lúlli höldum áfram næstu viku, og ég jafnvel eitthvað lengur. Guð má vita hvað við eigum að gera! Eins og venjulega fór dagurinn í týpískan frágang, auk þess sem Meistarinn vakti mikla lukku með því að splæsa pizzu á lýðinn. Eins og vera ber lauk svo deginum á því að við Oddi bleyttum allar stelpurnar um leið og bíllinn var þrifinn, og var ýmsum aðferðum beitt í þeim efnum, bæði ofbeldi og slægð. Að vísu urðum við Oddi manna blautastir, en það er ásættanlegur fórnarkostnaður.
Um kvöldið var mér svo boðið í ein 3 partý. Ég byrjaði á að kíkja í afmæli til Gísla, sem að vísu fæddist í apríl að ég held. Þar var heldur róleg stemmning, þrátt fyrir ókjör af áfengi í boði afmælisbarnsins, sem reyndi ítrekað að fá Jarlaskáldið til að þjóra sem mest, en án árangurs. Þaðan hélt ég út á Nes, sem var lítið og lágt að vanda, í vinnupartý hjá Tomma. Gerði að vísu stuttan stans þar, því ég þurfti að vakna snemma morguninn eftir. Um það partý getið þið lesið frekar hér. Í þriðja partýið komst ég ekki, en það var haldið hjá félaga Kjartani Björgvinssyni, og má lesa frekar um það hér. Ég vona að Kjartan fyrirgefi mér fjarveruna, ég lofa að mæta næst. Ég var svo kominn heim og sofnaður fyrir klukkan eitt. Að vísu vaknaði ég í eins og eina mínútu einhvern tímann um nóttina, þegar félagi Sverrir vakti mig með símhringingu og vildi ólmur fá mig með sér á djammið. Þegar ég sagði honum frá ástandi mínu féll hann samstundis frá þeim kröfum, og baðst innilega afsökunar, sem var auðsótt mál.
Vekjaraklukkan byrjaði svo að hringja á afar óguðlegum tíma á laugardagsmorguninn, eða um rismál (6 fyrir þá sem ekki þekkja eyktamörk, sjá Lesbók Morgunblaðsins 10. ágúst 2002). Mér tókst engu að síður að vakna, og um 50 mínútum síðar var ég staddur á Seljabrautinni með 8 öðrum karlmönnum, og ruddumst við þar inn í svefnherbergi Ástmundar Níelssonar, sem skyldi steggjaður þennan dag. Eftir að hafa bölvað okkur í sand og ösku fór strákurinn á fætur, og um hálftíma síðar vorum við staddir í smábátahöfninni í Keflavík, sem er ljótur bær ekki langt frá flugvellinum. Þar var meiningin að skella sér í sjóstangveiði, og var lagt af stað út á spegilsléttan sjóinn á bátnum Hvalbaki. Þegar komið var út fyrir hafnargarðinn hætti sjórinn skyndilega að vera spegilsléttur, og byrjaði allur að bylgjast svo gusurnar stóðu yfir bátinn á köflum. Ekki löngu síðar fóru nokkrir bátsverja að verða heldur kindarlegir í framan, og tóku að kvarta undan seyðingi í maga. Spýjan stóð svo út úr þeim út fyrir borðstokkinn, og urðu það örlög þeirra Gests, Ármanns og Ásmundar. Eftir klukkustíma stím hófst svo veiðin, og voru aflabrögð með miklum ágætum, þó svo að sá stóri virtist einhverra hluta vegna alltaf sleppa hjá sumum. Þá var brottkast stundað af miklum móð, enda þjóðaríþrótt. Sjálfur setti ég í tvo golþorska og einn aðeins minni, og veiddi fjölmarga aðra sem lentu í brottkasti. Eftir ca. tveggja tíma veiði var svo haldið í land, og sakir heilsuleysis nokkurra bátsverja var siglt í næstu höfn, sem var í Sandgerði, og mönnum skutlað þaðan til Keflavíkur. Þess ber að geta að Jarlaskáldið bar sig vel eftir ferðina, enda vant öldugangi eftir að hafa keyrt Land Rover í mest allt sumar.
Í Keflavík var snætt á veitingastað með þeim hógværa titli Langbest, sem stóð ekki alveg undir nafni, og þar bættust þeir Oddbergur og Steini í hópinn. Oddbergur hafði ekki treyst sér í veiðina, og bar fyrir sig aumum afsökunum eins og ofnæmi. Þaðan var haldið í go-kart, og efnt til keppni. Voru fyrst eknir upphitunarhringir, svo var tímataka og loks eknir 12 hringir. Sigurvegari varð að sjálfsögðu Steggurinn, enda hafði hann hótað að fara heim ef hann ynni ekki, og var það sérstaklega kurteist af Arnari að hleypa honum fram úr á lokasprettinum. Sjálfur varð ég í fimmta sæti, sem ég var nokkuð sáttur við, enda bara bílanördar á undan mér, auk þess sem ég var á druslu. Keppandi mótsins að öðrum ólöstuðum var þó örugglega hann Oddbergur. Hann var svo langsíðastur að annað eins hefur sjaldan sést, lauk aðeins 7 hringjum af 12, sem sagt hringaður fjórum sinnum, og ók að öllu leyti eins og versta kelling, hleypti m.a.s. mönnum fram úr sér með því að víkja til hliðar, hreint ótrúleg framkoma! Tókst svo þrátt fyrir lúsarhraðann að keyra út af, enginn veit hvernig. Sjálfur ók ég aldrei út af, en Ármann keyrði þó einu sinni allhressilega á mig þegar hann var að reyna að taka fram úr, fínir Schumachertaktar sem ég sýndi þar með því að svína fyrir hann. Núna er ég svo allur í margblettum á bakinu og hliðunum eftir þessi átök, ekki þægilegustu bílar sem ég hef keyrt!
Úr kappakstrinum var svo farið í Bláa lónið, þann daunilla forarpytt, og þá loks gat drykkja hafist. Eftir veruna í drullupollinum var svo keyrt í Depluhóla 1, þar sem Indriði bróðir Ása grillaði lambakjöt oní liðið og bauð upp á ógrynni af bjór. Var svo setið og drukkið langa hríð, en svo kom óvænta elementið, Indriði hafði án vitorðs annarra pantað fyllibyttukeilu í Öskjuhlíðinni, og var því haldið þangað. Ég byrjaði á fellu í fyrsta kasti, en eftir það lá leiðin aðeins niður á við, náði ekki einu sinni 100 stigum þegar upp var staðið. Man ekkert hver vann, og er alveg sama. Þaðan löbbuðum við í bæinn, og komum við á fjölda staða. Á Hverfisbarnum tókst mér í fyrsta sinn að komast fram fyrir röð, ekki á eigin verðleikum mind you, heldur þekkti Gestur dyravörðinn. Hann (Gestur, ekki dyravörðurinn) bauð mér einnig upp á Rússneskt kókaín á Celtic Cross, mæli ekki með því. Seint um nóttina gáfust menn svo upp, enda þreytan tekin að gera vart við sig eftir sólarhringsvöku, en þó ekki fyrr en eftir heimsókn á Nonnann, sem var eins gott því eflaust bjargaði hann mér frá þynnku í dag. Vaknaði að vísu ekki fyrr en klukkan þrjú, sem útskýrir af hverju ég er enn þá vakandi. Þessi dagur kostaði mig líklega um 20.000 kall, en ég held bara að það hafi verið þess virði, þrátt fyrir almenn blankheit...